Tíminn - 29.07.1973, Side 18
18
TÍMINN
Sunnu(|agur 29. júll 1973.
Menn og málefni
Skipulagning
ferðamálanna
STJÓRNARANDSTAÐAN er
stundum að gagnrýna það, aö
ekki sé nógu vel staðið að kynn-
ingu á málstað okkar i land-
helgismálinu, meðal erlendra
þjóða. Vist má segja, að æskilegt
hefði verið að þetta kynningar-
starf hefði getað verið öflugra og
kostaö til þess meiri fjármunum,
og mannafla. Hins vegar má
svara stjórnarandstöðunni þvi
um leið, að ýmsum farist en ekki
henni.
Sannleikurinn er sá, að þeir
menn, sem að kynningarstarfs-
semi um landhelgismálið hafa
staðið á vegum rikisstjórnarinnar
sl. 2 ár, hafa skilað ótrúlega
miklu og farsælu starfi og eiga
þakkir skilið fyrir.
Aumleg aðkorha
Viðreisnarstjórnin gaf ekki út
eitt einasta upplýsingarit um
landhelgismál á 12 ára stjórnar-
ferli sinum. Engin upplýsinga-
gögn voru tiltæk, þegar rikis-
stjórn Olafs Jóhannessonar tók
við völdum. Siöan hafa veriö
gefnar út 6 upplýsingagreinar-
gerðir á vegum blaðafulltrúa
rikisstjórnarinnar og tveir lit-
prentaðir kynningarbæklingar og
utanrikisráðuneytið hefur gefið út
hvita bók um málið á ensku og
þýzku. Þar að auki hefur verið
gerð kynningarkvikmynd um
málstað Islands og hefur hún
verið sýnd viða um heim.
Upplýsingaritunum hefur veriö
dreift til 1000 erlendra frétta-
manna, blaöa, timarita, útvarps-
og sjónvarpsstöðva og albióð-
legra fréttastofnana I 130 rlkjum
heims. Þá hafs sendiráö tslands
dreift þessum gögnum og mörg
félög og islenzk fyrirtæki hafa
einnig dreift þessum ritum.
Störf Hannesar
i
' , y ^ *
I siöustu viku var afbragös heyskapartið um land allt og gcngur heyskapur vlða mjög vel og þess dæmi
að bændur séu búnir að að alhiröa tún sin. Myndin sýnir heyi biásið I hiöðu.
og Helga
Hingaö til lands hefur verið
stöðugur straumur erlendra
fréttamanna og hefur mest mætt
á þeim Hannesi Jónssyni, blaða-
fulltrúa rikisstjórnarinnar, og
Helga Agústssyni, blaðafulltrúa
utanrikisráðuneytisins, i þvi
sambandi. Stundum var fjöldi er-
lendra fréttamanna svo mikill
hér, að vikum saman hefur blaða-
fulltrúi rikisstjórnarinnar þurft
að hafa daglega fréttafundi, með
fjölda blaðamanna. Nú er ákveðið
að Helgi Agústsson fari til
sendiráðsins i London i haust
og annist þar upplýsingastarf-
semi. Hannes Jónsson hélt frétta-
mannafund á Lundúnaflugvelli i
gær.
En þetta kynningarstarf á mál-
stað okkar I landhelgismálinu
hefureinnig hvilt mjög á ráðherr-
unum i rikisstjórninni. Er óhætt
að fullyrða það, að engir islenzkir
ráðherrar hafi átt eins mörg við-
töl við erlenda fréttamenn um is-
lenzk hagsmunamál og núverandi
ráðherrar. Þetta starf hefur eink-
um mætt á Ólafi Jóhannessyni,
forsætisráðherra, Einari Agústs-
syni, utanrikisráðherra, og
Lúðvik Jósefssyni, sjávarútvegs-
ráðherra. Hafa þeir allir fórnað
miklu af tima sinum i þetta starf
og hafa rætt við hundruð erlendra
fréttamanna.
