Tíminn - 29.07.1973, Page 39

Tíminn - 29.07.1973, Page 39
Sunnudagur 29. júll 1973. TÍMINN 39 0) Barnasagan hann kom niður. En aldrei náði ég boltanum. Þetta þótti mér fjarska skemmtilegur leikur. Loks varð ég þreyttur á að hoppa og hlaupa. Svo var ég lika orðinn ósköp þyrstur. Ég fór fram i eldhús til þess að fá mér mjólk að drekka. En hugsið ykkur. Haldið þið ekki að Björn hafi gleymt að láta mjólk i skálina mina. Það var ekki dropi i henni. Og ég var svo þyrstur. Ég var alveg frávita. Ég fór til Björns, mjálmaði og bað eins fallega og ég gat um eitthvað að drekka. En Björn skildi ekki neitt. Hann hristi bara höfuðið og hélt áfram að lesa. Þá néri ég mér upp við fætur hans og bað: „Viltu gefa mér mjólk að drekka, viltu gefa mér svolitla mjólk að drekka? „En Björn varð alveg hissa á þvi, hvernig ég lét. Hann skildi ekki neitt. Og svo fór hann upp i herbergið sitt. Og þarna stóð ég með þurrar kverkarnar. Ég var alveg að sálast úr þorsta. Og enginn skildi mig. Þá datt mér i hug að fara inn i borðstofu. Það var nýbúið að leggja á borðið — og viti menn! Á borðinu stóð kanna full af mjólk. Og ég var ekki seinn á mér þá. Ég stökk i einu vetfangi upp á borðið, læsti klónum i röndina á könnunni — og drakk. Ó, hvað ég drakk. En allt i einu kom mamma Björns inn i borðstofuna. Og svipurinn á henni. Hann var ljótur. Hún leit hvasst á mig og sagði: „Kisa þó! Þú ættir að skammast þin. Þjófurinn þinn, ferðu upp upp á borð og stelurðu mjólk úr könnunni. Aldrei hefði ég trúað þessu á þig. Út með þig, ólánið þitt!” Svo þreif hún mig og kastaði mér út fyrir dyrnar. Og þarna mátti ég standa úti, mjálmandi og grátandi, i meira en heila klukku- stund. Og þegar ég loksins fékk að stiga minum fæti inn fyrir dyrnar, byrjaði Björn að skamma mig. Ég reyndi að skýra þetta allt saman fyrir honum. En ekkert dugði. Hann skildi ekkert. Svo skreið eg i hlýjuna við arininn. Mér leið voðalega illa. Ég var alveg eyðilagður. Allt i einu kom mamma Björns framan úr eldhúsinu og sagði heldur byrst: „Björn! Þetta er allt þér að kenna. Þú átt sök á þessu öllu saman. Ég hefði átt að reka þig út, en ekki kisu. Það var ekki að undra, þótt kattargreyið fengi sér mjólkurdropa. Þú hefur gleymt að láta mjólk i skálina hennar”. Ég varð glaður, þegar ég heyrði þetta. Svo sannarlega varb ég feginn. Björn tók mig nú i fangið, klappaði rnér og strauk. Hann bað mjg fyrirgefningar á þessum ósköpum. Svo gaf hann mér lika fiskbúðing og eins mikla mjólk að drekka og ég gat i mig látið. Mikið leið mér vel. Þegar ég var búinn að borða mig saddan, stökk ég upp á hnén á Birni og fékk að liggja þar, meðan Björn var að lesa lexiurnar sinar. Hann klóraði mér bak við eyrun og strauk mér öllum hátt og lágt. Ég malaði af ánægju. Það eru ekki margir kettir, sem liður eins vel og mér. Það er ég viss um. Björn lofaði mér þvi, að han skyldi aldrei gleyma að gefa mér mjólk að drekka. Svo spurði hann mig, hvort ég vildi lofa þvi að stela aldrei oftar mjólk. „Mjá!” sagði ég. Og þessi loforð höfum við báðir haldið alla tið siðan. 