Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 34

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. Maöur var nefndur Jónatan Smitt. Hann var Breti, og eins og margir landar hansvar hann mikið gefinn fyrir ferðalög í framandi heimsálfum. Hann gerði út leiðangur til Afríku, og var ætlunin að kvikmynda þar villidýr og sjaldséða fugla. Morgun einn, þegar heilt ár var liðið frá því að Smitt tók að ferðast um óbyggðir Afriku, lét hann taka upp tjaldbúðir sínar, sem í nokkra daga höfðu staðið á bakka stöðuvatns, og hugð- ist halda á kunnar nashyrn ingaslóðir. í fylgd með honum voru tveir hvítir myndatökumenn og 35 svertingjar, sem báru farangurinn, sínkkassa, sem í voru filmur, tjöld og viðlegubúnaður, matvæla- birgðir, byssur, skotfæri og fleira, sem nauðsynlegt er í svona ferðalagi. Um hádegisbil var áð. Einn af blökkumönnunum hafði séð hóp af antilópum, og Smitt vildi ná af þeim mynd, þar sem þær sæjust á harðahlaupum, en þær eru afar fótfráar. Mynda- vélinni var komið fyrir í kjarrgróðri, þar sem hún var vel falin. Þó að sverting jarnir hefðu marg- sinnis séð undirbúna myndatöku, gláptu þeir alltaf á myndatökumenn- ina, meðan þeir voru að setja upp vélina og koma henni haganlega fyrir. Er þvi var lokið að þessu sinni, fleygðu þeir sér niður tveir og þrír saman. Smitt tók fílabyssuna og hlóð hana, því hann ætlaði að skjóta úr henni út í loft- ið, og bjóst við, að er anti- lópurnar heyrðu skothvell- inn, mundu þær taka hressilega til fótanna, og svo næði hann þá verulega hrífandi mynd af þessum fallegu dýrum, þar sem þau hentust áfram eins hratt og fætur toguðu. Skotið kvað við, og þá gerðistatburður, sem Smitt hafði alls ekki gert ráð fyrir. Það kom sem sé óboðinn gestur fram á sjónarsviðið, og hann ekki af æskilegra taginu! Um leiðog skothvellurinn dunaði, brast og brakaði í greinum runnanna bak við myndatökumanninn, og svo kom þá geipistór nashyrningur æðandi út úr kjarrinu. Hann hafði sofið í ró og næði í skugganum. Þetta var kvendýr, nas- hyrna, og á hæla henni kom dálítill sonur, ei smáfríður, en líkur ætt sinni, þótt varla sæist votta fyrir neinum hronum á hausnum á honum — enn sem komið var. Nashyrnan hafði heldur en ekki vaknað við vondan draum, er skotið kvað við, og nú hélt hún auðvitað, að veru- leg hætta væri á ferðum. Þegar hún kom þangað, sem sólskinið féll á hana, fékk hún glýju í augun, og varð að nema staðar, stóð og starði ærið píreyg, enda gat varla heitið, að hún væri almennilega vöknuð. En hvað sem því leið, varð heldur en ekki uppi fótur og fit í liði Smitts. Allt í einu voru blökku- mennirnir á bak og burt. Þeir höfðu kastað frá sér byrðum sínum og þotið þangað, sem fáein tré stóðu á strjálingi uppi úr þéttu grasi sléttunnar. Og upp í trén forðuðu þeir sér eins hratt og þeir komust. Myndatökumennirnir fóru að dæmi þeirra, og Smitt varð að gera sér að góðu að haga sér eins, þó það ergði hann. Hann hafði ekki haft nema eitt skothylki í riffl- inum og átti ekki undir að fara að hlaða hann þarna frammi fyrir einu skæðasta dýri veraldar. Þegar nashyrnan hafði loksvanizt birtunni og naut augna sinna, sá hún ekki Nashyrningur hefnir sín annað en kassaskömm, sem stóð gleitt á þrem mjóum fótum. „Já-jæja", hugsaði hún með sér. „Svo það var þessi skrambi, er rak upp þetta öskur, sem vakti mann svona hastarlega. Sá skal fá fyrir ferðina!" Hún blés og hristi sig, setti svo undir sig hausinn og rann á kvikmyndavélina með ógnandi kokhljóði. Hún kom horninu stóra undir vélina og þeytti henni í háaloft. Þegar hún kom niður, heyrðist brothljóð, en það var nú síður en svo, að nashyrnunni þætti nóg að gert. Hún fnæsti vonzku- lega og tróð myndavélina undir fótum sér, og full- orðinn nashyrningur er ærið þungur, svo það var ekki mikið eftir af vélinni, þegar nashyrnan þóttist hafa gengið frá henni eins og vert og maklegt væri. Loks var nashyrnan búin að svala sér. Hún blakaði eyrum og dillaði rófunni makindalega og labbaði sig síðan inn í kjarrið,þ,ar sem hún átti sér volgt ból í háu grasi. Og sonurinn trítlaði á ettir henni, hreykinn af afrek- um hennar. Hann átti mömmu, sem vert var um að tala. Gamla mamma lagðist fyrir og stein- sofnaði, og það gerði sonurinn líka. En víst var Framhald á bls. 39. DAN BARRY Þetta eru aldeilisf^Samt er ég viss góðar móttökur HH’ , . . fara Filipseyiabuar fynr geim-1HÍ,L"lhafa1^aidrei hevr sem kemur aftur.Í5aía y- um geim ''ífprrSir ön ^Þeir hafa sennilegaF Jæja, Eirikur aldrei farið yfirþessiiLarsen, nú er| það rauðatepp Þetta eru ekki villi/^^ikið vildiLJ 7 r'i1 menn. Ekki ef þeir ' ég, að ég skildi, / 'rr* heimili sin\_þá. J\ \\\ 1 \ x:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.