Óhætt er að fullyrða það, að Is-
land hefur aldrei verið svo mjög i
sviðsljósinu og jafn oft og mikið i
heimspressunni og á undanförn-
um tveimur árum. Margt fleira
en landhelgismálið hefur að visu
stuðlað að þvi að athyglin hefur
beinzt til Islands. Má þar til nefna
stefnu rikisstjórnarinnar i
varnarmálum, sem sifellt er til
umræðu i erlendum blöðum,
heimsmeistaraeinvigið i skák, i
fyrra,og náttúruhamfarirnar i
Vestmannaeyjum.
Og pakkarnir, sem koma viku-
lega með blaðaúrklippum úr
erlendum blöðum stækka stöðugt
og æ fleiri greinar birtast, sem
skýra islenzk sjónarmið i land-
helgismálinu. Hins vegar er þvi
ekki að neita,að brezk blöð eru
okkur oft andsnúin en upp á sið-
kastið hefur greinilega mátt
merkja einnig þar, að málstaður
okkar á vaxandi fylgi að fagna i
þessum löndum. Hins vegar nefur
Mbl. gefið nokkuð ranga mynd af
undirtektum erlendra fjölmiðla
við okkar málstað, þvi að blaðið
virðist sitja um að endurprenta
aðeins þær greinar i erlendum
blöðum, þar sem beitt er rang-
færslum og missögnum um is-
lenzk málefni.
Ferðamdlin
Timinn i gær og i dag er að
verulegu leyti helgaður
ferðamálum og ferðalögum.
Ferðalög um Island standa nú
hvað hæst á sumrinu og
verzlunarmannahelgin, mesta
ferðahelgi ársins, er fram undan.
Talsvert er rætt um vaxandi
straum erlendra ferðamanna
hingað til lands um þessar mund-
ir og sýnist sitt hverjum. Virðist
sem talsverðra öfga gæti oft i
þessum umræðum.
A ráðstefnu Landverndar i
april s.l. flutti Brynjólfur Ingólfs-
son ráðuneytisstjóri i samgöngu-
ráðuneytinu, mjög gott erindi um
ferðamálin og ræddi m.a. um
þessar öfgar i umræðunum um
þau. t erindinu sagði Brynjólfur
m.a.:
„Þegar rætt er um ferðamál
(tiirisma), einkum ferðir er-
lendra manna hingað til lands svo
og hvers konar skemmtiferðir
innlendra eða erlendra manna
um landið, vakna margvislegar
spurningar.
Eru slikar hreyfingar eðlilegar
og æskilegar og á að stuðla að
þeim? Er hér um þjóðhagslega
athyglisvert mál að ræða, sem
jafnvel gæti orðið veruleg stoð i
efnahagskerfi okkar, eða eru
ferðamenn ógnun við óspíllta
náttúru landsins?
Þegar rætt er eða ritað um
þessi mál, eru skoðanir alla jafn-
an ólikar og oft öfgakenndar.
Aðfinnslu- og aðvörunarraddir
hafa einkum verið háværar i hópi
þeirra raanna, sem kenna sig við
náttúru- og umhverfisvernd. Að
áliti sumra úr þeim hópi eru
erlendir umrenningar að kaffæra
landið og jafnvel er unnið mark-
visst að þvi að falbjóða Fjallkon-
una til fylgilags við hæstbjóðend-
ur. I hópi þeirra, sem mestan
áhuga hafa á eflingu ferðamál-
anna, finnast menn, sem sjá ekki
annað glæsilegra markmið en
gera tsland að fljótandi veitinga-
húsi — barey i Atlantshafinu —
þar sem hanastélsuppskriftir
kæmu I stað gullaldarbókmennta.
Sem betur fer er um aðra kosti
áð velja, langt innan þessara
tveggja endimarka öfganna”.
Ennfremur segir Brynjólfur:
,,Það er skoðun min og ýmissa
annarra, sem kvnnt hafa sér
ferðamál, að ferðamannastraum
ur verði ekki stöðvaður með vald-
boði, miðað við það frjálsa þjóð-
félag, sem við lifum nú i, enda sé
slikt ekki æskilegt.
