Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Laugardagur 4. ágúst 1973.
Hér fæst Tíminn
um helgina
Á Norðurleið og Austurlandi fæst Timinn:
HVALFIRDI: Ollustööinni
BO|tGARFIUÐI: Hótel Bifröst, Hvitárskálanum v/Hvitárbrú,
B.S.R.B., Munaðarnesi.
IIROTAFIRDI: Veitingaskálanum Brú, Staðarskálanum.
BLÖNDUÓSI: Essó-skálanum, Hótelinu, hjá umbm. Þórunni
Pétursdóttur
SKAGASTRÖND: umbm. Björk Axelsdóttur, Túnbraut 9
SKAGAFIRÐI: Kf. Skagfirðinga Varmahlið
SAURARKRÓKI: Söluskálanum Abæ, hjá umbm. Guttormi
Óskarssyni Kaupfélaginu
SIGLUFIRÐI: umbm. Friöfinnu Simonardóttur Steinaflöt
ÓLAFSFIRÐI: umbm. Mary Baldursdóttur, Aðalgötu 32
DALVÍK: umbm. Stefáni Jónssyni, Bjarkarbraut 9
IIRISEY: umbm. Björgvini Jónssyni útibússtj. Norðureyri 9
AKUREYRI: umbm. Ingólfi Gunnarssyni, Hafnarstræti 95, i
öllum blaðsöluturnum
S-ÞINGEYJARSÝSLA: I Einarsstaðaskála og Reynihlið viö
Mývatn.
IIÚSAVÍK: umbm. Stefáni Hjaltasyni, deildarstj.
KÓPASKER: Kf. N-Þingeyinga
RAUFARHÖFN: umbm. Hólmsteini Helgasyni
ÞÓRSHÖFN: Kf. Langnesinga
EGILSSTÖDUM: Kf. Héraösbúa, umbm. Ara Sigurbjörnssyni,
Bjarkahlið 3, Héraösheimilinu Valaskjálí og Flugvellinum.
REYÐARFIRDI: umbm. Marinó Sigurbjörnssyni, og i
bókabúðinni.
VOPNAFIRÐI: Kf. Vopnafirðinga og i bókabúöinni
ESKIFIRÐI: Óli J. Fossberg og i bókabúðinni.
SEYDISFIRÐI: umbm. Þórdisi Bergsdóttur og i bókabúðinni
NORÐFIRÐI: Gunnari Daviðssyni umbm., Þiljuvöllum 37 og i
bókabúöinni.
IIORNAFIRÐI: Kf. A-Skaftfellinga, Höfn og i bókabúðinni.
Á Suðurlandi fæst Timinn:
SELFOSSI: Kf. Arnesinga og i bókabúö Arinbjarnar Sigurgeir-
sonar og hjá umbm. Jóni Bjarnasyni Þóristúni 7
LAUGARVATNI: KA
ÞRASTASKÖGI: KA
EYRARBAKKA: KA, umbm. Pétri Gislasyni
STOKKSEYItl: KA, umbm. Sveinbirni Guðmundssyni
ÞORLAKSIlöFN: KA, umbm. Franklin Benediktssyni
HVOLSVELLl: KA, umbm. Grétari Björnssyni
IIELLU: KA, umbm. Steinþóri Runólfssyni
IIVERAGERÐI: Verzluninni Reykjafossi
Á vesturleið fæst Timinn:
BORGARNESI: Söluturninum, hjá umbm. Sveini M. Eiössyni,
Þórólfsgötu 10
AKItANESI: Söluturninum, hjá umbm. Guðmundi Björnssyni,
Jaðarsbraut 9
HELLISSANDI: umbm. Þóri Þorvarðarsyni
ÓLAFSVIK: umbm. Hrefnu Bjarnardóttur
GRUNDARFIRÐI: umbm. Jóhönnu Magnúsdóttur, Borgar-
braut 2
STYKKISIIÓLMI: umbm. Hrafnkeli Alexanderssyni
PATREKSFIRDI: umbm. Magnúsi B. Ólsen, Aðalstræti
BiLDUDAL: umbm. Hávarði Hávaröarsyni
SúGANI)AFIRÐI:umbm. Hermanni Guömundssyni, Aöalgötu 2
BOLUNGAVIK: umbm. Jóninu Sveinbjörnsdóttur
ÍSAFIRÐI: umbm. Guðmundi Sveinssyni og Bókaverzlun
Jónasar Tómassonar
Auglýs
endur
Auglýsingastofa Tímans er í
Aðalstræti 7
Símar 1-95-23 & 26-500
Hey óskast
til kaups
Erum kaupendur að heyi. Verðtilboð
sendist skrifstofu félagsins eigi siðar en 7.
ágúst. Skrifstofan opin frá kl. 14-17.
Hestamannafélagið Fákur.
Veljið yður í hag —
Nivada
OMEGA
rOAMER
JUpina.
Magnús E. Baldvínsson
Laugavegi 12 - Sími 22804
úrsmíði er okkar fag
PIERPOÍIT
Návist hlutanna
Baldur Óskarsson:
Gestastofa. Heims-
kringla, Reykjavik 1973.
