Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Laugardagur 4. ágúst 1973.
Yfirlýsing frá
sýslumann-
inum í ísa-
fjarðarsýslu-
1 DAGBLAÐINU Tlmanum hinn
25. júll birtist grein, er bar yfir-
skriftina KLIPPTU NÚMERIN
AF LöGREGLUBILNUM.
Viö undirritaöir erum á þvi
máli, að ýmislegt, er þar kom
fram hafi veriö á misskilningi
byggt eða mátt skilja á annan
hátt er rétt er I þessu máli.
Af umræddri grein má skilja,
aö lögreglubifreiöin 1-1165 hafi aö
undanförnu veriö i notkun i meira
eöa minna óskoöunarhæfu
ástandi.
Þegar bifreiöaeftirlitsmaöur
skoöaöi bifreiöina s.l. vor,
reyndist hún vera I fyllilega
skoöunarhæfu ástandi. Aö visu
voru sæti bifreiöarinnar þá dálitiö
illa farin og smábeyglur utan á
bifreiöinni, en eftirlitsmanni þótti
ekki fært aö stöðva bifreiö, sem
meöal annars er notuö sem
sjúkrabifreiö fyrir alla sýsluna og
Isafjaröarkaupstaö af þeim
sökum.
Þaö er rétt, sem segir i
umræddri blaöagrein, aö
lögreglubifreiöin hafi bilaö oft að
undanförnu. En aldrei hefur
staöiö á þvi, að gert hafi veriö við
þær bilanir.
A umræddri grein er þaö og aö
skilja, aö bifreiðaverkstæöiö, er
annaöist viögerö hafi staðiö sig
illa I þvi hlutverki aö gera viö
bifreiðina, og viðgeröir þess hafi
ekki dugað nema skamma hriö i
einu.
Hér er um algjöran misskilning
aö ræöa. Aö visu hefur þaö komiö
fyrir, aö bifreiöin hefur bilaö
fljótlega eftir aö hún hefur komiö
úr viögerö. En þá hefur verið um
aö ræöa bilun á öörum hlutum
hennar en verkstæöiö hefur gert
við og verið beöið aö gera viö.
Hinar tiöu bilanir bifreiðar-
innar aö undanförnu og ástand
hennariheild verða þvi alls ekki
raktar til handvammar
viögerðarmanna. Sannleikurinn
er hins vegar sá, aö vegna þess
hversu ómissandi bifreiðin er til
löggæzlu og sjúkraflutninga og
erfiöleika á þvi aö fá aöra bifreiö I
hennar stað, hefur nauösynleg
„klössun” bifreiöarinnar, dregizt
nokkuð og aöeins veriö unnt aö
gera viö jafnóöum og bilun hefur
komiö fram.
Ber sérstaklega að harma þaö,
ef umrætt verkstæöi hefur oröið
fyrir álitshnekki vegna
umræddrar blaöagreinar.
Þaö skal tekiö fram hér, aö
samkomulag hefur veriö um þaö
milli bæjarfógetaembættisins og
bifreiðaverkstæöisins, aö
bifreiöin heföi algjöran forgang
hvaö viögeröir snerti, og hefur
verkstæöiö tekiö aö sér viögeröir
á bifreiðinni þegar i staö, er hún
hefur bilaö og á hvaöa tlma sem
er.
Jón ól. Þóröarson, fulltrúi.
Kristján J. Kristjánsson,
varðstjóri.
Jóhann Kárason, varöstjóri.
Trausti Bjarnason, bifreiöaeftirl.
VÉLAR í SIG-
ÖLDUVIRKJUN
frá Þýzkalandi og Sovétríkjunum
A FUNDI stjórnar Landsvirkjun-
ar i dag, var, aö tillögu Electro-
Watt og Virkis, ráögjafaverk-
fræðinga Landsvirkjunar, ákveö-
iö aö taka upp samninga viö fyrir-
tækin Brown Boveri & Cie I
Vestur-Þýzkalandi og Energo-
machcxport i Sovétrikjunum, um
framleiöslu á vélum og rafbúnaöi
i Sigölduvirkjun. Fyrirtækin gáfu
sameiginlegt tilboö, aö upphæö
rúmlega 1400 milljónir króna, og
er Brown Boveri ábyrgöaraöili
gagnvart Landsvirkjun.
Hlutur Brown Boveri er um
60%, en hlutur Energomachex-
port um 40% af tilboðsupphæð-
inni. Ofangreind upphæð miðast
við kaup á öllum þrem vélasam-
stæöum, en uppsetningu einnar
vélasamstæðu verður liklega
frestað eitthvað.
