Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. júni 1973. TÍMINN 13 ÞAÐ MEÐ GETUR BRUGÐIÐ TIL BEGGJA VONA RÉTTVÍSINA Skipulag lögfræðilegrar aðstoðar verkar ekki, þar sem fólk þarfnast þess mest Þetta kom i ljós, þegar lög- fræðingar tveir i Noregi könnuðu árið 1971 og ’72 þörf fólks fyrir lögfræðilega aðstoð til að greiða úr vandamálum sinum. Forsendan fyrir þessari athug- un var sú, að fyrirkomulagið á ókeypis lögfræðilegri aðstoð er ekki fullnægjandi. Lögfræðingarnir reyndu fyrst að komast að þvi, hvers konar vandamál fólk á i raun og veru við að glima, og völdu út þrjú stig þessara mála i gömlum bæjar- hluta i Osló. í þessum húsasam- stæðum hjó samtals 91 fjölskylda. Siðan reyndu þeir að finna út, að hve miklu leyti málin leystust með sérfræðilegri aðstoð. Þeir tóku til meðferðar öll málin, sem þeir fundu. — t meira en átta tilvikum voru mál, sem lögfræðingarnir tóku upp, leyst á viðunandi hátt. Flest þessara mála myndu ekki hafa hlotið svona afgreiðslu, ef frum- kvæði lögfræðinganna hefði ekki komið til. Ekki er öll sagan sögð með þessu, þvi að þriðjungur fjöl- skyldnanna, sem lögfræðingarnir sneru sér til, vildu ekki leggja vandkvæði sin fram fyrir þá. Margt af þessu fólki var við aldur og mjög svo erfitt við að eiga, svo að ætla má, að það hafi verið hrætt við að „komast i klandur”. Þegar lögfræðingarnir fóru að fást við málin, kom i ljós, að tiu fjölskyldnanna fengu aftur 10.901 krónur (norskar), sem þær höfðu áður borgað of mikið i skatt, 3118 krónur, sem þær höfðu ofgreitt árið 1970 og auk þess fengu þær viðurkenndan fra'drátt að upphæð 18 .484 krónur, sem þær höfðu ekki vitað um. — Það er hugsanlegt, að skatt- yfirvöld hefðu tekið eitthvað af málunum fyrir á eigin spýtur, en ætlað er, að þau hefðu orðið fá. Fjölskyldurnar tiu, sem hér um ræðir, tilheyrðu allar hópinum með lægstu tekjurnar, þar sem hver króna skiptir máli. Ýmislegt fleira kom i ljós i þessu máli, en niðurstaðan er sú, að peningarnir, sem unnust á þennan hátt, eru fé, sem fólk á kröfu á, en fær einfaldlega ekki, vegna þess að þvi er ekki gert við- vart af hálfu hins opinbera eða öðrum. Sá mest seldi ár eftir ár Pólar h.f. Einholti 6. Til tœkifœris gMa Demantshringar Steinhringar GULL OG SILFUR fyrir dömur og herraS^S Gullarmbönd Hnappar ^ Hálsmen o. fl. n5> Sent í póstkröfu GUÐMUNDUR /§ <vs. ÞORSTEINSSON >3 gullsmiður ^ Bankastræti 12 ^ Sími 1-40-07 ^ Þessi vörubifreið með 212 (DIN) hestafla vél, þrem drifhásingum með læstu mismunadrif, fimmtán tonna burðarþoli, kostar aðeins kr. 2,760.000 að fullu tilbúin til notkunar, með stálpalli, hliðar- og endasturtum, sé pöntun gerð fyrir30. júnin.k. 10% verðhækkun eftir 30. júní. Ennfremur fáanleg meö grjótpalli eða á grind í mörgum mismunandi gerðum. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600 KÓPAVOGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.