Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 3 Frumteikning aö varöhaldsfangelsinu viö Tunguháls. NYJU VARÐHALDSFANGELSI ÆTLAÐ- UR STAÐUR í ÁRBÆJARHVERFI SENNILEGA verður byrjaö aö byggja nýtt varðhaldsfangelsi á næsta ári. Þetta verður allmikið hús eöa um 10.000 rúmmetrar á tveim hæöum. Þvi er ætlaður staður viö Tunguháls i Árbæjar- hverfi, þótt enn sé ekki formlega búiö aö úthluta lóöinni, sem taiiö Helgarveðrið Skúrir á S- og V-landi, rigning á N- og A-landi ÓV-Reykjavik: Veöriö um helg- ina veröur heldur i kaldara lagi miöaö viö árstima, sagöi Páll Bergþórsson, veöurfræöingur, i viötali viö fréttamann biaösins I gær. Búast má viö austlægum kalda eöa strekkingi um land allt, liklega f jögur vindstig eöa þar um Fellshlíð hlaut verðlaunin I frásögn af bændadegi Eyfiröinga i blaðinu á miö- vikudaginn varð nokkur ruglingur á bæjanöfnum og rétt á frásögnin aö vera þannig: Búnaöarsamband Eyjafjarðar veitti verölaun og viöurkenningar fyrir snyrtilega umgengni viö sveitabæi. Verölaunin, um- feröarlampann, hlaut Fells- hliö i Saurbæ, en þar búa hjónin Guðrún Kristjáns- dóttir og Jón Kristjánsson. Viðurkenningu hlutu Ytrafell i Hrafnagilshreppi, Sakka i Svarfaðardal og öngulsstaö- ir II. Auk þessa veitti Skóg- rækt Eyjafjaröar verölaun fyrir fegurstan skrúögarð og reyndist sá vera aö Mööru- völlum II I Hörgárdal. bil, sagöi Páll, og skúrum. A milli þeirra er vonargiæta um sólskin, helzt sunnan- og vestanlands. Á Noröur- og Austurlandi verö- ur heldur dimmara yfir og jafnvel rigning. Hitastig verður undir meöallagi, 12-13 stig sunnan- og vestanlands og 9-10 stig austan- lands og norðan. er að þurfi aö vera um 16.000 fer- metrar. Þegar hafa verið lagðar fram frumteikningar aö útliti og gerð hússins, þótt ekki sé þaö fullhann- aö aö öllu leyti. í þvi veröa klefar handa 50 varðhaldsföngum, og þvi er ætlað að verða gæzluvarð- haldsdeild rikisfangelsisins, sem á að risa við Úlfarsá. Varðhaldsfangelsiö mun fyrst og fremst hýsa fanga af suð- vesturhorni landsins, en sennilegt er þó að þar veröi einnig fólk utan af landi, þvi að hvergi mun hægt aö koma varðhaldsföngum undir þak úti á landi, annars staðar en á Akureyri. 1 húsinu veröa auk fangaklefa og göngugarða handa föngum, skrifstofur, viðtalsherbergi lækna og ráðgjafa, föndur- og vinnuher- bergi, svo aö nokkuö sé talið. Rikiö greiöir allan byggingar- kostnað, eins og þvi ber sam- kvæmt þeim breytingum, sem gerðar voru á lögum um þetta efni á siöasta þingi, en þá var samþykkt að rfkissjóöur kosti hús af þessu tagi. Erfitt mun að áætla byggingar- kostnaðinn, þvi að varðhalds- fangelsi hefur ekki verið reist hérlendis um aldar skeið eða siðan komið var upp hegningar- húsinu við Skólavörðustlg og þess vegna hafa menn enga reynslu sem hægt væri að styðjast við hvað byggingarkostnað áhrærir. Þó er ætlað, að húsið muni vart kosta minna en 60 milljónir króna. Hið aldargamla hegningarhús viö Skólavörðustig eða Steinninn eins og það er oft kallað i daglegu tali verður enn um sinn notað tii fangageymslu ásamt Siðumúla- fangelsinu. HHJ AAesta frímerkjasýnlng á íslandi hefst 31. ágúst Sýnir þróun íslenzkra frímerkja í 100 ár t LOK þessa mánaöar, eöa 31. ágúst, veröur opnuö i myndlista- húsinu á Miklatúni stærsta sýn- ing, sem haldin hefur veriö á is- lenzkum frlmerkjum. Þessi sýn- ing, sem stendur til 9. september, er haidin til aö minnast þess, aö 100 ár eru liöin frá útgáfu fyrstu Islenzku frimerkjanna. Póst- og simamálastjórnin skipuleggur sýninguna, sem hef- ur þann megintilgang, að gefa yf- irlit yfir þróun islenzkra fri- merkja i eina öld. Auk þess verð- ur gefið yfirlit yfir hvernig