Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 29. júlí 1973.
Sterka
kynið?
Karlmönnuin ber aö vcra at-
hafnasamir, metnaðargjarnir,
aikastam iklir og sjálfstæftir. I>eir
eiga að vera stórir og sterkir og
kunna ráð við hverjuin vanda.
Þeir eiga að vernda konuna og
bera meginábyrgð á fjárhag fjöl-
skyldunnar. Þeir eiga að komast
áfram i lífinu.
Nú þegar konan krefst frclsis til
að velja og hafna hvort hún tekur
að sér hið gamla, kynbundna
hlutverk sitt, gleyma margir að
maðurinn er eins rigbundinn af
sinu rótgróna hlutverki og hún af
sinu. Hann er jafnf jötraður af þvi
sem vænzt er af „sterka kyninu”
og konan af sinu venjubundna
hlutverki.
Karlmenn eiga að sýna sjálfs
stjórn. Þeir eiga að standa sig
hvað sem i skerst. Þvi fá þeir
sjaldan tækifæri til að sýna
hvernig þeim raunverulega er
innanbrjósts. Þeir verða kannski
ekki eins eðlilegir og konur og
gera minna af þvi að tala um til-
finningar sinar. Hins vegar venj-
ast þeir á að vera valdsmannsleg-
ir i fasi.
Konur notfæra sér oft þetta
venjubundna hlutverk karl-
mannsins. Þær hafa e.t.v. til-
hneigingu til að hlaupa til hans i
hvert sinn, sem eitthvað fer af-
laga — hvort sem um er að ræða
hagnýt vandamál eða önnur, og
ætlast til að maðurinn taki á sig
ábyrgðina. Erfitt er að brjóta
þessar venjur á bak aftur.
Það er miklu erfiðara fyrir
karlmann að vera heima og gæta
bús og barna, en fyrir konu að
fara út i atvinnulifið. Hann getur
ekki tekið að sér hálfsdagsvinnu
án þess að til árekstra komi — Þú
ert karlmaður, þú átt að komast
áfram i lifinu.
Til að verða við þeim kröfum,
sem gerðar eru til þeirra, velja
margir karlmenn að helga sig al-
gjörlega starfi sinu. Margir verða
haldnir streitu, vanrækja konu og
börn — og sjálfa sig lika.
Þeir menn eru þó til, sem leiðist
að vera stórir og sterkir alla tið.
Mörgum finnst erfitt að bera einir
ábyrgð á fjárhagsafkomu fjöl-
skyldunnar og þeim er iþyngt af
að þurfa að taka allar mikilvægar
ákvarðanir á heimilinu. Margir
karlmenn fagna uppreisn kon-
unnar, þvi hún kann að losa þá við
helminginn af ábyrgðinni.
Margar konur telja karlmenn
ekki skilja tilfinningar þeirra. En
grundvöllur tilfinningalifs karla
og kvenna er lagður með ólíkum
hætti allt frá bernsku. Piltar og
stúlkur hljóta ólikt uppeldi. Stúlk-
ur keppastum hver þeirra er bezt
að leika konu: hver sé sætust,
hver eigi fallegustu föt o.s.frv.
Þær fá brúður til að leika sér
með, svo þær eru ekki andartak i
vafa um hvað biði þeirra þegar
Karlmenn eiga að sýna s.iálfsstjórn.I>eir eiga
aö „herða sig upp.” Þeir eiga alltaf að vera
stórir og sterkir. Þeir eiga að ná frama, og á
þeim hvilir mest ábyrgð. Þeir geta ekki ráðið
sig i hálfsdagsvinnu, — eða verið heima og gætt
bús og barna, ef þá langar til. Karlmaður á
ekkert val. Hiutverkaskipti kynjanna er ekk-
ert grin, — ekki heldur hvað karlmanninn
snertir.
Paul Moxnes sjálfræðingur
þær stækka: að giftast, hugsa um
börn og heimili. Piltar keppa á
öðrum vettvangi. Þeir fá
mekkanó í afmælisgjöf og
Iþróttaútbúnað í jólagjöf. Með
öðrum orðum, þeirra staður er
íþróttavöllurinn, þeir eiga að
hafa áhuga á tækni. Ef eitthvað
veitist erfitt læra drengirnir að
„bita á jaxlinn” og fara ekki að
gráta, meðan stúlkum leyfist að
vera svolitið aumar. Arangurinn
kann að verða sá, að piltar bæli
niður tilfinningar sinar siðar i lif-
inu.
En hér skulum við spyrja sér-
fræðing álits.
— Það er rétt að karlmenn
sýna siður tilfinningar sinar en
konur, segir Paul Moxnes sál-
fræðingur. T.d. er munur á
hvernig konur og karlar láta i
ljósi hræðslu. Svo virðist sem
konur þori oftar að sýna að þær
séu hræddar, en karlmenn hafi
meiri tilhneigingu til að fela ótt-
ann að baki yfirborðsmannaláta.
Máltækið að taka þessu eða hinu
karlmannlega endurspeglar
þessa hreystimennskuafstöðu. En
að taka hlutunum eins og maður,
merkir oft aðeins að bæla niður
óttann. Það má m.a. gera með þvi
að spenna vöðvana. Fleiri karlar
en konur bregðast þannig við ef
þeir verða hræddir eða óöruggir
— þeir spenna vöðvana svo þeir
mynda e.k. likamlega brynju.
Þannig verður til hermannlegt,
■hreystilegt fas þeirra — þeir
herða sig upp, gera sig sterka og
tilfinningalausa.
— Getur slik karlmennska
breytzt i tilfinningakulda þegar
timar liða?
— Ekki endilega Karlmenn
eiga sér auðvitað tilfinningar,
en svo virðist sem þeir gefi
þeim sjaldnar lausan tauminn en
konur, og sýni sjaldnar að þeir
láti mótlæti á sig fá. Þetta kemur
m.a. fram i sálfræðilegum próf-
um, svo sem Rorschackprófinu,
sem er þannig að manninum eða
konunni er sýnd afstrakt mynd og
hann eða hún beðin að segja af
hverju hún sé. Konur tengja til-
finningar i rikari mæli myndefn-
inu og láta það i ljós. En karl-
menn blanda tilfinningum ekki
svo mjög i prófið. Þeir sjá hvers-
dagslegri atriði út-úr myndinni.
En hins vegar eru þeir oft spennt-
ari en konurnar meðan á prófinu
stendur. Þeir láta bara ekki til-
finningarnar koma upp á yfir-
borðiö.
— Hvetja konur karla til að
vera stórir og sterkir?
— Já, oft gera þær það. Og
segja má að konan hagnist að
vissu leyti á þvi að leika sitt arf-
bundna hlutverk. Ef hún læzt
vera veik og skirskotar til þess