Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 23
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 23 ein úr hópnum leggja sérstaka stund á fornislenzk fræði og hafa þvi mikinn áhuga á öllu efni þingsins, svo sem Edith Marold, sem flytur einn fyrirlestranna (á laugardag) um hlutverk skálda i Islendingasögum. Heinrich Beck prófessor er einnig meðal fyrir- lesaranna, en hann fjallar um til- vitnanir i heimildir i sögunum, t.d. þegar tekið er til orða eitt- hvað á þessa leið: Svo segja menn. . . Tekur hann m.a. til meðferðar hvernig og hverk- vegna þessi frásagnarháttur er á hafður. Hópurinn frá Saarhéraöinu lagði af stað hingað með Gullfossi frá Kaupmannahöfn 10. júli og fer flugleiðis að loknu fornsagna- þinginu 9. ágúst fróðari um Tungu, land og þjóð. En eins og einn úr hópnum sagði: — Það sem mest áhrif hafði á okkur og skiln- ing okkar á fornbókmenntum Is- lendinga var að kynnast hve stór- brotið landið og náttúra þess er. — SJ. Hópurinn frá Háskólanum í Saarhéraðinu, prófessor Beck situr fyrir borðsendanum, honum á vinstri hönd eru Edith Marold og Shmitz fyrr- um dómari. MyndirGE. Stórkostlegt landslagið kom okkur mest á óvart Þriðjungur þátttakenda í íslenzkunámskeiðinu frá Saarhéraðinu. Prófessorinn og einn nemandanna flytja fyrirlestra á alþjóðlega fornsagnaþinginu. SJ — Reykjavík. Alþjóðlegt fornsagnaþing var sett á fimmtu- dagsmorgun i Hátiðasal Háskól- ans og þann dag voru fluttir fimm fyrstu fyrirlestrarnir af þrjátíu, m.a. talaði Peter Hallberg um Njáls sögu og siðfræði miðalda. Fyrirþingiö var haldið námskeið f nútfmaislenzku fyrir þá fræði- menn erlenda, sem hug höfðu á að nota ferðina hingað til að auka þekkingu sína i málinu. t nám- skeiðinu tóku þátt 32 konur og karlar víðs vegar aö. Hópur frá Saarbrucken f Þýzkalandi setti svip sinn á námskeiðið. En frá Háskólanum I Saarhéraðinu kom eilefu manna hópur, yfir þriðj- ungur þátttakenda. Voru það Heinrich Beck prófessor og tfu nemendur hans, sem allir leggja stund á germönsk fræði. Frakkar stofnuðu háskóla Saarhéraðsins (Universitat des Saarlandes) i lok siðari heims- styrjaldar meðan enn var óút- kljáð hvort héraðið teldist til Þýzkalands eða Frakklands i framtiöinni, en nú er hann þýzkur háskóli. Stúdentarnir frá Saarbrflcken eru á öllum aldri, allt frá nýstú- dentum um tvitugt til aldursfor- setans, Shmitz, sem tók að leggja stund á norræn fræði af kappi fyr- ir einum fimm árum er hann komst á eftirlaun og hætti störf- um sem dómari. Schmitz hefur mikinn áhuga á Norðurlöndum og þykir mikið til koma að hafa nú fengið tækifæri til að kynnast is- lenzku landi og þjóð. Heinrich Beck og samferðafólk hans lauk miklu lofsorði á is- lenzkunámskeiðið, sem haldið var i Norræna húsinu, og sögðu það hafa haft mjög mikið upp á að bjóða. Við hittum hópinn að máli á Nýja Garði, þar sem þau búa nú. — Við vonum að oftar gefist tækifæri til að sækja slik nám- skeið hér. Það væri mjög gagn- legt fyrir þá sem leggja stund á germönsk og norræn fræði. t Saarbriicken er enginn háskóla- kennari i