Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. I SAMRÆMI við yfirlýsingu sina um sam- einingarmálið hefur stjórn SUF kosið sjö manna nefnd. í nefndinni eiga sæti auk formanns SUF, Eliasar Snælands Jónssonar, og varaformanns SUF, Eggerts Jóhannessonar, eftirtaldir stjórnar menn: Halldóra Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson, Frið- geir Björnsson og Jóhann Antonsson. YFIRLÝSING STJÓRNAR SUF UM SAMEININGARMÁLIÐ OG SKIPUN KONNUNARNEFNDAR Baráttan fyrir nánara samstarfi vinstri aflanna i landinu hefur hafa haft fjöldamörgum öðrum mikilvægum verkefnum að sinna. mjög einkennt starfsemi Sambands ungra framsóknarmanna á undanförnum árum. Þetta baráttumál hefur i almennu tali fengið nafnið „sameiningarmálið” vegna þess, að yfirlýst takmark bar- áttunnar er mótun sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. Fram- sóknarflokkurinn hét þvi á siðasta flokksþingi, i april 1971, að vinna að mótun slíks stjórnmálaafls á þvi kjörtimabili, sem nú er hálfnað. Vonir vinstri manna um, að þýðingarmiklir áfangar myndu nást i þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili, risu mjög hátt eftir siðustu Alþingiskosningar, enda voru sérstakar viðræður milli vinstri flokkanna um málið ákveðnar skömmu eftir myndun nú- verandi rikisstjórnar. Ungt fólk i öllum vinstri flokkunum, og þá ekki hvað sizt i Framsóknarflokknum hefur bundið miklar vonir við þessar við- ræður. Þær vonir hafa enn ekki ræzt. Framsóknarflokkurinn hefur á þessu tæplega tveggja ára tima- bili átt allmarga viðræðufundi með fulltrúum annars vegar frá Alþýðuflokknum og hins vegar frá SFV. Þær viðræður hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu. Sú itarlega málefnakönnun, sem ungt fólk vonast til að færi fram á vegum viðræðunefndanna, hefur ekki verið framkvæmd, þótt spjallað hafi verið um einstök mál. Aiþýðuflokkurinn og SFV náðu samkomulagi um viljayfir- lýsingu, sem samþykkt var á flokksþingum beggja aðila haustið 1972. Ekki er kunnugt um frekari sameiginlegar niðurstöður. Alþýðubandalagið hefur ekki enn tekið þátt i vinstri viðræð- unum. Hér er vissulega um rýra uppskeru tveggja ára starfs að ræða. Ástæðan er einkum sú, að unnið hefur verið að þessum viðræðum með hangandi hendi. Þær hafa staðið milli fáeinna manna, sem Forystumenn i öllum flokkum eru þar i einum báti og jafnsekir. Afleiðingin er sú hörmulega staðreynd, að sameiningarmálið liggur litlu eða engu ljósar fyrir i dag en fyrir tæpum tveimur árum siðan, þegar viðræðurnar hófust. Hin stjórnmálalega þróun í landinu hefur ekki heldur skýrt málið að ráði þessi tvö ár. Þing SUF, sem haldið var á Akureyri i september siðastliðinn fól stjórn sambandsins að vinna ötullega að „sameiningarmálum jafnaðar- og samvinnumanna”. Forsenda þess, að hægt sé að meta raunverulega stöðu sam- einingarmálsins af þekkingu og raunsæi, og tryggja þar með, að allar aðgerðir málinu til framdráttar séu byggðar á traustum grunni, er, að raunveruleg afstaða hinna ýmsu aðila til málsins liggi ljósar fyrir. Stjórn SUF telur það þvi eðlilegt næsta verkefni sitt i málinu að afla sér sem gleggstra upplýsinga um, hvaða viðhorf eru rikjandi meðal yngri og eldri manna i öllum hinum vinstri flokkunum bæði til grundvallaratriða lýðræðissinnaðrar vinstri stefnu og til mótunar sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. Stjórn SUF samþykkir þvi að fela sjö manna nefnd að fylgjast með þróun vinstri hreyfingar á íslandi og kanna þá möguleika, sem á hverjum tima kunna að vera i mótun sameiginlegs stjórn- málaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, sam- vinnu og lýðræðis. Nefndin skal leitast við að afla upplýsinga um viðhorf eldri og yngri manna i öllum hinum vinstri flokkunum til mótunar sliks stjórnmálaafls, og til grundvallaratriða lýðræðissinnaðrar vinstri stefnu. Nefndin skal gefa stjórninni reglulega skýrslu um störf sin. Þær upplýsingar, sem nefndin aflar sér skulu siðan leggjast til grundvallar öllum frekari umræðum og ákvörðunum um hugsan- legar aðgerðir af hálfu ungra framsóknarmanna i sameiningar- málinu. Sjálfstæðisf lokkurinn og malbikið Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf þótt fremur leiðinlegur. Helzt gáfu þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson honum einhvern lit með sér- stæðum og stundum skemmti- legum persónum sinum. Þeir máttu samt ekki við margnum. Nú er sú tið liðin og nýir herrar komnir til sögunnar. Augljóst virðist, að Geir Hallgrimsson hefur orðið ofan á i baráttunni um for- mannssætið, og má hann þakka það meirihluta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sem tók þá ákvörðun, að svo skyldi vera. Hinn almenni sjálfstæðismaður var ekki að þessu spurður, sem bezt kom i ljós á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Skyldi það vera ein- hvers konar tilviljun, að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins er af svipaðri stærð og for- sætisnefnd sovézka Kommúnistaflokksins? Annars hefur Geir Hall- grimsson helzt unnið sér það til frægðar að vera duglegur að malbika i borgarstjórnartið sinni. Allur dugnaður er af- stæöur, og mun frægð Geirs i þessum efnum að miklu leyti stafa af þvi, hvað forveri hans Gunnar Thor, var linur i mal- bikinu. Enda kom á daginn, að Geir vann Gunnar i formanns- slagnum. Sjá má, að æfingin skapar meistarann. Nú kvarta margir Sjálfstæðismenn yfir þvi, að verðandi formaður þeirra sé ákaflega stifur mað- ur og liðamótalaus, brosi sjaldan á ári hverju og eigi bágt með að skilja, þegar menn gera að gamni sinu. Þetta getur allt saman verið rétt. Góður maður var eitt sinn sagður leggjast eins og sósa yfir menningarlif Islendinga. Óneitanlega læðist að manni sá grunur, að formennska Geirs kunni að leggjast á Sjálfstæðisflokkinn eins og malbik yfir götu. Og eins og menn vita getur malbikið orðið æði liflaust og grátt i rigningunni. Við velium mmtel það borgar sig PUldri - OFNAR H/F. < Stðumúla 27 . Reykjavík Símar 3*55-55 og 3-42-00 TÍMINN ER TROMP IVIP ^ ^0 m* Framkvæmir: -J-/ Járnsmíöi - Rennismíði - Álsmíði Vélaverkstæðið Véltak hf' Dugguvogur21 - Sími 86605 - Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.