Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 9. júnl 1973. Hvers óska þau sér? Blöð eru sífellt að spyrja fólk að einhverju og það er með ólikind- um, hvað hægt er að láta sér detta i hug að forvitnast um. Nýlega voru nokkrar þekktar manneskjur i Danmörku spurðar, hvers þær óskuðu sér næst. Leikkonan Birte Tove, sem við þekkjum úr „rúm- stokksmyndunum” sagðist óska sér þvottavélar. Hún varð nefni- lega að skilja sina eftir, þegar hún flutti. Einn galli er þó á þessu, þvi að enn hefur Birte ekki rafmagn heima hjá sér nema til ljósa, en það stendur til bóta. tslendingurinn Otto Sig- valdi, sem arkar um „Strikið” og selur furðulegustu hluti, sagðist ekki vilja eignast neitt, það væri svo skelfing erfitt að eiga eitthvað. Hins vegar kvaðst hann hafa fullan hug á að leigja sér flutningabil, hlaða öllu draslinu sinu á hann og aka út i bláinn, þar til hann hitti fólk, sem vildi kannski eiga allt saman. Söngkonan Ulla Pia, sem eitt sinn skemmti gestum Loftleiðahótelsins, sagðist endi- lega þurfa að fá sér nýja kápu og bjóst við að gera það innan tiðar. Hún var næstum viss um, hvernig kápan ætti að vera, úr einhverju skinni, sem liktist rúskinni Líkar ekki rigningin Flestir halda, að öndum falli einstaklega vel við rigningu, en svo mun ekki vera. Þær þola hana alls ekki. Regnið er þess valdandi, að þær eiga i erfið- leikum með að hefja sig til flugs, og þær geta orðið gegn- blautar. Þetta kom i ljós,.þegar fuglaskoðari hafði fylgzt með öndum á tjörn i nokkurn tima. Þá varð honum allt i einu ljóst, að þegar rigndi héldu endurnar sig alls ekki úti á miðri tjörninni heldur nærri bökkunum, i skjóli. ★ Dalur hins eilífa lífs Svo virðist, sem ibúar i dal nokkrum i Ekvador hafi fundið lykilinn að langlífi. Þarna búa um 4000 manns i þorpi, sem nefnist Vilcabamba. Fólkið lifir á mat, sem að mestu er búinn til úr ávöxtum og grænmeti, og það borðar mjög litið kjöt. Það drekkur jurtate og auk þess fjögur til sex glös af heimatil- búnu rommi daglega. Frá þessu skýrir brezkur mannfræðingur, sem kynnt hefur sér lifnaðar- háttu þessa fólks. íbúarnir ★ reykja um 50 sigarettur á dag, og eru þær búnar til úr heima- ræktuðu tóbaki. Tveir elztu ibú- ar þorpsins eru Miguel Carpio, sem fullyrðir, að hann sé 123 ára og svo Jose David, sem talið er, að sé 142 ára gamall. Báðir þessir menn geta fært sönnur á aldur sinn með skirnarvottorð- um, sem þeir hafa i fórum sin- um, en visindamaðurinn telur þó, að til greina geti komið að þetta séu skirnarvottorð ein- hverra ættingja þeirra, sem séu löngu látnir, en hafi borið sama nafn og þeir gera. Mann- fræðingurinn, dr. David Davies frá University College i London fór nýlega til Vilcabamba. Hann segir: Ég komst að þvi, að 7% fólksins, sem þarna býr er 80 ára eða eldra, og engum þykir merkilegt, þótt fólk sé orðið eitt hundrað ára. Læknar i Ekvador halda, að fólkið i Vilcabamba megi þakka langlifi sitt rónni, sem þarna rikir á öllum sviðum. Þarna er varla hægt að segja, að streita þekkist og heldur ekki hjartasjúkdómar. Dr. Davies segir, að flestir deyi af slysför- um. Fólk hrapi i fjöllum og verði fyrir öðrum álika slysum. Svo er influensa alltið dánaror- sök, en flensan berst venjulega með utanaðkomandi fólki. Fólk- ið i Vilcabamba hefur allt óblandað spænskt blóð i æðum sinum, segir læknirinn enn- fremur. ★ — Reyndu nú að lita á björtu -Ja.heppinnertuaðþurfaekki hliðarnar - eftir 16 tima að fara út I annað eins veður. verðurðu kominn i rúmið aftur. DENNI DÆMALAUSI — Af þvi að það er ekkert GAMAN að henda snjóboltum i Guggu, hún bar HLÆR!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.