Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Laugardagur 4. ágúst 1973. Laugardagur 4. ágúst 1973. TÍMINN 21 Rannsóknirnar i fyrra og aö mestu i sumar einnig fóru fram í barna skólanum á Húsavik, þar sem aðstaöan var mjög góö. ■ LOFTIÐ MIKIÐ í ÞINGEYINGUM Mannfræðirannsókuir hófust á Þingeyingum i fyrrasumar og stóðu yfir i um mánuð i það sinn. Þeim var haldið áfram i sumar. Hófust þær upp úr miðjum júni og stóðu um mánaðartima. t fyrra fóru rannsóknirn- ar alveg fram i barna- skólanum á Húsavik. Rannsóknirnar fóru einnig að mestu fram þar í sumar, en auk þess um 10 daga á þrem stöð- um utan Húsavikur, þ.e. Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Dr. rer nat Jens Pálsson, for- stööumaöur Mannfræðistofnun- arinnar i Reykjavik hefur haft yf- irumsjón meö þessum rannsókn- um, sem raunar hafa verið all- fiölbættar, eins og síðar kemur fram hér. Við höföum tal af dr. Jens fyrir skömmu, er hann var rétt kominn að norðan, og inntum hann eftir gangi rannsóknanna, forsögu og framtiðaráformum. Til Raufarhafnar i haust — og að likindum Mývatnssveitar Að sögn dr. Jens er nú búið aö taka hátt á 15. hundrað Þingey- inga til mannfræðirannsókna, rúmlega 700 hvort sumarið. Ein- göngu er rannsakað fólk, sem ættað er úr Þingeyjarsýslu. Hefur verið rannsakað fólk á aldrinum 7 ára og upp úr, en aðallega verið lögð áhherzla til þessa á rann- sóknir á fulorðnu fólki. — Við erum i sjálfu sér búnir að fá nægilegan fjölda til úr- vinnslu, en teljum okkur þó ekki hafa rannsakað yngra fólkið, skólakrakkana, nægilega vel i sumar sagöi Jens. — Þvi er mein- ingin að halda aftur norður i Þingeyjarsýslu til rannsókna i september n.k. og veröur þá meg- ináherzlan lögð á rannsóknir á skólakrökkum eða börnum allt niður i 5 ára, en við erum búnir að fá barnalækna til liðs við okkur og tannlækna. — 1 september munum viö hafa bækistöð á Raufarhöfn og rann- saka eingöngu N-Þingeyinga. En siðan munum við rannsaka fólk úr suðursýslunni aftur á næsta ári, þannig aö það teygist úr þessu. A Raufarhöfn munum viö reyna að ná i krakka frá Langa- nesinu og Þistilfirðinum, Þórs- höfn, Kópaskeri, af Sléttu og fleiri stöðum. — Og ef við höfum tima, förum viö einnig i Mývatnssveitina i haust, að loknum rannsóknunum á Raufarhöfn, og munum við þá halda til i barnaskólanum á Skútustöðum. — A næsta ári munum við sitja á Húsavik og reyna aö ná i þá krakka, sem eftir eru til rann- sókna. Það yrði lokaáfangi mann- fræðirannsókna á Þingeyingum, alla vega i bili. Aðdragandinn og ,,Pólarsirkillinn Aðdragandinn að „Þingeyinga- rannsóknunum” var sá, að dr. Jens Pálsson var kosinn i Nor- ræna nefnd áriö 1969, sem ætlaði að beita sér fyrir mannfræöirann- sóknum á noröurslóðum, þ.e. i Norður-Noregi,, N-Svíþjóö og N- Finnlandi. Þessar rannsóknir fóru af stað 1969 og tengdust einn- ig hliðstæöum rannsóknum I Al- aska og á Grænlandi. Starfaði dr. Jens um skeið á vegum þessarar nefndar i N-Finnlandi, Lapplandi, að svokölluöum Emari-rannsókn- unum, sem kenndar eru við vatn á þessum slóðum. Brátt kom Island einnig til tals hjá nefndinni, þar sem það er rétt viö Pólarsirkilinn. Var dr. Jens settur i það að athuga, hvort ekki fengist styrkur til rannsókna á Is- landi frá Norræna menningar- málasjóðnum, sem studdi hin fyr- irtækin. Það tókst, og rannsóknir hófust sem sagt siðastliðið sum- ar. — Ég valdi Þingeyjarsýslu vegna þess, segir dr. Jens, — að hún liggur einna nyrzt af héruð- um tslands og tveir tangar henn- ar skaga jafnvel yfir Pólarsirkil- inn. Þá er þetta og fremur ein- angraður landshluti. Þaö haföi einnig sitt að segja, hve okkur var sköpuö góð aðstaða i barnaskól- anum á Húsavik, en við fengum allan skólann til umráða. (Svo var einnig i sumar). Um 40 manna starfslið i fyrra Allt i allt unnu um 40 manns að rannsóknunum á Húsavik i fyrra, þar af margir sérfræðingar frá Norðurlöndum. 