Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 29. júli 1973. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Kjölfestan í Keflavíkurlið- inu og fyrirliði landsliðsins GENGIÐ AF LEIKVELLI ... GUDNI KJARTANSSON, GRÉTAR MAGNGSSON og MAGNÚS TORFASON, ganga af leikvelli, eftir erfiöan leik gegn Everton á Laugardalsvellinum. Sá varnarleikmaður, sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra leikmenn, er leika i öftustu vörn i islenzkri knattspyrnu, siðan Ellert Schram lagði skóna á hilluna, er Guðni Kjartansson frá Keflavik. Guðni þessi 26 ára gamli leikmaður, hefur háð marga hildi á knattspyrnuvöllum bæði heima og erlendis. Sökum prúðmennsku sinnar er hann ekki einn þeirra leikmanna, sem eru mest áberandi, en jafnan er það svo, þegar dæmið er gert upp eftir leiki, hvort sem það eru leikir Keflavikur-liðsins eða landsliðsins, að nafn hans er ofarlega á lista yfir beztu leikmennina. Prúðmennska Guöna er ekki einvörðungu bundin við knatt- spyrnuvöllinn. Yfirlætislaus framkoma hans utan vallar sem innan, gerir það að verkum, að litið er á hann, sem sérstaka fyrirmynd annarra iþrótta- manna. Það er ekki þar með sagt, að Guðni sé skaplaus. Islenzkir knattspyrnuáhorfendur hafa fengið að kynnast þvi, að hann er þéttur fyrir og sleppir and- stæðingunum ógjarnan inn fyrir sig. En samt er það svo, að hann verkar ekki á áhorfendur sem grófur leikmaður. Einmitt i þvi er snilld góðs varnarmanns fólgin. Meistaraf lokksleikmaöur í tæpan áratug Þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefur Guðni verið meistara- flokksleikmaður i tæpan áratug, og fastur landsliðsmaður siðan 1967. Og það væru öfugmæli að halda þvi fram, að þessi ár hafi verið viðburðasnauð. Kefl- vikingar hafa verið stórveldi i islenzkri knattspyrnu allan þennan tima, ýmist íslandsmeist- arar eða i efstu sætunum i 1. deild, en það hefur veitt þeim rétt til þátttöku i Evrópubikar- keppninni. 1 þeirri keppni hafa Keflvikinar ekki dregizt á móti andstæðingum af verri endanum, og nægir i þvi sambandi að nefna Real Madrid, Everton og Tottenham. Það hafa þvi ekki alltaf veriö auðveld verkefni, sem Guðni og félagar hans i Kefla- vikur-vörninni hafa fengið að glima við. En Keflavikur-- vörninni hefur blessunarlega tekizt að halda aftur af frægustu sóknarleikmönnum Evrópu, og það er ekki sizt verk Guðna Kjartanssonar. Hótuöu að skora 50 mörk — skoruðu 6. Eins og öðrum leikmönnum Keflavikur sem þátt tóku i Evrópubikarleiknum 1971 gegn Everton á Goodison Park vellin- um i Liverpool, er sá leikur Guðna mjög minnisstæöur. Catterick, framkvæmdastjóri Everton, viðhafði þau ummæli við blaðamenn fyrir leikinn, að Everton væri ekki aðeins stað- ráðið i að vinna leikinn, heldur myndu leikmenn liðsins leggja sig alla fram um að skora eins mörg mörk og mögulegt væri, helzt 50. Eins og kunnugt er, stóðu leik- menn Catteri’cks ekki við þetta fyrirheit. Keflavikur-liðið stóð sig ljómandi vel og náði forustu i leiknum, og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins, að Everton tókst að jafna og ná for- ustu, en lokatölur leiksins urðu 6:2. 'Þótti frammistaða Kefla- vikur-liðsins mjög góð, og þá ekki sizt varnarleikmannanna og markvarðarins, Þorsteins Ölafs- sonar. Guðni stjórnaði vörninni i þessum leik, en sókn Everton stjórnaði sá frægi Alan Ball. Leik- menn 1. deildar kynntir A VHATE HART LANE.... heimavelli Tottenham. Raiph Coates spyrnir aö marki Keflvfkinga — Guöni (5) til varnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.