Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 6
ó TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. Skiluðu gjaldeyri fyrir 84 milljónir króna fyrir sölu ó iðnaðar- vörum Rætt við Jón Sigurðsson framkvæmdastjóra ísl. markaðar Það var ys og þys i flugstöðinni, þegar við komum. Pan Am nam staðar fyrir utan gluggana og endalaus lest af fólki streymdi inn i farþegasalinn og blandaðist i sundurleita hópinn, sem beið eftir flugvélum, sem áð höfðu á Miðnesheiðinni. Svo var einnig Flugfélags- þota til Glasgow og Kaupmannahafnar, og öðru hverju kom silki- mjúk rödd i hátalarann og þá vantaði mr. Jones, eða mr. þetta og hitt, ell- egar tilkynnt var um brottför véla á erlendum tungum. Við vorum i al- þjóðaflugstöð. En — þrátt fyrir hinn alþjóð- lega blæ, var hér islenzkur blær og stafaði það liklega helzt af stórverzluninni ICEMART, eða Islenzkum markaði, sem setur þjóðlegan svip á flugstöðina. Þarna voru menn og konur af óliku þjóðerni i óða önn að verzla. Sumir keyptu peysur, eða jakka úr ull og skinni, keramik, eða fengu sér hana Njálu, til að lesa eitthvað um þetta makalausa land.... svo áður en þú veizt af, er flugstöðin orðin tóm. Fólkið allt komið um borð i þoturnar sinar og undir voldugum drunum mjakast þær út á endalausar flugbrautirnar og hverfa upp i himininn. Seinust er eldri kona frá Pan Am. Hún hafði verið að verzla og gaf skit i silkimjúku röddina i hátölurunum um Mrs þetta og hitt, sem beðið væri eftir úti i Pan Am þotunni og við sáum hana brosandi og hamingjusama leiða manninn sinn, sem nú var lika orðinn slappur á tauginni, og þau gengu út i vélina, þar sem hún rykkti i landfestar, og nú vissum við fyrir vist, að gamlar konur eru allsstaðar eins. I sölubúðinni hjá Islenzkum markaði hittum við að máli Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en við höfðum orðið að biða nokkra stund, meðan hrinan gekk yfir. Næstu vélar komu ekki fyrr en eftir klukku- stund og timann þurfti starfs- fólkið að nota til að raða i hillur og bæta i skörðin fyrir það, sem keypt hafði verið, og þegar hann hafði gefið starfsliði sinu fáein fyrirmæli, fengum við okkur sæti I skrifstofu hans, þar sem hann fór að segja okkur frá starfi sinu og Islenzkum markaði hf. Kaupmannsblóð i æðum — Þegar ég tók við fram- kvæmdastjórastarfi hjá Islenzkum markaði hf. hafði fyrirtækið starfað i fimm mánuði. Ég var þvi ekki með alveg frá byrjun. Hins vegar var ég ekki með öllu ókunnur þeim viðfangs- efnum, sem hér var mest unnið að, þvi ég hafði unnið að útflutn- ings- örvun hjá Sameinuðu þjóðunum, þar á meðal unnið að áætlun um sölu á suður- ameriskum vörum i Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. Útlfutnings- iðnaður og gjaldeyrisöflun er nefnilega ekki neitt sérislenzkt vandamál. Ég hafði dvalið ytra i nokkur ár, en hafði hins vegar ekki hugsað mér að ilendast þar sem embættismaður, og þegar aug- lýst var eftir framkvæmdastjóra hér, sótti ég um starfið. Liklega er ég með of mikið kaupmanns- blóð i æðum til þess, en afar minir voru Jón Björnsson frá Svarfhóli, sem einu sinni var kaupfélagsstjóri og kaupmaður i Borgarnesi og hinn var Jóhann Eyjólfsson i Sveinatungu, sem var kunnur kaupmaður lika i sinni tið. Um þetta leyti var Islenzkur markaður ennþá i mótun, þótt hann hefði starfað i nokkra mánuði. Ég legg mikið upp úr þvi að hafa getað verið með svo til frá byrjun. Verzlunin hér er, held ég, einsdæmi: einstök i sinni röð, þvi ég held að hvergi i veröldinni sé iðnaðarvara þjóðar kynnt og seld með þessum hætti i flugstöð. Það eru