Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. Eina raunhæfa leiðin til lækkunar iðgjalda er bætt umferðarmenning — segir Ásgeir AAagnússon, framkvæmda stjóri Samvinnutrygginga í viðtali — Starfs menn fó aðild að stjórn Samvinnutrygginga í tilcfni af því að aðalfundir Samvinnutrygginga og Liftrygg- ingafélagsins ANDVÖKU er nú lokið, átti blaðið stutt samtal við Asgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóra um aðalfundinn og tryggingamálin. Sagðist Asgeiri frá á þessa leið, m.a.: Hafa endurgreitt 90 milljónir — Eins og kemur fram i frétta- tilkynningu okkar, teljum við, að stjórnvöld hafi farið inn á mjög hættulega braut, hvað varðar bif- Asgeir Magnússon, l'ram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga l'lytur ræðu á aðalfundi Sam- vinnutrygginga. reiðatryggingar. Þaö er okkar skoðun, að hver tryggingaflokkur eigi að geta staðið undir sér þann- ig að til langframa verði ein tryggingagrein, i þessu tilfelli bif- reiðatryggingar ekki rekin með halla á kostnað annarra trygg- ingagreina. Hvaö Samvinnutryggingar áhrærir, þá hefur það frá upphafi verið stefna okkar, að endur- greiða tryggingatökum tekjuaf- gang, eftir þvi sem tilefni hefur gefizt við ársuppgjör. Að þessu sinni endurgreiddu Samvinnu- tryggingar 10.3 milljónir króna til tryggingartakanna og frá upphafi hafa Samvinnutryggingar endur- greitt um kr. 90.000.000.00 til tryggingataka sinna. Tapið á bifreiðatryggingunum var á siðasta ári 17.8 milljónir króna. Ef bilatryggingarnar hefðu staðið undir sér, þótt ekki sé meira sagt, þá hefðum við auð- vitað getað endurgreitt miklu hærri fjárhæð. Tjón ökutækja vandamálið Þess misskilnings hefur nokkuð gætt, að rekstrarkostnaður hjá bifreiðatryggingunum sé höfuð- vandamálið, sem við er að glima. Þetta er misskilningur. Að visu verður ávallt mannfrekt hjá bif- reiðatryggingum, þar sem mikið starfslið þarf til þess að fylgjast með skoðunum og viðgerðum á ökutækjum, sem skemmzt hafa og er sá kostnaður nokkurn veg- inn i réttu hlutfalli við bifreiða- fjölda landsmanna. Aðalvanda- málin i ökutækjatryggingum eru tjónin. ■yi!" Kí • t * i ;f f;> ' * :• V • V, i ■ rv vtfr,-••.**•>,«•jffít $ Röntgendeild Borgarspítalans Röntgenhjúkrunarkonur eða röntgen- tæknar. 4—6 stöður röntgenhjúkrunarkvenna eða röntgentækna við Röntgendeild Borgarspitalans eru lausar nú þegar, eða 1. sept. Laun samkvæmt kjarasamningi starísmannafélags Reykjavikurborgar og Reykjavikurborgar Allar nánari upplýsingar um stöður þessar veitir yfir- hjúkrunarmaður og deildarhjúkrunarkona Röntgendeildar Borgarspitalans. Reykjavik, 6. júni 1973. j'S k $ 82? &£ § ■<T> • 1-V Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. :>-*• •syA'-'.; Hljómsveitir — Skemmtikraftar Félagsheimilið Laugarhóll, Strandasýslu, tilkynnir: Höfum opnað til skemmtana- halds. Góð aðstaða skapar góða möguleika. Þið hafið aðdrátlaraflið Upplýsingar gefur Pálmi Sigurðsson, Klúku, Strandasýslu. Geymið auglýsunga. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins og stjórnarformaöur Samvinnutrygginga, flytur ræðu á aðalfundinum. Krá aðalfundi Samvinnutrygginga. Fundinn sóttu aö þessu sinni 16 kjörnir fulltrúar viðsvegar að af landinu. Raunhæfar leiðir til lækkunar iðgjalda Eina raunhæfa leiðin til þess að iðgjöldin geti lækkað eða staðið i stað að minnsta kosti, er að úr tjónakostnaðinum verði dregið, eða hann minnki verulega, en til þess að svo megi verða, þurfa all- ir landsmenn að taka höndum saman. ökumenn, hinn almenni vegfarandi, tryggngarfélögin og stjórnvöld landsins. Allir þessir aðilar verða að gera sitt: sem i þeirra vtdi stendur til að draga úr þessum kostnaði með þvi að bæta umferðarmenninguna. Það þarf að fá menn til að aka varlegar og það er hægt að gera með auknum áróðri, breyttu almenningsáliti og ýmsu öðru. Samþykktu aukið fé til Umferðaráðs Bezta árið i bifreiðatrygging- unum siðastliðin 10 ár varð t.d. árið 1968 er hægri umferð var tek- in upp hér á landi, en þá var hafð- ur i frammi mikill áróður fyrir öryggi i umferðinni, sem ég segi tvimælalaust aö hafi orðið til þess að draga verulega úr tjónum, enda óku svo til allir ökumenn varlegar þá en áður. Það er kom- inn timi til að hefja aðra herferð sambærilega þeirri, sem farin var út af hægri umferðinni. Það verður aö auka