Brown Boveri er eitt af helztu
fyrirtækjum i rafmagnsiðnaði I
Vestur-Evrópu, og framleiddi á
sinum tima hluta af rafbúnaði
Búrfellsvirkjunar, en Energo-
machexport er útflutningsfyrir-
tæki Sovétrikjanna I rafmagns-
iðnaði og aflvélum.
Sovézki
veðurskipaflotinn
stærstur í heimi
Landhelgisgæzlan
mótmælir röngum
fréttaburði Mbl.
VEGNA fréttar á baksiðu
Morgunblaösins þann 29. júli 1973
„LANDHELGISGÆZLAN: PEN-
INGALEYSI LAMAR STARF-
SEMINA” gerir yfirstjórn Land-
helgisgæzlunnar eftirfarandi at-
hugasemd:
Starfsmenn Landhelgisgæzl-
unnar fá greidd laun sin aö fullu
við hver mánaðamót og hefur
ekki staöiö á launauppgjöri. Frétt
um peningaleysi til tækjakaupa
fyrir Landhelgisgæzluna er einn-
ig röng^ Landhelgisgæzlan hefur
fengið tilskildar fjárveitingar og
ekki staðiö á þeim og auka-
fjárveitingar hafa verið veittar
eftir aðstæðum.
Sovétrikin eiga
stærsta veðurskipaflota
i heimi. Þar er alls um
að ræða 160 skip, sem
staðsett eru á innhöfn-
um og strandhöfnum svo
og nokkur stór úthafs-
skip. öll skip i veður-
skipaflotanum eru, auk
sjómanna, mönnuð
visindamönnum á ýms-
um sviðum: Haffræð-
ingum, jarðfræðingum,
eðlisfræðingum, liffræð-
ingum, læknum og svo
auðvitað veðurfræðing-
Odessa viö Svartahaf er heima-
höfn úthafsveðurskipanna, en i
fyrra bættust i þá deild þrjú ný
skip i flokki sérbyggðra
rannsóknarskipa. Þessi deild
veöurskipaflotans hefur heima-
höfn i Odessa vegna þess, að þar
er sérstök deild sovézku haf-
rannsóknarstofnunarinnar, er áð-
ur var ein af höfuðstöðvum
veöurþjónustunnar.
Hinum hluta veöurskipaflotans
er einnig stööugt að fjölga. Unnið
er að viötækri nýbyggingaáætlun,
sem m.a. felur i sér byggingu
nokkurra 1000 tonna skipa.
Að veðurfræöisannsóknir á höf-
um úti skipa svo háan sess i dag,
stafar af þvi, aö verulegu leyti, að
hitabeltishöfin verka sem
nokkurs konar rafgeymir fyrir
sólorku. Þegar hafið gefur aftur
frá sér þessa orku út i andrúms-
loftið, myndast miklar lægðir,
sem hafa áhrif á veðurfarið um
ailan hnöttinn. Þarna þykjast
menn hafa lykilinn aö öruggum
veöurspám. A siðari árum hefur
stór floti veðurskipa hafið reglu-
legar rannsóknir á þessum svæö-
um.
1 fyrrasumar tóku sovézkir
visindamenn þátt i viötækum
tilraunum á hitabeltissvæðum
Atlanzhafsins. I fyrsta sinn geröu
menn mælingar á andrúmsloftinu
og hafinu samtimis á sex skipum
á sömu breiddargráðu. I næstum
fjóra mánuði sveimuöu skipin um
hafsvæðið milli 13, gráöu
norðlægrar og 15. gráöu suölægr-
arbreiddar.en það er þaö svæöi
þar sem verstu hitabeltisfelli-
byljirnir eiga upptök sln. Menn
þekkja ekki nákvæmlega styrk-
leika þessara storma, þar sem
þeir eyðileggja yfirleitt veður-
fræðileg mælitæki. Höfuðtilgang-
urinn með tilraununum var aö
rannsaka upptök fellibyljanna og
hátterni þeirra og að skipuleggja
samvinnu milli veðurskipa, flug-
véla og gervihnatta. I sambandi
við tilraunirnar voru einnig send-
ar rannsóknaeldflaugar upp i
háloftin og gerðar mælingar á
geislum sólar o.m.fl.
IjyjLofum ®
þeimaðllfa
um.
Tíminn er peningar