fri- merkjum er safnað. Póst- og simamálastjórnin mun sýna það merkasta, sem hún á i fórum sinum, á sýningunni, og ber þar hæst Islenzkt frimerkja- safn — svonefnt Hans Hals-safn — sem keypt var fyrir aldarfjórð- ungi, en þetta safn er mjög þekkt meðal frimerkjasafnara. Þá munu póststjórnir á Noröurlönd- um senda valin söfn til sýningar- innar, og eins mun Þjóðminja- safnið sýna það forvitnilegasta, sem þar er varðveitt af islenzkum frimerkjum. Akveðið er, að á sýningunni verði sérstök heiðursdeild, þar sem sýnd verða söfn þeirra manna, sem vitað er að eiga bezt islenzk frlmerkjasöfn. Þá verður einnig sérstök sam- keppnisdeild, þar sem til sýnis veröa athyglisverðustu söfnin úr þeirri samkeppni meðal inn- lendra safnara, sem efnt er til i sambandi við sýninguna. Sam- norræn dómnefnd dæmir i keppn- inni, og úthlutar gull-, silfur og bronzverðlaunum, og verða verð- laun veitt bæði i heiðursdeild og samkeppnisdeild. A hverjum degi sýningarinnar verður sérstök dagskrá, fyrir- lestrar og myndasýningar, og verða fyrirlesarar bæði innlendir og erlendir. Einnig verður gefin út sérstök saga islenzka frimerkisins, en Jón Aðalsteinn Jónsson, cand. mag., vinnur að samningu þeirr- ar bókar. Verður þar greint frá öllum útgáfum islenzkra frl- merkja og birtar litmyndir af þeim. —EJ. nní i ii , Í M ,Ln VEIÐIHORNIÐ haföi sam- band viö Gunnar Björnsson, matsvein i veiöihúsinu viö Laxá I Dölum og spurði hann frétta úr ánni. Bandarík ja mennirnir latir — en veiðin góð Gunnar sagði, að veiðin hefði gengið vel I ánni það sem af er og væru nú komnir á land um 560 laxar á sex stang- ir. Veiðitlmabiliö hófst 20. júnl og voru það Islendingar sem veiddu I ánni faman af, en siðast liðinn mánuð hafa Bandarlkjamenn verið I ánni. Hafa þeir komið I hópum og dvelur hver hópur við ána I eina viku. Veiðin var afbragðsgóð fyrstu dagana og mun betri en I fyrra og var það svo allan timann meðan landinn var við veiðar. Siðan útlendingarnir komu hefur dregið úr veiðinni enda ekki að furða þar eð þeir stunda laxveiðina af mun minna kappi en Islendingarnir gera. Sagði Gunnar, aö ekki væri óvenjulegt, að Bandarlkjamennirnir frest- uðu þvl til nlu á morgnana að hefja veiðiskapinn, en tslend- ingarnir eru vanir að byrja á mlnútunni sjö* Einnig hætta Bandarikjamennirnir mun fyrr á kvöldin, eru oft hættir fyrir sjö, en leyfilegt er að vera að til 10. A þetta sérstak- lega við þegar eitthvað er að veöri. Útlendingarnir veiöa ein- göngu á flugu aö venju en landinn notaöi flugu og maðk jöfnum höndum.Fiskurinn var mjög vænn framan af, meðalþyngdin líklega um 10 pund, en heldur hefur meðalþyngdin dalað upp á siö- kastiö. Stærsti fiskurinn var dreginn strax einhvern fyrstu dagana og var hann 21 pund. í vikunni sem leið var stærsti fiskurinn 20 pund. Veiðin hefur verið bezt á miðsvæðinu og á einum stað á þvl svæði (svæði nr. 11) var dreginn meira en helmingur alls vikuaflans sl. viku. Ann- ars hefur veiöin verið nokkuð jöfn um alla ána. Islendingar taka aftur við veiðinni i ánni, sföari hluta þessa mánaðar, og halda áfram þar til veiðitímabilinu lýkur 20. september. Gott! Straumfjarðará framan af, en öllu ró- legra núna. Valdimar Sigurðsson I veiði- húsinu I Dal, sagði, að veiðin i Straumfjarðará væri orðin hátt á fjórða hundrað laxar og er það svipað magn og var I fyrra. Veiðin gekk óvenjulega vel framan af, mun betur en I fyrra, en undanfarið hefur verið minni veiði en var á sama tlma I fyrra. Þrjár stangir eru I ánni og eru það sömu mennirnir sem verið hafa viö veiðar I ánni undan- farin 10 ár, aöallega útlend- ingar. Blönduósingar og Sauðkræklingar sam- an með Blöndu Það eru