Qestastofa er þriöja ljóðabók
Baldurs Óskarssonar. Hann hóf
feril sinn með sagnaritun: gaf
fyrst út smásögur og siðan stutta
skáldsögu. Fyrsta ljóðabókin,
Svefneyjar, kom út 1966 og hin
næsta, Krossgötur, 1970. Þá er
þess að geta að hann hefur birt
þýðingar á ljóðum spænska
skáldsins Garica Lorca. t Tima-
riti Máls og menningar 1968 komu
fjórtán ljóð með allrækilegri
greinargerð þýðanda, og enn birt-
ust þrjár þýðingar i sama riti
1970. Aftast i hinni nýju bók Bald-
urs eru tekin upp þrjú af þessum
ljóöum Lorca. Skemmtilegt væri
að fá i Islenzkum búningi sérstakt
safn ljóða þessa spænska skáld-
snillings, sem orðið hefur Islenzk-
um lesendum hugstæður og ná-
kominn, einkum vegna Vögguþul-
unnar fögru i túlkun Magnúsar
Asgeirssonar. Þýðingar Baldurs
óskarssonar á ljóðum Lorca virö-
ast gerðar af mikilli alúð, og þær
miðla lesandanum nokkru af dul-
arfullum andblæ spænskrar þjóð-
menningar sem tslendingum er
næsta f jarlæg og hefur verið þeim
minna kynnt en skyldi.
Um Svefneyjar, fyrstu ljóðabók
Baldurs Óskarssonar, hefur
Kristinn E. Andrésson komizt svo
að oröi (tslenzk ljóöagerð 1966 i
Timariti Máls og menningar
1967): „Mörgum sem vanir eru
greiðari leiðum kann að finnast
hús skáldsins læst með slag-
brandi og þurfi kjark til aö brjót-
ast þangaö inn. . . Þessi ljóð gefa
nýtt viðhorf og að jafnaði sterka
mynd og eru ekki nærri eins óað-
gengileg og virðast kann i fyrstu.
En þau eru ekki til að útskýra,
heldur verða menn sjálfir aö leita
þar skilnings eða áhrifa. Þaö er i
þessum kvæðum skörp sjón, sterk
tilfinning, efasemdir og heit
spurn. Hitt er annað mál hvort
þau myndu ekki vinna á þvi að
vera sett frma á ljósari eöa ein-
faldari hátt”.
1 Krossgötum er myndasköpun-
in aö nokkru leyti fastmótaöri og
stilviöleitni skáldsins marksækn-
ari en fyrr. Þó er bókin ærið mis-
jöfn aö gæðum. Skáldheimur höf-
undar er viða ógreiður aðgöngu
og ljóömyndir óskýrar: smekk-
visin stundum brigöul. Af bókinni
varð þvi naumast ráðiö hvers
vænta mætti af höfundinum, enda
er það gefiö i skyn með heiti
hennar.
Nýja bókin, Gestastofa, er
vafalaust listrænasta ljóðasafn
Baldurs óskarssonar til þessa.
Hér nýtur sin fyrst til nokkurrar
hlitar hin dula og sérkennilega
myndgerð skáldsins. Ljóðin eru
nú yfirleitt sjónrænni en fyrr:
hnitmiöun málsins hefur eflzt.
Almennt má segja að myndir höf-
undar séu sértækari og áþreifan-
legri en verið hefur i fyrri ljóöum
hans.
Baldur Óskarsson viröist i
Ijóðagerð sinni sækja meira
gagngert til myndlistar en flest
önnur samtiöarskáld. Skal þó ját-
aö, að hér er fremur um hugboð
að ræða en niðurstööur beinnar
athugunar: undirstaðan brestur
mjög þekkingu til að rekja þessi
efni. En skáldið fer með liti á
nokkuð sérkennilegan hátt, málar
sterkt, ef svo má til orða taka. Og
mikii rækt er við það lögð að
bregða upp eins konar kyrralifs-
myndum, „still-leben”. Þegar
bezt lætur tekst höfundinum með
sérstæðum og persónulegum
hætti að fanga návist hlutanna,
staðfesta með nærtækri skirskot-
un þá skynjun framandleikans
sem hann vili tjá i ljóðum sinum.
Þetta felst i nafni bókarinnar,
Gestastofa. Það er vel valið og
gefur með látlausum hætti i skyn
þá kennd ókunnugleika, sem öðr-
um fremur markar lif nútima-
mannsins. Og kynjafullur leikur
timans að manninum verður hon-
um sifelldlega uppspretta sár-
saukafullrar löngunar til að
höndla kyrrö og jafnvægi andar-
taksins.
1 fyrsta kafla bókarinnar eru
nokkur ljóð sem láta i ljós næma
skynjun hlutanna og grun um
„kynjar þeirra bakviö lag og lit”:
Siðla, Innangátta, Hanabjálkinn.
Siðasttalda ljóðið er á þessa leið:
Sólargeislinn kólnar á fjölunum
skilinn við bláa
ljósglætu
sem lifir á skammbitanum.
Amboðin móka.