starfsemi Umferðarráðs, sem af hálfu hins opinbera hefur með þessi mál að gera. Samvinnutryggingar sam- þykktu á aðalfundi sinum, ýmsar merkilegar tillögur i öryggismál- um og umferðarmálum m.a. um ökukennslu, notkun öryggisbelta og siðast en ekki sizt voru sam- þykkt aukin fjarframlög til Umferðarráðs. . Samvinnutrygg- ingum er það ljost, að þvi fé sem varið er til umferðarmenningar er vel varið i alla staði. Iðgjöldin af ábyrgðartrygging- um bifreiða hafa nú hækkað um 15%. Þau höfðu verið óbreytt sið- an 1. mai 1970 þar til nú, þrátt fyr- ir gifurlegar hækkanir á vinnu og annarri þjónustu á timabilinu, sem verkar beint á tjónakostnað þessarar tryggingagreinar. Að visu hefur eigin áhætta trygg- ingataka, sem tekin var upp árið 1972 nokkuð dregið úr þessum kostnaði, en ekki verulega. Starfsmenn Sam- vinnutrygginga i tryggingaráð. Þá er rétt að geta þess i lokin, að aðalfundurinn gerði nokkrar breytingar á samþykktum félag- anna, til samræmis við lög um vátrvggingarstarfsemi. Með breytingunni fá starfs- menn Samvinnutrygginga nú að- ild að stjórn félagsins. Aðalfund- ur SIS kýs 21 i fulltrúaráð og 10 til vara, en starfsmenn Samvinnu- trygginga munu nú kjósa tvo menn i fulltrúaráðið úr sinum hópi og einn til vara. Aðalfundur fulltrúaráðs kýs siðan stjórn Samvinnutrygginga og endur skoðendur, sagði Ásgeir Magnús son, framkvæmdastjóri af lokum. Samvinnutryggingar Töpuðu 17.8 milljónum á bifreiðatryggingum Aðalfundur tryggingafélaga samvinnumanna, Samvinnu- trygginga, Liftryggingafélagsins Andvöku og Endurtrygginga- félags Samvinnutrygginga hf., var haldinn á Akureyri 25. mai. A fundinum voru samþykktar all- margar ályktanir um ýmis efni,- m.a. um ýmsa þætti umferðar- öryggismála, og fara þær hér á eftir. 1. Aðalfundur Samvinnutrygg- inga 1973, haldinn að Hótel KEA 25. mai, skorar eindregiö á dóms- málaráöherra að láta nú þegar fara fram gagngera athugun og endurskoðun á öllu fyrirkomulagi ökukennslu i landinu, bæði hvað almenn bifreiðastjórapróf og frekari réttindi til aksturs snertir, svo og framkvæmd ökuprófa yfir- leitt. Aðalfundurinn litur svo á, að fyrst beri að setja timabær ákvæði um, að menntun ökukenn- ara verði sambærileg við þær kröfur, sem i dag eru gerðar til ökukennara i Noregi. Sviþjóð og Finnlandi. Ennfremur er það álit fundar- ins, að ökukennslan sé svo mikið og grundvallandi atriði i um- ferðaröryggismálum, að hana verði að taka traustum tökum og velja til hennar aðeins hina hæf- ustu og bezt menntuðu menn. 2. Aðalfundur Samvinnutrygg- inga, haldinn að Hótel KEA 25. mai 1973, þakkar það kynningar- og fræðslustarf, sem Umferðar- ráð hefur haldið uppi um gildi öryggisbelta i bifreiöum til slysa- varna. Skorar fundurinn á dóms- málaráðherra að sjá til þess, að þegar á næsta ári verði sett i um- ferðarlöggjöfina ákvæði, er skyldi ökumenn og farþega i framsæti til aö nota undan- tekningarlaust öryggisbelti. Notkun öryggisbelta hefur þegar verið lögleidd i Astraliu og Nýja Sjálandi meö frábærum árangri, og undirbúningi aö slikri löggjöf er nú langt á veg komið i Sviþjóð. 3. Aðalfundur Samvinnutrygg- inga, haldinn að Hótel KEA föstu- daginn 25. mai 1973, itrekar mjög eindregið fyrri samþykktir sinar um það, að hluti af ábyrgðar- tryggingum bifreiða gangi til Umferðarráðs. Lýsir fundurinn fullu samþykki sinu við tilmæli ráðsins sjálfs til dómsmálaráð- herra um, að þessi hluti veröi 2% endá verði tekið tillit til þessa við ákvörðun iögjalda. Með sliku framlagi telur fundurinn, að Umferðarráði verði gert kleift að ná á tiltölulega skömmum tima svipuðum árangri og náðist við gildistöku H- umferðar 1968, jafnframt þvi sem nauðsynlegt er, að rikissjóður leggi ráðinu til nauðsynlegt fé til þess að standa undir fasta- kostnaði af tilveru og starfi ráðs- ins. Fundurinn telur óhæft með öllu, að nú, þegar 5 ár eru liöin frá gildistöku H-umferðar og nálega 4 ár frá stofnun Umferðarráðs haldi stjórnvöld landsins ennþá’ að sér höndum með nauðsynlegar fjárveitingar til umferðarslysa- varna, en einmitt þær álitur fundurinn fortakslaust forsendu þess, að úr umferðarslysum dragi, mannlegu böli þeirra létti og stórkostlegur kostnaður af þeim minnki. Þar má ekkert til spara, hvorki fé né fyrirhöfn, að áliti fundarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.