0 Ballett mjög fáir góðir ballettskólar. Það verður þvi að fá dansara annars staöar frá. Ballettflokkar og/eða leikhús eru starfandi i nánast hverjum bæ, þannig að atvinnu- möguleikarnir fyrir ballettdans- ara i Þýzkalandi eru geysimiklir. — Það var t.d. dálitið broslegt, segir Sveinbjörg, hvað snertir framlag Þjóðverja til hátiðarsýn- ingarinnar („Fanfare for Europe”), sem haldin var i Man- chester i tilefni inngöngu Breta i Efnahagsbandalag Evrópu. Fjór- ar þjóðir þ.e. England, Danmörk, V-Þýzkaland og Holland áttu að sýna ballett á þessari hátið. Var Gray boðið að semja tvidans, sem vera skyldi framlag V-Þýzka- lands. Það gerði hann, og dansaði ég i þessum tvidansi með Ung- verja sem mótdansara. Aðstand- endur hins „þýzka framlags” voru sem sagt Nýsjálendingur, Islendingur og Ungverji! Dansaði Júliu i Bonn Ákveðin að vera áfram Þess má geta, að ballettflokkn- um i Manchester leizt svo vel á verk Grav Veiedons, aö hann hef- ur boðiö honum að koma og semja fyrir sig dansa. Að sögn Vere- don s hefur hann ekki tekið ákvörðun um það boð enn þá. Þá hefur honum boðizt að semja dans fyrir ballettflokk á Filipps- eyjum og einnig að setja á svið „Moses und Aron” i Hamborg i vetur. Vinnur hann að þvi verk- efni um þessar mundir, — ásamt fleiri verkefnum. — Hvað um þig, Sveinbjörg, hefur þú fengið einhver danstil- boð? — Það er ekki mikið um það. Ég hef valið mér sjálf störf og starfs- vettvang. I nóvember á siðasta ári dansaði ég þó i boði ballettsins i Bonn hlutverk Júliu i „Rómeó og Júlia” og auk þess dansaði ég þar i 3 ballettum á siðastliönu ári. — Einnig var mér fyrir tveim árum boðið starf sem sólódans- mær við ballettflokk i Munchen. I vor bauð John Neumeier, stjórn- andi Frankfurt-ballettsins, mér að dansa sólóhlutverk i óperunni „Tannhauser” á þekktustu óperuhátið Þýzkalands, „Wagner-hátiðinni”, i Beiruth i sumar. En ég afþakkaöi boðið, — fannst meira viröi og nauösyn- legra að fá sumarfri á tslandi. — Og ykkur likar þaö vel við ballettinn i Köln, að þið hyggist vera viö hann áfram? — Já, okkur likar mjög vel þarna og erum ákveðin i þvi að vera áfram. Þaö væri of sterkt til oröa tekiö að segja ,,um ókomna framtlö ”, þvi aö i starfi sem þessu eru miklár hræringar, segir Sveinbjörg. — Viö það bætist, skýtur Vere- don inn i, — að okkur er mjög um- hugað um að sjá þennan ballett- flokk, sem við áttum þátt i að stofna, þróast og dafna. Engin Prímadonna /,Demókratí"! — Hvað er segja um „toppa” i flokknum. Hafið þiö primadonnu? — Nei, um slikt er ekki að ræða hjá okkur, segir Veredon. — Við leggjum aftur á móti höfuð- áherzlu á „demokratisk” vinnu- brögð, byggjum mest upp á heild- inni. Við reynum þannig i nær öll- um okkar verkum að leggja áherzlu á, að öll hlutverkin séu jafn þýðingar- eða veigamikil. Engu að siður hefur höfuðþunginn oftast hvilt á Sveinbjörgu. Ef til vill á þetta jafnræði, ásamt sam- blandi ýmissa þjóða, hvað mest- an þátt i þvi að skapa hið góða andrúmsloft, sem rikir i