Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 33
Laugardagur 9. júni 1973, TÍMINN 33 eru ákallega móttækileg tyrir hvers konar áhrifum. — Telur þú æskilegt, að sami kennarinn fylgi börnunum fram eftir námsbrautinni? — Um þetta eru mjög skiptar skoðanir, og þar vil ég ekki gerast neinn dómari. Liklega er það öryggi fyrir börnin að hafa sama kennarann eins og tvö eða þrjú ár i röð, en hitt getur líka verið þeim hollt, að kynnast fleiri kennurum, en verða ekki of háð þeim sama. — Hafa ekki verið teknar upp ýmsar nýjungar i kennslu sex ára barna? — Jú, en þær má ekki einskorða við þann aldur, heldur þarf að halda þeim áfram i efri bekkjun- um. — Ef þú mættir velja þér verk- efni, segjum næstu tiu árin, hvort myndir þú þá heldur vilja kenna litlum börnum, stálpuðum eða hvorum tveggja? — Ég held,að ég myndi velja litlu börnin. Hér lýkur heimsókn okkar i Kársnesskóla i Kópavogi. Áreiðanlega verða þar margir fegnir frelsinu, nú sem önnur vor, en hins ber að óska, engu að siður, að bæði kennarar og nemendur hlakki til þess að hittast aftur að hausti. Horft á sjónvarp. Athyglin og áhuginn leyna sér ekki i þessum ungu andiitum. Það sem hér var sýnt, var bæöi skemmtilegt og fræðandi, og kennararnir spurðu börnin um sumt sem fram kom f myndinni. — En er það allt hollt, sem þessir sakleysingjar fá að horfa á heima hjá sér á kvöldin? Sigrún Björnsdóttir og Sigurbjörg J. Þórðardóttir reiða fram veitingar. Ólöf Rafnsdóttir stjórnar hér fjöldasöng af lifi og sál, enda hlýtur hún verðskuldaðar undirtektir. Sigurbjörg J. Þórðardóttir, kennari spyr ungan herra, hvers hann óski Timamyndir: Róbert. Ungar, vinnufúsar hendur hjálpa til að raða stólum. Ólöf Rafnsdóttir, kennari heliir úr ölflösku f glas ungs nemanda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.