Bibi og blaka.
Þessi bláa glæta
er glampinn á ljánum.
Þetta svarta krossmark
er myndin af skjánum.
Hagldirnar horfast i augu.
Ég læt sem ég sofi.
Þetta er kunnugleg mynd og
næmlega dregin, i senn einföld og
fjölvis. En ljóð samnefnt bókinni
er til marks um annars konar
myndgerð, á sinn hátt framand-
legri, — og hér kemur lesanda i
hug nútimamálaralist. Gesta--
stofa:
Tvær raddir heyrast,
talið sem i fjarska. —
Teningur og rós i gluggakistu.
Skuggi nam staðar, þar sem
myndin mókti.
Mannlaust var hlaðið, ekki fugl
að sjá.
Við sjónbaug vagnar runnu
sifellt hjá —
svarbrúnir vagnar — undir
gulumhimni.
Teningur og-rós i gluggakistu.
Tvær raddir heyrast,
taliö sem i fjarska. •
Annar kafli bókarinnar er
iburðarmeiri en sá fyrsti og ljóð-
málið viða i torræöara lagi. Til að
mynda er örðugt að finna sam-
hengi Fjögurra ljóða (skipað
saman undir þessari fyrirsögn:
eitt hefur yfirskriftina Hugsað til
Pirandello). Vel formuð eru þó
ljóðin Hellir og Birta: þar er að
finna þessa mögnuðu myndlik-
ingu: „A hverju kvöldi kalla ég
fram og krossfesti / kviða minn á
svartan ljóra. —” — 1 þriðja kafla
eru einfaldari ljóð og yfirleitt
haglega gerð (Mynt): Einnig má
nefna hina sérkennilegu nýgerv-
ingu Gengd. Minnilegastur er þó
(Eftirmáli), (fyrirsögnin höfð
innan sviga af einhverjum ástæð-
um). Þetta ljóð er til marks um
listræna kunnáttu Baldurs Ósk-
arssonar þegar hún nýtist bezt:
Vissulega,
vissulega hef ég tekið á mig
þina mynd.
Þetta er eins og að horfa
alltaf I spegil.
Ég sit i hægu sæti.
Barnsfætur þinir
bera mig ekki úr stað.
A barmi okkar
glittir i minningarbrotin.
Og þú hvilir hendur i skauti,
minar hendur,
meiri og þyngri en svo
að þú fáir lyft þeim.
Siöasti frumsamdi hluti bókar-
innar hefur að aðalfyrirsögn
Hestavisur. Hesturinn er ein-
kennilegt tákn I þessum ljóöum.
Vel má vera að höfundar af
spænskri ljóðlist hafi örvað til
slikrar tákngerðar. Við lestur
þessara ljóða kemur i huga hinn
„stóri hviti hestur, / háskans
næturgestur” i Vögguþulu Lorca.
Hestarnir eru hér i senn torkenni-
legirog trylltir, magnaðir óvæntu
lifi. Sá vindótti:
Likt og standmynd á leið yfir
• voginn —
granir flenntar, sveipótt
silfurgjall,
og grunnstingull i auga.
Likt og standmynd komin úr
skýjakafi,
likt og endurminning, aösókn
eða blinda.
Að visu þarf jór þessi engan
veginn að vera ættaður af suölæg-
um slóöum. En hinir gráu, sót-
rauðu og vindóttu fákar sem hér
bregður fyrir hafa þó yfir sér ein-
hvern þann svip sem gerir þá
ókunnuglega Islenzkum lesanda.
— Annað tákn er nautið I einu
viöamesta ljóði bókarinn'ar,
Tauromania. Það er dulmagnað
og fullt af hreyfingu: hver sýnin
rekur aöra. En þegar til þess
kemur að ráða tákn sem þessi
kann það að vefjast fyrir mönn
um: má segja að bættur sé skað-
inn. Tákn i skáldskap halda þvi
aðeins áhrifamætti sinum aö les-
andinn þykist ekki hafa á reiðum
höndum einfalda ráðningu þeirra.
Og enn má nefna eitt tákn úr
Gestastofu er myndar umgjörö
bókarinnar. 1 fyrsta ljóðinu er
„dúkað svörtu lini./ — Og
íjrúðuhöfuð / snúið til veggjar”.
Og I siöasta frumorta ljóðinu:
„Tvær brúðuhendur / á björtu
lini”. Fyrir hvað stendur brúðan
hér, og linið?
Þetta eru óvenjuleg tákn i Is-
lenzkri ljóðagerð, þar sem oftast
er visaö til náttúrunnar. En eiga
brúðan og linið sjálfstæöa tilvist
nema skyggnzt sé að baki hlut-
anna? >
1 dul og framandleika þessara
ljóöa og einatt torræðari mynd-
gerð þeirra er fdlginn glöggur
persónulegur stilsvipur. Þótt
hann beri með sér nokkurn and-
blæ fjarlægrar menningar hingaö
á útkjálkann, hefur Baldur Ósk-
arsson nú fengiö honum staðfestu
i Islenzkri ljóðagerð.
Gúnnar Stefánsson.
Hremt
land *