Hins vegar sé rétt að beina
þessum straumi á skipu-
lagsbundinn hátt i þann farveg,
sem minnstri röskun veldur á
umhverfinu, og hafa auk þess
áhrif á aðstreymið. Þvi er ekki að
neita, að miklum straumi er-
lendra ferðamanna getur fylgt
ýmsilegt miður æskilegt og jafn-
vel varasamt, einkum fyrir fá-
menna þjóð. En jafnframt verður
að hafa i huga, að erlendir ferða-
menn eru ekki nema brot af bvi
fólki sem fer um sveitir og öræfi
tslands á hverju ári. Nægir i þvi
sambandi ,að benda á, að
Flugfélag tslands hf. og leigu-
flugfélög fluttu á árinu 1971 um
150 þúsund farþega, dagleg
meðalumferð bifreiða, var
sumarið 1971 hátt á annað þúsund
bifreiðar um Hellisheiði, yfir 600
austan Selfoss, um 400 við
Ingólfsfjall ofan við vegamótin
móts við Selfoss, nær 1000 á
Vesturlandsvegi i Hvalfirði, um
1150 á Moldhaugnahálsi við Eyja-
fjörð og hátt á fjórða hundrað
bifreiðar daglega i Ljósavatns-
skarði. Að visu er hér að nokkru
leyti um vöruflutningabifreiðar
að ræða, bæði stórar hópferða- og
sérleyfisbifreiðar og einkabif-
reiðar.
Sama ár 1971, var tala allra er-
lendra ferðamanna, sem til
landsins komu, aðeins liðlega 60
þúsund, og meðal dvalartimi var
4,9 dagar. Það virðist þvi augljóst
að hvorki heilartala erlendra
ferðamanna né dvalartimi nægja
til að hluti þeirra i þessum mikla
umferðarstraumi, sem um landið
fer, geti verið nema óverulegur,
og öll rök hniga að þvi, að lands-
menn séu þar sjálfir I miklum
meirihluta. Lokun landsins fyrir
erlendum ferðamönnum er þvi
ekki aðeins óraunhæf náttúru-
vernd af þeim orsökum, sem ég
gat um áður, heldur einnig vegna
þess, að spjöll þau, sem hljótast
af ferðafólki, eru fyrst og fremst
unnin af Islendingum sjálfum.
Fjöldi erlendra ferðamanna, sem
nú kemur tii tslands árlega, er
hins vegar enn langt undir þvi
marki, sem hættulegt getur talizt
fyrir land okkar og menningu.
Við nánari athugun málsins
hlýtur að vera ljóst, að miklu
hættulegra er að opna allar gáttir
fyrir óskipulegum ferðamanna-
straumi eftirlitslaust heldur en að
vinna skipulega að hæfilegri þró-
un og uppbyggingu á hlutdeild Is-
lands i hinum mikla alþjóðlega
ferðaþjónustumarkaði.
Skipulag ferðamálanna á þann-
ig að beinast að þvi að tryggja, að
til sé i landinu nauðsynleg að-
staða til að uppfylla eðlilegar
þarfir ferðafólks og efla þann þátt
atvinnulifs okkar og auka á fjöl-
breytni. Þarfir ferðamannsins
eru margvislegar og ná áhrif
þeirrar eftirspurnar, sem hér
skapast, langt úr fyrir þrengri
mörk hugtaksins „túrismi” eða
ferðamál. Eftirspurn ferða-
mannastraumsins hefur örvandi
áhrif á beinan eða óbeinan hátt á
framleiðendur alls þess,sem
ferðamaðurinn þarfnast. Við það
bætist einnig, að ferðamenn al-
mennt gera tslendingum kleift að
halda uppi betra og fullkomnara
samgöngukerfi við umheiminn en
nokkur kostur er á, ef einungis
væri um islenzkan heimamarkað
að ræða.
