Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 31
Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINJV 31 Athugasemd frá f jármálaráðu- neytinu um rekstrarkostnað stjórnarráðs VEGNA skrifa í Morg- unblaðinu sunnudaginn 29. júli og þriðjudaginn 31. júli sl. um skrifstofu- kostnað stjómarráðsins og stjórnunarkostnað Reykjavikurborgar, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Rikisreikningur og reikning- ur Reykjavikurborgar eru ekki settir fram þannig, að unnt sé að bera saman gjaldaliði reikning- anna án sérstakra skýringa. Gjöld aðalskrifstofa ráðuneyt- anna skv. rlkisreikningi eru ekki að öllu leyti hliðstæð gjaldaliö þeim i reikningi Reykjavikur- borgar, sem nefndur er „stjórn borgarinnar”. Sá munur kemur m.a. fram vegna mismunandi starfsskipulags og reglna við röð- un og framsetningu gjalda i reikningum. Sem dæmi má nefna, að ný fjárfesting i skrifstofuvél-. um, áhöldum og hUsnæöi er i rikisreikningi bókfært að fullu með gjöldum þess árs, sem til hennar er stofnaö, en i reikningi Reykjavikurborgar er fjárfest- ingin færö sem eign i efnahags- reikningi og afskriftir reiknaðar. Eru þær tilgreindar I sérstökum gjaldalið i reikningi borgarinnar en ekki innifaldar i gjaldaliðnum „stjórn borgarinnar”. Móttaka erlendra gesta og risna er I rlkisreikningi heimfærð á hverja einstaka aðalskrifstofu, en i reikningi Reykjavikurborgar koma þau gjöld fram i liðnum „ó- viss útgjöld”. Ýmis viðfangsefni falla undir einstakar aöalskrifstofur ráðu- neytanna, sem fela i sér gjöld, er eigi geta talist almennur skrif- stofu- og stjórnunarkostnaður. Slikir gjaldaliðir koma einkum fram hjá aðalskrifstofum forsæt- is- og utanrikisráðuneyta. Má þar nefna kostnað við fálkaorðu, þjóðhátiðarundirbúning, viðhald og endurbætur á Arnarhvoli, stjórnarráðshúsi og ráðherrabú- stað og fleiri liði, er koma fram á aðalskrifstofu forsætisráðuneyt- isins. Með gjöldum aðalskrifstofu utnarikisráöuneytisins eru fram- lög til upplýsinga og kynningar- starfsemi kostnaður vegna þátt- töku I alþjóðaráðstefnum og vegna samninga viö erlend riki og fleiri viöfangsefni. Endurbætur á húsnæði ráðuneyta voru mun meiri árið 1972 en 1971, og kostn- aöur vegna landhelgismálsins varð verulega hærri áriö 1972 en árið 1971. Allir þessir gjaldaliðir koma fram á aöalskrifstofum for- sætis- og utanrlkisráðuneyta. 2. Viö samanburö á gjöldum aðalskrifstofa ráöuneytanna árin 1972 og 1971 þarf einnig aö hafa i huga, að með gjöldum aðalskrif- stofu menntamálaráðuneytisins árið 1972 koma gjöld vegna þeirr- ar starfsemi, er fræðslumála- skrifstofan annaðist og haldið var utan við aðalskrifstofuna allt fram til ársloka 1971. Það ár námu þau 52,8 m.kr. 3. Með hliðsjón af framan- greindu er villandi að bera saman sem gjöld aðalskrifstofa ráðu- neytanna annars vegar 333,3 m.kr. árið 1972 og 211,2 m.kr. árið 1971 eins og gert hefur verið. Réttari samanburður væri 241,3 m.kr. árið 1971 og 294,4 m.kr. áriö 1972, sem sýnir 22,0% hækkun á árinu 1972. Þessar fjárhæðir eru reiknaðar út þannig, aö annars vegar er gjöldum fræðslumálaskrifstof- unnar árið 1971, 52,8 m.kr. bætt við heildar-fjárhæðina það ár, 211,2 m.kr. og hins vegar eru ekki taldir með þeir gjaldaliðir aðal- skrifstofa forsætis- og utanrikis- ráðuneyta bæði árin, sem tilheyra öðrum viðfangsefnum en yfir- stjórn, sbr. skýringar hér að framan. Þeir gjaldaliðir námu hjá aðalskrifstofu forsætisráðu- neytis 12,1 m.kr. árið 1971 og 23,3 m.kr. árið 1972, en hjá aðalskrif- stofu utanrikisráðuneytis 10,6 m.kr. árið 1971 og 15,5 m.kr. árið 1972. 4. Hækkun framangreindra gjaldaliða um 22% á árinu 1972 stafaði að nokkru leyti af ýmsum leiðréttingum á launum vegna kjarasamningsins, sem geröur var i desember 1970, og eigi komu til framkvæmda fyrr en á árinu 1972. Þar á meðal voru leiörétt- ingar skv. 19. gr. samningsins, er náðu allt aftur til gildistöku hans hinn 1. júli 1970. Fjármálaráöuneytið, 2. ágúst 1973. Blaðburðarfólk óskast i eftirtalin hverfi: Hjallaveg, Langholtsveg, Kjartansgötu og Bergstaðastræti. Upplýsingar á afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7, : liminner peningar Auglýsicf i Timanum GAMLAR MYNDIR Það á að fara að færa frá i Skaftártungunni. Aftur birtum við myndir úr kortasafni Jóns Halldórssonar, kortasafnara. Ekki er kunnugt, hversu gamlar þær eru, utan ein, en hvað sem ártölum lið- ur, þá er hitt vist, að hér er það fortiðin, sem til okkar talar. Um þetta skulu svo ekki höfð fleiri orð að sinni, en við væntum þess, að einhverjir lesenda blaðsins hafi ánægju af þvi að virða þessar gömlu myndir fyrir sér. Frá Vestmannaeyjum. Vesímannaeyjar. M il | í I Hm ^ I L . . .. JJI HntiTTn^lMÉB i | r.,;l .■r'ýfHB A\ -ýr H ™ s. 5BL. 'v v' /JH tslandsglimumennirnir árið 1910.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.