Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN Ekki ánægð með nálarstungurnar Danska sjónvarpið sýndi 25. júli siðast liðinn kvikmyndina af fæðingu dönsku blaðakonunnar Hanne Risgaard, sem fæddi barn sitt fyrir framan sjón- varpsmyndavélar eftir að hafa verið deyfð með svokallaðri akupunkur-aðferð. — Ef ég á eftir að eignast annað barn mun ég ekki fæða það við sömu að- stæður og deyfð á sama hátt og i þetta sinn, segir Hanne. Að minnsta kosti má ekki þurfa að nota jafn margar nálar við deyfinguna og gert var i vetur. Það er heldur óþægilegt að láta stinga i sig 30 nálum. Hanne hefur verið spurð að þvi, hvort hún myndi mæla með þessari akupunktur-aðferð við aðrar konur, og hefur hún svarað þvi játandi, en þó þvi aðeins, að hægt sé að komast af með færri nálar eins og fyrr segir. Hanne segir, að nálastunguaðferðin hafi haft áhrif, en þrátt fyrir hana hafi hún fundið til sárs- auka, en enginn geti sagt til um það, hversu mikinn sársauka hún hefði fundið, ef nálastungu- aðferðin hefði ekki komið til. Það var júgóslavneskur læknir, Stefan Kosic, sem beitti nála- stungunum við Hanne, þegar hún fæddi barn sitt 3. marz sl. Kosic starfar á sjúkrahúsi i Stokkhólmi, en hann var feng- inn til þess að ve/a við fæðing- una hjá Hanne á Abenra-sjúkra- húsinu. □ Síminn í ólagi í Frakklandi Sagt er, að vilji fólk fara i lest- arferð, eða fá sér far með þyrlu i Frakklandi, sé það mjög auð- velt, og auðvelt sé á allan hátt að ferðast þar um landið. A ann- an hátt er fariö simaþjónust- unni, hún er sögð vera langt fyr- ir neðan meðallag, og það, sem fólk geti krafizt af henni. Tölur sýna, að landið er komið i 19. sæti i heiminum, hvað snertir simtólafjölda miðað við fólks- fjölda, og er orðið á eftir bæði Spáni og Grikklandi, sem oft hafa ekki verið framarlega á sviði ýmiss konar tækniatriða. Ef aðeins er litið á fjölda sim- tækja, þar sem hægt er að hringja með þvi einu að snúa töluskifunni, er ástandið mun verra. Þar eruFrakkar i 30. sæti i heiminum næst á eftir Indlandi og langt á eftir öllum Evrópu- löndunum. Ekkert bendir til þess, að ástandiö eigi eftir að batna á næstunni, m.a. vegna þess, að Póst og simamála- stjórnin i Frakklandi héfur til- kynnt að ekki veröi einu sinni hægt að standa við geröar áætl- anir i simamálum fyrir árið 1973. Það bendir þvi allt til þess, að Frakkar verði aö fara aö likt og fréttir herma að Keflviking- ar geri, þegar þeir þurfa að ná sambandi við Reykvikinga. Þeir reyna ekki einu sinni að hringja, heldur stiga upp i bil sinn og aka til Reykjavfkur. o Hjól handa húsmæðrum Þetta nýtizkulega hjól er ætlað til þess að létta húsmæðrum innkaupin i Þýzkalandi. Hjólið hefur mest 25 km hraða á klukkustund, sem er reyndar ekki mikið, en ætti þó að nægja, ef ekki er meiningin að gera mikið meira en fara i verzlanir eða i aðrar smásendiferðir. Hjólið á ekki að geta oltið á hlið- ina, þar sem það stendur á þremur hjólum. Það er Peter nokkur Nitsche frá Duren i Þýzkalandi, sem hefur teiknað hjólið og smiðað það, en það var eins konar prófverkefni Peters, sem stundaði nám i tækniskóla i Köln. Tvö fyrirtæki i Þýzkalandi hafa látið i ljós áhuga á þvi að kaupa einkarétt á framleiðslu hjólsins, en ekki hefur endan- lega verið samið um slikt. : ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.