1223 milljónir
kr. 1971
A árinu 1971 komu hingað tæp-
Innlendir ferða
menn í miklum
meirihluta
lega 61.000 feröamenn (farþegar
skemmtiferðaskipa ekki taldir
með), og var aukningin frá árinu
1970 14,8%. A árinu 1972 nam tala
erlendra ferðamanna á sama hátt
liðlega 68 þúsundum, sem var
12% aukning frá 1971. Meðal-
aukning siðustu árin hefur verið
14—15% árlega. Beinar og óbein-
ar gjaldeyristekjur af ferða-
mannaþjónustu eru áætlaðar 1971
alls 1223 millj. kr„ sem er 9,3% af
heildarútflutningsverðmæti
Islendinga það ár. Ferðamálin
eru þvi nú þegar orðin verulegur
þáttur i efnahagslifi okkar, og ber
að veita þeim viðurkenningu og
stuðning sem einum af atvinnu-
vegum tslendinga.
Það er hlutverk rikisvaldsins
að sjá um, að atvinnugreinum sé
ekki mismunað innbyrðis og fjár-
festingarsjóðir þeirra verði ekki
undir i kapphlaupinu við einka-
neyzlu, heldur sé hlúð hæfilega að
þeim og atvinnugreinunum sköp-
uð viðunandi vaxtarskilyrði.
Mikið hefur skort á, að nægilega
vel væri búið að fjárfestingarsjóði
ferðamálanna, Ferðamálasjóði,
og hefur opinber stuðningur við
hann verið alls ófullnægjandi,
þótt ekki sé stund né staður til að
rekja þá sögu nánar hér.
Nú stendur yfir könnun á is-
lenzkum. ferðamálum á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Ég verð,
vegna ýmissa villandi fullyrðinga
um tilgang þessarar könnunar, að
leggja áherzlu á, að megintil-
gangur hennar er að safna upp-
lýsingum um leiðir til lengingar
ferðamannatimabilsins vor og
haust og gera áætlanir um fram-
tið þessara mála I heild og auð-
velda þannig almenna stefnu-
mörkun.
Ekki
„fjöldatúrismá"
Bráðabirgða niðurstöður eru
þær, að með áframhaldandi fjár-
magnssvelti þessa atvinnuvegar
stöðvist aukning ferðamanna-
fjölda til tslands árið 1976. Með
tilteknum ráðstöfunum sé unnt að
gera ráð fyrir liðlega tvöföldun,
eða um 150 þúsund erlendum
ferðamönnum árið 1980, og
tilsvarandi aukningu gjaldeyris-
tekna.
Eins og nú er hefur tsland mest
aðdráttarafl á einstaklings-
hyggjumenn, sem hið erlenda
firma, er að ferðamálakönnun-
inni stendur, kallar „rjómann á
ferðamannamarkaðinum”.
Einkenni meirihluta erlendra
ferðamanna, sem vitja tslands,
er, að þeir eru fremur ungir, hafa
áhuga á útilifi og kippa sér ekki
upp við ýmis konar ytri erfið-
leika, jafnvel fagna þeim sem
nýstárlegu ævintýri. Þetta fólk er
yfirleitt vel siðað og menntað og
yfir meðallagi að efnum. Flestir
hafa áhuga á jarðfræði og jarð-
sögu, fuglaskoðun jurta- eða
grasasöfnun, sögu þjóðarinnar,
ijósmyndun og siðast en ekki sizt
hinni ósnortnu náttúru landsins.
Island er i þeirra augum nýstár-
legt og ólikt öðrum löndum.Þó fer
þvi viðs fjarri, að áhugi á sér-
kennum tslands og á íslenzku
þjóðinni sé það almennur erlend-
is, að fólk biði þar i biðröðum eftir
farkosti hingað, hvað sem það
kynni að kosta. Siður en svo —
sérkenni tslands eru þess eðlis, að
þau hafa aðeins aðdráttarafl fyrir
takmarkaðan hóp fólks, og mikla
kynningarstarfsemi þarf til að
laða það hingað. Vegna norðlægr-
ar hnattstöðu og óútreiknanlegs
veðurs eru engar likur á fjölda-
túrisma. Að stefna að sliku er
ekki aðeins tilgangslaust heldur
óæskilegt fyrir tsland, þar sem
slikt stórstreymi ferðamanna
myndi spilla þvi sem verðmætast
er fyrir landið, það er fámennið
og ómenguð og óspillt náttúra
þess”.
— TK.