1 þessum fjölda var þó mikið af aðstoðarfólki. Þarna voru fjórir augnsérfræð- ingar, tveir islenzkir og tveir finnskir. Reyndust þeir mjög þarfir, og leitaði eldra fólkið mik- ið til þeirra. tslenzku augnsér- fræðingarnir, Kristján Sveinsson og Emil Als, unnu þarna sem sjálfboðaliðar, tóku ekkert fyrir vinnu sina. Einnig voru i fyrra við rann- sóknirnar einir 7 lifeðlisfræöing- ar, sem prófessor Jóhann Axels- son var yfirmaður yfir. Sænskur læknir, Ingela övermark, kann- aði hið almenna heilsuástand fólksins. Yfir mannfræðirann- sóknunum var dr. Jens Pálsson, en með honum störfuðu 4-5 Sviar. Þá störfuðu þarna einir fimm blóðsérfræðingar við rannsóknir, aöallega Finnar. Hér hafa verið taldir upp þeir sérfræöingar, sem að rannsókn- unum unnu á Húsavik i fyrrasum- ar, en auk þeirra var, eins og fyrr sagöi, mikið lið aðstoðarfólks. Stefnan: Mannfræðirannsóknir hvarvetna á íslandi — Það liggur i augum uppi, segir dr. Jens, — að þetta var orð- ið heljarmikið og kostnaðarsamt bákn, enda stóö Norræni Menn- ingarmálasjóðurinn vart undir þessu. Styrkumsóknin til rann- sóknanna i sumar var raunar sú hæsta, sem kom fyrir sjóðinn. Þá vildi sjóðurinn bæta við hópinn barnalæknum og barnageðlækn- um, þannig að ljóst var, aö eitt- hvað varð að skera niður. — Og i ár hefur sjóðurinn skor- iö fjárveitinguna til þessara rannsókna geysilega niður. Að sögn dr. Jens er þaö stefnan, að íslendingar taki rannsóknirn- ar alveg i sinar hendur á næsta ári. Mætti raunar segja, að svo hafi þegar orðið með þessu sumri, en Mannfræðistofnunin i Reykja- vik og Lifeðlisfræðistofnun há- skólans stóöu i sameiningu fyrir rannsóknunum i sumar. Dr. Jens stundaði einnig seinni hluta sumars ’72 og i vor mann- fræðirannsóknir á Arnesingum. Við spurðum hann, hvort stefnan væri að gera mannfræðirann- sóknir hvarvetna á íslandi i framtfðinni. — Já, það er tvi- mælalaust stefna Mannfræöi- stofnunarinnar, en þaö gæti orðið svo sem 20 ára verkefni. Helmingi færri i sumar — Nær ein- göngu íslendingar Þeir, sem störfuðu við rann- sóknirnar fyrir norðan I sumar, voru helmingi færri en i fyrra eða samtals um 20 (á Húsavik, Þórs- höfn, Kópaskeri og Raufarhöfn). Voru þetta allt saman Islendingar aö þessu sinni nema ein banda- risk stúlka, er stundar nám i .mannfræði og aðstoðaði dr. Jens. Ætlunin var, að blóðsérfræðing- arnir og augnsérfræðingarnir, sem störfuðu við rannsóknirnar i fyrra, kæmu aftur norður I sum- ar. — En þeir komu ekki segir dr. Jens — og fóru þess i staö að starfa við elliheimilið hér i Reykjavik. En við fengum þó tvo islenzka augnsérfræðinga, þá Kristján Sveinsson og Loft Magnússon (augnlækni á Akur- eyri sem báöir störfuðu sem sjálf- boðaliðar). — En þú getur imyndað þér, hve miklu erfiðara það var aö komast af með tveggja vinnu i stað fjögurra i fyrra. En við höfö- um aftur á móti engan raunveru- legan blóðsérfræðing i sumar. Ég vann mest megis að blóörann- sóknunum sjálfur,enda fengizt við það áður. Gerði ég samning við „Serum Institute ” I Dan- mörku, þannig að sú stofnun tek- ur við nokkrum hluta blóðflokka- ákvarðanna til rannsókna, — sem betur fer. Þannig að þetta fellur ekki alveg niður. — í sumar höföum við mjög sterkan hóp I lifeðlisfræðirann- sóknunum, sem Ólafur Hákanson stjórnaði, en hann var þjálfaður til þess arna