að visu stórverzlanir i öllum meiri háttar flugstöðvum, en þær eru með almenna vöruflokka og minjagripi, en ekki i samræmi við þetta. „Transit” farþegar FARÞEGAR Viðskipavinir okkar eru nær eingöngu hinir svonefndu „transit” farþegar. A ýslenzku eru þetta ýmis nefndir áningar- farþegar.eða viðkomufarþegar, en það er fólk, sem kemur i flug- stöoina og ferð þaðan aftur, án þess að fara I tollskoðun eða vegabréfaskoðun, eða hafa sam- band við yfirvöld, sem fylgjast „Það sem einkum verður að teljast markvert, markaður hefur unnið", segir Jón Arnþórsson, sölustjóri iðnaðardeildar SÍS Jón Arnþórsson, sölustjóri útflutnings hjá Iðnaðardeild SÍS, var einn þcirra er unnu að undirbúningi og stofnun tslenzks Markaðar, og hann veitti fyrirtækinu forstöðu, ásamt Pétri Péturssyni, for- stjóra Álafoss, fyrstu mánuð- ina, unz ráöinn var sérstakur framkvæmdastjóri fyrir ís- lenzkan markað. t viðtali við hlaðið, sagðist Jóni Arnþórs- syni frá á þessa leið um að- draganda og stofnun tsl. markaðar hf. Islenzkur markaður hf. eru sölusamtök nokkurra stærstu framleiðenda iðnaðarvara hér á landi um að reka verzlun i flughöfninni og annast kynni og markaðskönnun á Kefla- vikurflugvelli, en fram til þess tima hafði Ferðaskrifstofa rikisins haft einkarétt til verzlunar i flugstöðinni. Stofnendur Stofnfundur félagsins var haldinn 25. april árið 1970 og var hlutafé félagsins ákveðið 7 milljónir króna. Hluthafar voru 16 talsins, þar á meðal voru Alafoss hf, Glit hf., Heimilisiðnaðarfélag Islands, Osta og Smjörsalan, s.f., Rammagerðin hf., Samband isl. Samvinnufélaga og Slátur- félag Suðurlands, svo einhver séu nefnd og i stjórn voru kosnir Einar Eliasson, formaður, Hilmar Bendtsen, Jón Arnþórsson, Óskar H. Gunnarsson, Pétur Pétursson. en varamenn voru Gerður Hjörleifsdóttir og Guðjón Guð- jónsson. Aðdragandinn að stofnun félagsins var nokkuð langur. Strax árið 1966 höfðu þeir Agnar Tryggvason, fram- kvæmdastj. hjá SIS og Einar Eliasson, framkv. stj. Glits hf. leitað hófanna hjá stjórnvöld- um um kynningar og söluað- stöðu á Keflavikurflugvelli fyrir útflutningsvörur is- lenzkra framleiðenda og enn áður mun Asbjörn Sigurjóns- son, þáverandi forstjóri Ala- foss hf. hafa kannað söluað- stöðu i flughöfninni. Deilur um gjöld til ríkisins Sem áður sagði, hafði Ferðaskrifstofa rikisins einkarétt til vörusölu i flug- stöðinni og rak þar minja- gripaverzlun með nokkrum hagnaði. Varð nú að samkomu lagi milli stjórnvalda og ísl. markaðar, að rikið lagði verzlun þessa niður, en ísl. markaður hóf rekstur á stórri verzlun fyrir „transit” farþegar, en svo nefnast far- þegar er hafa viðkomu i flug- stöð á leið i eitthvað annaö land. Fyrir þessa aðstöðu skyldi Isl. markaður greiða 21 krónu fyrir hvern farþega, sem færi um völlinn i „transit”. Til grundvallar var lagður uppgefinn árlegur ágóði af minjagripaverzlun Ferðaskrifstofu rikisins i flug- stöðinni, deilt með farþega- fjöldanum. Verður þetta að teljast myndarlegur stuðning- ur við ferðamálin og islenzka landkynningu. Nú hafa að visu risið deilur og málaferli um gjald þetta, en aðilar eru ekki á eitt sáttir um innheimtu þessa, þvi að- stæður og forsendur hafa breytzt á Keflavikurflugvelli. Er t.d. innheimt gjald af islenzkum ferðamönnum, sem eru á leið til Mallorca i skemmtireisu og af útlending- um sem dvalizt hafa i landinu og hafa þvi getað verzlað hvar sem er i svipuðum vöruflokk- um. Þetta fólk kaupir ekkert við brottför. Að öðru leyti verður ekki fjallað um þetta hér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.