stangveiðifélögin á Blönduósi og Sauðárkróki sem eru með Blöndu I samleigu að jöfnu. Hefur hvort félag um sig tvo daga I senn til skiptis. Sauðkræklingar hafa haldiö mjög nákvæma skrá yfir afl- ann og hafa þeir fært inn 360 laxa. Blönduósmenn hafa trassað að nokkru leyti aö færa inn aflamagnið, þannig að ekki er alveg ljóst hversu heildaraflinn er orðinn mikill, en reikna má með að hann sé milli 550 og 600 laxar. Lang mestur hluti veiðinnar hefur fengizt á þær þrjár stangir sem leyfðar eru neðan við laxastigann við Blönduós, en veiöi hefur verið mjög dræm á þá einu stöng, sem leyfö er á svæöinu ofan laxa- stigans, að Auðólfsstaðaá. Laxinn var nokkuð vænn I Blöndu framan af sumri, en hefur farið minnkandi, og er meðalþyngdin nú um 9 pund að sögn Sigfúsar Jónssonar veiðivarðar við Blöndu. Kapp er bezt með forsjá Alþýðublaðið skýrir frá því I forslðufrétt I gær, að Alþýðu- flokksmenn undir forystu Eggerts G. Þorsteinssonar, sem séu aigerlega andvlgir sameiningu við frjálslynda, hafi nú hafið undirbúning að útgáfu vikublaðs, sjónarmið- um slnum til stuðnings og muni blaðið hefja göngu sina að öllum likindum I næsta mánuði. 1 frétt Alþýðublaðsins segir m.a.: „Agreiningur er innan Alþýðuflokksins i afstöðunni til sameiningarmálsins, eins og spilin hafa verið stokkuð til þessa, Gylfi Þ. Glslason, formaður Alþýðuflokksins, hvetur mjög til sameiningar en Eggert G. Þorsteinsson er sá maður, sem þeir, sem sameiningunni eru andvigir, setja sitt traust á”. 1 Nýju landi, blaði Bjarna Guðnasonar og félaga, segir hins vegar svo sl. fimmtudag um sameiningarmálið og stöðu þess innan Samtaka frjálslyndra og vinstri manna: „Hannibalistarnir lögðu allt kapp á sameiningarmálið, en héldu þannig á þvi, að þeir klufu eigin flokk og sigldu þvl i strand”. Er sýnilegt að kapp er bezt með forsjá I þessu sam- einingarmáli, ef satt er að Alþýðuflokkurinn sé lika að klofna af sameiningaráhuga við flokkinn, sem klofnaði af sömu ástæðu. Fyrir þvl er þó ekki ómerkari heimild en mál- gagn Alþýðuflokksins. Kosningarnar í Grikklandi t Alþýðublaðinu segir svo um kosningarnar I Grikk- landi: „1 skripaleiknum, sem George Papadoupoulos setti á svið i Grikklandi, sagði hann: t nafni lýðræðisins skulum við ganga til kosninga, en verði kosningaúrslitin mér ekki að skapi, þá tek ég ekki mark á þeim. I nafni lýðræðisins, sagði George Papadoupoulos, um leiö og hann klindi borgir og bæi upphrópunum og áróðurs- spjöldum með svo einhliöa áróðri, að þess munu ekki dæmi, nema I járntjaldslönd- unum ef tii vill. t nafni' lýðræðisins, sagði George Papadoupoulos, þegar grlskir kjósendur komu á kjörstað og fengu aðeins I hendur kjörseðla, sem játuðu stefnu hans og vilja. 1 nafni lýðræðisins, er ég kjörinn forseti Grikklands, segir George Papadoupoulos Um það þarf enginn að efast, þvi að það er ég, sem ræð. Þannig er nú komið fyrir Grikklandi, þar sem vagga lýðræðisins stóð forðum. Menn i ýmsum löndum drúpa höfði og hugsa hátt og I hljóði: Það eru dimmir dagar I Grikklandi núna. En öll él birtir upp um siðir. Ranglætið verður að vikja fyr- ir réttlætinu, þegar til lengdar lætur. Samskipti manna og þjóða aukast og eflast. Menn sjá og heyra um hið bezta og versta, og allt þar á milli, hjá hinum ýmsu þjóðum. Vitneskjan um þær þjóðir, sem búa við frjálsa hugsun og tjáningu, lýðræði og raunverulegan kosningarétt.er sá neisti meðal undirokaðra þjóða.sem getur oröið að báli, þegar minnst varir. Velunnarar Grikklands, að fornu og nýju, dreymir um, að aftur verði Grikkland heima- land frjálsrar hugsunar and- rikra manna, þar sem hver j Framhald a’36. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.