islenzku og þvi tókum við okkur saman um að fara hing- að, sagði prófessor Beck. Hann kennir raunar alltaf sjálfur forn- islenzku ásamt öðrum greinum, og hópurinn sem hér er nú hafði einnig svolitið kynnt sér nútima- islenzku i Þýzkalandi með hjálp kennslubókar Stefáns Einarsson- ar. Sjálfur lærði Beck islenzku á stúdentsárum sinum i Miinchen og hefur hann gott vald á málinu. Hópurinn stundaði islenzku- námið af kappi i hálfan mánuð, en engu að siður gáfu þátttakendur sér tima til að feröast um landið, sumir norður, aðrir i Þjórsárdal og viðar. Og ferðir i Borgarfjörö og á slóðir Njálu verða liður i þinginu. Allur hópurinn tekur einnig þátt i fornsagnaþinginu. — Margt af efni fyrirlesaranna er að visu nokkuð sérhæft fyrir sum okkar, sagði einhver úr hópnum, — en á- reiðanlega finnum við öll eitt- hvað, sem viðhöfum áhuga á. Fá- Heinrich Beck TJÓN í VESTMANNAEYJUM BÆTT SAMÞYKKT um bætur fyrir tjón, sem orðið hefur á fasteignum og öðrum mannvirkjum i Vest- mannaeyjum af völdum eldgoss- ins eða björgunaraögerða, sbr. 40. gr. reglugerðar no. 62/1973. Algert tjón Rétt er að flokka fasteignir og mannvirki i þrennt: 1.1. tbúðarhúsnæði 1.2. Atvinnuhúsnæði. 1.3. Opinberar fasteignir og mannvirki. l.íbúðarhúsnæði Bætt skal brunabótamatsverð húsnæðisins að viðbættri þeirri upphæð, sem nemur eign i leigu- lóö eins og hún var metin til eignaskatts á árinu 1972, sbr. 40. gr. reglugerðar. Ahvilandi veð- skuldir, þ.m.t. kröfur Viðlaga- sjóðs vegna greiðslu vaxta og af- borgana veðskulda eftir 23. janú- ar 1973 og aðrar áhvilandi kröfur (s.s. lögtök, fjárnám), skulu dregnar frá bótafjárhæðinni, enda yfirtekur viðlagasjóður þær skuldbindingar og greiðir þær samkvæmt þvi samkomulagi, sem hann kann að ná við veðhafa. Eftirstöðvarnar fá bótaþegar greiddar þannig: Þeir, sem óska eftir greiðslum i peningum fá bæturnar greiddar i fjórum jöfnum greiðslum og eru gjalddagar þeirra 20. október 1973, 1. janúar 1974, 1. april 1974 og 1. júli 1974. Bótaþegi afsalar eigninni til Viðlagasjóðs á fyrsta •gjalddaga. Þeir sem óska að fá eitt af húsum Viðlagasjóðs sem bætur, fá það á kostnaðarverði. Enda hafi Viðlagasjóður hús, sem hentar til ráðstöfunar. Til kostnaðarverðs reiknast enginn hluti þeirrar fyrirgreiðslu, sem Viðlagasjóður hefur veitt sveitarfélögum eða öðrum aðil- um, né heldur almennur kostnað- ur Viðlagasjóðs við innkaup hús- anna, verkfræðiþjónustu vegna þeirra né umsjón með byggingu. Nú er kaupverð hússins sam- kvæmt þessu hærra en bæturnar og skal þá bótaþegi greiða mis- muninn þannig: Viðlagasjóður lánar jafnháa upphæð til bráðabirgöa og nemur fullu húsnæðismálastjórnarláni, enda uppfylli kaupandi skilyrði húsnæðismálastjórnar fyrir láni og greiði með þvi bráðabirgða- lánið. Viðlagasjóður lánar helming af mismuninum, sem þá er eftir til fjögurra ára með 9% ársvöxtum, þó eigi hærri fjárhæð en kr. 400 þús. Eftirstöðvar mismunar greiðist eigi siðar en á sömu gjalddögum og taldir eru hér að framan. Núnemur kaupverðið minnu en bæturnar og greiðir Viðlagasjóð- ur þá bótaþega mismuninn á sömu gjalddögum og taldir eru hér að framan. Afsöl beggja eignanna skuiu fara fram samtimis og fullnaðar- uppgjör bóta þar með. 2. Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði, sem orðið hef- ur fyrir algeru tjóni, skal bæta með brunabótamatsverði aö frá- dregnum áhvilandi skuldum, sem Viðlagasjóður yfirtekur. Bæturnar verði gerðar upp i f jór- um jöfnum hlutum, á sömu gjald- dögum og greið- ast með skuldabréfum, sem Við- lagasjóður gefur út. Skulu bréfin vera til 15 ára og bera almenna sparisjóðsvexti eins og þeir eru á hverjum tima (nú 9%). Þegar bótaþegi byggir upp atvinnu- rekstur sinn að nýju i Vest- mannaeyjum endurkaupir Við- lagasjóður bréfin og greiðir þau i peningum, jafnóðum og uppbygg- ingunni miðar áfram. 3. Opinberar fasteignir og mannvirki Hér er átt við eignir Vest- mannaeyjakaupstaðar og stofn- ana hans, svo og rikisins og rikis- stofnana. Skv. 44. gr. reglugerð- arinnar skal Viðlagasjóður bera kostnað af endurbyggingu kaup- staðarins skv. sérstakri áætlun, sem enn liggur ekki fyrir. Það liggur hins vegar i hlutarins eðli, að sjóðurinn eigi ekki einnig að greiða tjónabætur fyrir þau mannvirki, sem hann endurbygg- ir. Er þvi lagt til að öllum ákvörð- unum um bætur fyrir þessi mann- virki verði frestað þar til áætlun skv. 44. gr. liggur fyrir., og sam- komulag hefur orðið milli Við- lagasjóðs, bæjarfélagsins og rik- isins um tilhögum uppbyggingar- innar. HLUTATJÓN 1. íbúðarhúsnæði Þar sem matsreglur á skemmdum eru enn ekki til- búnar er ljóst að dráttur verður á að þessi möt geti fariö fram. A hinn bóginn er nauösynlegt aö láta nú þegar fara fram skoðana gerð á húsum, sem verið er að flytja inn i. Er þvi lagt til,að aug- lýst veröi nú þegar að menn geti fengið skemmdir skoðaðar af trúnaðarmönnum Viðlagasjóðs, enda óski menn þess skriflega á sérstökum eyðublöðum, sem jafnframt feli i sér yfirlýsingu um gildi skoðunargerðarinnar og ábyrgð eiganda á eigninni eftir að skoðunargerð hefur farið fram (sjá tillögu að eyðublaði við- hefta). Bætur yrðu siðan metnar á grundvelli skoðunargerðarinnar, þegar matsreglur yrðu tilbúnar (eigi siðar en 15. október), og bætur greiddar út jafnharöan og viðgerð miðar áfram. 2. Atvinnuhúsnæði Bætur fyrir skemmdir á at- vinnuhúsnæöi verða ekki greidd- ar fyrr en ákveðið er að hefja at- vinnurekstur á ný i húsnæðinu. Nú tilkynnir atvinnurekandi Viölagasjóöi að hann vilji hefja rekstur á ný og skal þá meta skemmdir til bóta og greiða þær jafnóðum og viðgerð miðar áfram. 3. Opinberar fasteignir og mannvirki Heimilt er stjórn Viðlagasjóðs að láta gera við slik mannvirki á kostnað sjóðsins. Aö öðru leyti biður mat tjóna á þessum mann- virkjum. Rétta útskrif úr gerðabók stjórnarinnar staðfesta: H.B. og T.J. Tapast hefur úr Helgafellssveit jarpblesóttur hestur með hálfhring i hægra auga. Sást siðast við Hvitárskála á suðurleið um miðjan mai. Er ættaður úr Fljótshlið. Finnandi láti vinsamlegast vita að Ytri-Kóngs- bakka, simi um Stykkishólm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.