Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. EBE-húsið “ŒT ÞEGAR flogift er lágt yfir Hruss- el, kemur inaftur strax auga á þaft — risavaxinn skinandi, fjögurra arma kross, eilitiö skakkan. Allt i kring eru tekin af» risa háhýsi og gömlu, rauftu múrsteinshúsin eru nánast eins og aöskotadýr i þess- ari stál- og glerveröld. Bráölega munu þau verfta aft vikja fyrir stærstu stjórnstöð, sem enn hefur verift reist i heiminum. Hin krosslaga, 13 hæða Berlay- mont-bygging, sem með fylgi- tunglum sinum er, ekki aö ástæðulausu, kölluð „háborg Evrókratanna". Hún hýsir nefnilega mestan hluta þeirra 8000 föstu starfsmanna og alþjóð- legra embættismanna, sem sjá um daglega starfsemi innan EBE, Efnahagsbandalags Evrópu. 1 bjartsýni voru á s.l. hausti reistar fjórar nýjar fánastengur framan við Berlaymont, til við- bótar þeim sex, sem fyrir voru. A þessum fjórum áttu danski, norski, irski og brezki fáninn að vera, við hlið hins italska, belgiska, franska, hollenzka, þýzka og Lúxemburgarfánanum, þegar sex yrðu að tiu um s.l. ára- mót. En sex urðu aldrei nema að niu og norska fánastöngin var tekin niður og bráðabirgðaskrifstofum Noregs var lokað. Hvað sem ann- ars er um stjórnmálahlið málsins að segja, er vist, að ýmsir starfs- menn söknuðu norsku stulkn- anna, sem túlkuðu þarna, þvi að þær voru taldar hinar fegurstu i þessari mauraþúfu. EBE-hUsið i Brussel er eins konar Babelsturn, sem fengið hefur á sig mörg nöfn: Kross EvrópubUa, stærsti embættis- mannageymir Evrópu, risabað- stofa, háborg Evrókratanna og mörg fleiri. Sjö tungumál Evrópski Babelsturninn er ef 'til vill merkilegasta nafngiftin, sem hUsið hefur hlotið, þvi ringulreið- in i tungumálunum er næstum fullkomin. Þar eru sjö tungumál og hvert einasta skjal verður að vera á þeim öllum. Það eru franska, þýzka, italska, enska, hollenzka, danska og keltneska. Hvað þvi siðasta viðkemur, hafa trar sætzt á, að aðeins einstök hinna allra mikilvægustu skjala séu þýdd á það mál, en önnur lesa þeir á ensku. Annars er reynt að blanda öllu sem mest, þannig að allar skrif- stofur séu evrópskar, en beri ekki svip neinnar sérstakrar þjóðar, eða máls hennar. Allar tilkynn- ingar og skilti i hUsinu og vegvis- ar, til nágrannahUsanna eru á sex málum. Aðstaðan við að starfa þarna á einu tungumáli hefur i för með sér geysilega aukavinnu og gerir allt starf óþarflega þungt i vöfum. Það er nægilega erfitt, þegar hver höndin er upp á móti annarri og skoðanir skiptar, þó að ekki sé það gert verra með öllum umræð- um um tUlkunartæki. Setið er i hópum og allir eru hlekkjaðir við eyrnatappa sina, sem i mörgum tilfellum eru þarna bara af þjóðarstolti, þvi auðvitað skilja margir tungu hinna. t daglegu starfi i Berleymont hafa franska og þýzka verið ráð- andi mál, en siðan Bretar bættust við, hefur enskan að mestu tekið ráðin og er nU að verða aðalmál EBE. 550 milljónir i húsaleigu Berleymont fékk nafn sitt af gömlum rUstum, sem fyrir voru þegar jarðýtur hófu, árið 1962, að moka 20 þUsund bilhlössum af mold og sandi upp Ur þeirri stærstu holu, sem nokkurn tima hefur verið grafin i höfuðborg Belgiu. Upphaflega hafði annarri byggingu verið ætlaður þarna staður, en áætlanir breyttust og EBE er til hUsa i Berleymont, þó aö fyrri eigandi sé ennþá opinber eigandi, sem tekur 550 milljónir isl. króna i hUsaleigu árlega. HUsið er að mestu byggt Ur stáli og gleri og vilja sögur segja svo, aö þetta hafi verið gert, þegar verð á stáli var að falla. Grunnur hússins er að lögun eins og kross og byrjað var að byggja ofanfrá: Fyrst stálgrind, siðan þakið, og siðan voru ein- stakar hæðir hengdar upp undir það. Þessi aðferð orsakar það, að taka verður visst tillit til þunga hUssins. Enginn starfsmaður má hafa nema helming skjala. sinna inni hjá sér á skrifstofunni, af- ganginn verður að geyma niðri i kjallara. Með þessu íagi er einnig gert ráð fyrir að hægt sé að vinna á einhvern hátt gegn „pappirs- mylluþróuninni" sem er gifurleg þarna, ekki sizt vegna vandans af tungumálaringulreiðinni. Þrátt fyrir stærðina, er eitthvað létt og fagurt við Berleymont. Þar sem hUsið hvilir á súlum sin- um, með stórar, bogadregnar framhliðar og sólina speglandi i hinu mikla gleri, er það i senn hrikalegt og fingert. Óánægja með vinnustaðinn A þakinu er kringlóttur þyrlu- flugvöllur, sem enn hefur ekki verið tekinn i notkun, þegar þetta er skrifað. Borgarstjórinn i Brussel er ekki sérlega hrifinn af þeirri tilhugsun, að þyrla ferðist i miðri borginni og heldur ekki af menguninni, sem stöðug þyrlu- umferð kynni að valda. Það er vist nóg af bensinstybbu i Brussel fyrir. — Bærinn hefur eitt það verst skipulagða umferðarkerfi, sem um getur i Evrópu og gestir i borginni eru dauðhræddir um lif sitt i umferðinni. Að innanverðu er Berlaymont ekki það snilldarverk i arkitektUr, sem bUizt var við. HUsið er sem sagt alls ekki eins og æltazt var til, að sögn. Aðeins á efstu hæðinni, hjá þeim hæst settu, er hægt að opna gluggana, en á hinum hæðunum verða menn að treysta á loftræstinguna, sem hefur þann einstaka eiginleika að bila, þegar verst stendur á eða framleiða aðeins-það lágmark af fersku lofti, sem menn þurfa til að lifa. Loftræstingin neðst i hUsinu er svo slæm, að ekki er hægt að nýta hina stóru fundarsali þar til fulls. Þetta er falleg, en ófullkomin bygging, heyrist Ur öllum áttum. Gangarnir, kilómetri að lengd, eru gráir og drungalegir og það Framhald á bls. 39. í miðri höfuðborg geysistóra, nýja Evrópa mynda gerðar áætlanir framkvæmdar að nokkru leyti. Innan veggja Berlaymont komast niu þjóðir að samkomulagi, þrátt fyrir ringlureið sjö tungumála og skiptar skoðanir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.