ásamt fleirum 1 fyrra. — Þú segir, að Islendingar séu i rauninni búnir að taka viö rann- sóknunum. Veröa erlendir sér- fræðingar e.t.v. litið meira við þær? — Jú, það veröa þeir vafalaust eitthvað. Og við rannsóknirnar i haust veröa t.d. nokkrir erlendir sérfræðingar, m.a. væntanlega barnalæknar. En það verða örugglega engir erlendir augn- sérfræðingar hjá okkur i haust. Geta má þess, að við rannsókn- irnar I haust veröa væntanlega nokkrir tannlæknar. En einn oddvitinn brást — Ég vil taka það fram, segir dr. Jens, — að fyrir utan þetta ákveðna starfslið okkar, sér- fræðinga, skrifara, hjúkrunar- konur og annað aðstoðarfólk, að- stoðuðu hreppstjórarnir, odd- vitarnir og símstöðvarsólkið okkur mjög við að ná sambandi við fólkiö. Einn oddvitinn brást okkur þó. — Erna Sigurleifsdóttir, læknisfrú á Húsavik, og Hálfdán Hjaltason unnu að þvi fyrir okkur að útbýta miöum, sem fólk átti að fylla út, m.a. i sambandi við störf og ætt, aftur I afa og ömmur. Þetta áttu þeir að útfylla, sem ætluðu að mæta til rannsóknanna. En reyndin varö sú, að aðeins lið- lega helmingur þeirra sem fyllt hafði þessa miða út, mættu til rannsókna. Munum við reyna að ná i þetta fólk aftur núna, ef hægt er. En það er margt, sem spilar þarna inn i m.a. það, hve fólk er bundið við störf á virkum dögum. Það er þvi erfitt fyrir það að komast að heiman oft og tiðum. Heildaniðurstöður eftir 1-2 ár — Eru komnar einhverjar niðurstöður eftir rannsóknirnar, dr. Jens? — Það eru komnar bráöa- birgðaniðurstöður eftir rann- sóknirnar I fyrra, en þær segja ekki allan sannleikann enn. Það veröur að taka þetta saman, skipuleggja þe'tta i eina heild. Heildarniðurstööur liggja vart fyrir fyrr en eftir 1-2 ár. Unniö veröur úr ramisóknunum hér við Háskólann og sennilega að ein- hverju leyti úti i Gautaborg. — Mig langar til að bætbæta þvi við I sambandi við upphaf rann- sóknanna að Islenzka mannfræði- félagið var fyrst i broddi fylk- ingar fyrir þeim hér á tslandi og greiddi götur útlendinganna. Siðan skipaöi rektor háskólans sérstaka nefnd til að hafa sam- vinnu við útlendingana um rann- sóknirnar. Formaður þeirrar nefndar er Guðmundur Eggerts- son prófessor. Þá voru tveir íslendingar skipaðir I norrænu nefndina, sem um þessi mál fjallar, og eigum við Ólafur Ólafsson landlæknir sæti i henni. Og svo er það þetta með loftið i Þingeyingum — Varstu var við tiltakanlega mikið loft i Þingeyingum? — Ja, (dr. Jens hlær við), — sannleikurinn er sá, að við fengum þarna fólk, sem er með anzi mikið loft. Það er staðreynd. Þeir fóru yfir þetta venjulega Framhald á 39. siöu. Dr. Jens Pálsson, forstööumaður rannsóknanna, við höfuömælingar. Einnig var athugaður augnalitur og ýmis fleiri einkenni, ættir, störf og fleira. Að sögn dr. Jens má vænta, að heildarniðurstöður rannsóknanna liggi fyrir eftir 1-2 ár. Vinsælasti liðsmaöur rannsóknanna, Kristján Sveinsson augnlæknir, tekur á móti fólki til augnrann sókna. Með honum i sumar starfaði Loftur Magnússon, augnlæknir á Akureyri. Sólveig Þrándardóttir (sitjandi) við blóðflokkagreiningu og Suzan Holmes frá Bandaríkjunum viö að taka fingra- og lófaför. Þingeyingar héldu lengi vei, aö hún væri I ætt við hinn fræga Sherlock Iiolmes, spæjara allra alda! Hópur sveitafólks aö biða eftir að vera rannsakaö. Álfheiöur Ingadóttir er þarna að mæla hæð manna o.fl. Þvi miður höfum við ekki myndir af ioftmælingunum, sem reyndust mjög athyglisveröar. — Þetta er afar elskulegt fólk, segir dr. Jens,— og sýndi rannsóknunum mikinn áliuga. Það var mikils virði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.