flokkn- um. — Er starf ykkar vel borgað? — Nei, ekki er hægt að segja það. Alla vega er það ekkert til að auðgast af, en maður kemst vel af af þvi. — Hvernig verjið þið ykkar fri- stundum? Hafið þið einhver önn- ur áhugamál en ballettinn? — Ballettinn er og verður okkar aðaláhugamál, enda er ekkert rúm fyrir annað, segir Svein- björg. Maðurinn er að vinna frá 10 til 10 og á öörum timum er hann oftast önnum kafinn við undirbúning að nýjum verkefnum eða að semja. Þá þurfum við einnig tima til að sinna heimili okkar i Köln og barni. Sem sagt: ballettinn og heimilið, — það næg- ir okkur alveg. — Hvar teljið þið, að ballettinn sé þróaðastur og beztur i heimin- um i dag? — Það er alltaf matsatriði, „hver sé beztur”. En bæði skólarnir og dansflokkarnir i New York, Rússlandi og London hljóta að teljast i fararbroddi i heimin- um i dag. Kaupmannahafnar- ballettinn var mjög framarlega, en hefur heldur hrakað á siðari árum. Þýzki ballettinn stendur og framarlega. — Og innan Þýzkalands? — Ef nefna ætti nokkra þá beztu i V-Þýzkalandi, yrðu það að likindum ballettarnir i Suttgart, Berlin, Frankfurt og Köln. Koma þau „74"? — Svo að viö snúum okkur litið eitt að Islandi. Hafið þið séö Is- lenzka dansflokkinn? — Nei, segir Sveinbjörg, — við erum rétt komin úr ferð utan af landi og höfum þvi ekki komið þvi við að sjá hann. En við höfum mjög mikinn áhuga á þvi og ætl- um að sjá hann áður en við förum út. Og það er afar gleðilegt til þess að vita, að hér sé loks búið að skapa aðstöðu fyrir sýningum á ballett, þvi þá fyrst getur hann farið að þróast. —-Gætirðu hugsað þér að koma heim i framtiðinni og starfa við islenzkafi ballett? — Ef aðstaða verður fyrir hendi, er fyllilega mögulegt, að til þess gæti komiö. — Megum við ef tii vill eiga von á Tanz-Forum i heimsókn ein- hvern tima i náinni framtið, Sveinbjörg? — Þvi kki það? Við hjónin höf- um alla vega mjög mikinn áhuga á þvi að koma hingað og sýna á næsta ári, þjóðhátiðarárið. Þessa daga, sem við höfum dvalið hér heima, hefur Gray reynt að kynna sér tónlist eftir ung, islenzk tónskáld, klassiska, elektróniska, beat og yfirleitt hvers konar tón- list með það i huga að sem ja dans tileinkaðan þjóðhátiðarárinu, og yrði efni hans þá með þjóðlegu sniði. Enn eru þetta aðeins hug- myndir okkar og langanir, hvað sem verður, segir Sveinbjörg að lokum. —Stp Aðstoðarstúlka óskast við rannsóknir til hjálpar gestkomandi kanadiskum prófessor, frá 7. september i 2-3 vikur all- an daginn, og siðan öðru hverju hluta úr degi. Starfið felur i sér nokkur ferðalög um ís- land, söfnun á gróðursýnishornum, skýrslugerð og túlkun á ensku og islenzku. Laun greidd ásamt útgjöldum. Ákjósan- legur aldur frá 21-35 ára. Varðandi viðtal, þá sendið bréf með upplýsingum til: Dr. C. Pfeiffer Faculty of Medicine, Memorial University of Newfoundland, St. John's, Newfoundland, Canada. KALT BORÐ í HADEGINU BLÓMASALUR LOFTLBÐIR VlKINGASALUR ■\ BORÐAPANTANIR I SIMUM 22321 22322 BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.