Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 40
 G K Ðl MERKIÐ, SEM GLEÐUR UHtumst i tumpfélaghtu fyrir góúnn nwt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Norræna menningarmálanefndin á flötinni fyrir utan Norræna húsiö í Reykjavfk. Þaö hús er einn ávöxt- urinn af starfi nefndarinnar. NORRÆNT SAM- STARF ER ÍSLANDI ÓMETANLEGT — sagt frá menningarmálanefnd Norræna ráðsins Skylab- menn verða áfram björgunarieiðangur undirbúinn NTB-Houston — Bandarfska geimferöastofnunin ákvað i fyrrakvöld, að þremenningarnir i Skylab-geimstöðinni skuli vera þar áfram og gegna störfum sin- um samkvæmt áætlun, þrátt fyrir bilunina I Apollo-geimfarinu, sem veldur þvi, að þeir komast ekki heim i þvi. Jafnframt er unnið daga og nætur að þvi að undirbúa leiðangur þann, sem i næsta mán- uöi á að fara út i geiminn og sækja þá. Það verður fyrsti geim- björgunarleiðangur i sögunni. Þó eru menn að vona, að ef til vill kunni að takast að gera við bilunina i Apollo, þannig að ekki komi til þess að senda þurfi menn til bjargar. Satúrnus-eldflaugin mun þó verða sett á skotpallinn 13. ágúst og verða tilbúin til skots 5. september, ef með þarf. Til eru aukaflaugar og Apollo-hylki, handa þriðju Skylab-áhöfninni, þegar þar að kemur. Ekkert amar að þremenning- unum i Skylab, en gönguferð þeirra i geimnum hefur nú verið frestað I f jórða sinn. Hún átti ann- ars að fara fram i dag. Fundu ópíum að verðmæti 1 milljarð króna LÖGREGLAN i Bangkok fann i vikunni nærri þrjú tonn af opium i helli á litilli eyju rétt fyrir utan ströndina. Lögreglan telur að verðmæti þessa magns sé um 1,8 mill. bath, sem er um 6,5 mill. isl. króna. Þetta er miöað við verð á opium á markaði i Bangkok, en ef þetta magn hefði komzt á leiðarenda, sem var New Yorldieföi það verið selt á um einn milljarö islenzkra króna. Tveir simpansar tala mannamdl SB-Reykjavík — Tveir simpansar við háskóla einn i Oklahoma hafa lært að gera sig skiljanlega á mannamáli. Þeir eru par, Hana- ben 8 ára og frú hans Lucie, sem er sex ára. Aparnir geta haldiö uppi samræöum við gæzlufólk sitt á þvi máii.sem daufdumbir nota. Simpansarnir þekkja um 140 orö og geta tengt þau saman i allt að 300 setningar — margt fólk notar ekki meiri orðaforða. Hana- ben notar að mestu orðin „Komdu” „gef mér að drekka” „Gef mér að borða” og „Ég vil fara út”. Frúin hefur mestan áhuga á öllu matarkyns og til dæmis hefur hún sjálf gefið melónum nýtt nafn: „Sætur drykkjarmatur”, Að sjálfsögðu hafa aparnir einnig lært að nota salerni, bursta tennur sinar, velja simanúmer og nota skrúfjárn. Þeir biðja lika kurteislega af- sökunar, ef þeim verður á að gera eitthvað rangt. Lucie var þó ekki sérlega kurteis um daginn, þegar henni var neitað um þriðja vind- linginn i röð. Þá tifuðu fingurnir og sögðu við stúlkuna: — Þú fifl! NORRÆNT samstarf á sér djúp- ar rætur, þótt þvi hafi ekki verið markaö fast form fyrr en á þess- ari öld. Þaö var þó ekki fyrr en komið var á fót Norræna ráöinu á öndveröum sjötta áratug þessar- ar aldar, sem skipulegt norrænt samstarf hefst aö marki. Nor- ræna ráöiö hefur sér til aöstoöar ýmsar nefndir, sem fjalla sin um hvert sviðiö. Ein þeirra er menn- ingarmálanefnd Norræna ráös- ins, sem undanfarna tvo daga hefur átt meö sér fund á Höfn I Hornafirði. A fundi með blaðamönnum gerði fulltrúi tslands, Gylfi Þ. Gislason fyrrv. menntamálaráð- herra, grein fyrir störfum nefndarinnar. Störf nefndarinnar eru marg- þætt. Hún gerir tillögur um hversu varið skuli þvi fé sem lagt er fram til hins norræna menn- ingarsamstarfs. A næsta ári mun 510 milljónum Isl. króna varið til þeirrar starfsemi, en nefndar- menn hafa fullan hug á að sú upp- hæð veröi hækkuð. Þetta fé skipt- ist þannig, aö bróðurparturinn eöa 165 milljónir renna til vis- indarannsókna. Menningarstarf- semi af ýmsu tagi hlýtur 50 millj. og til kennslumála ganga 75 millj. Þá hafa ráðherrar til ráöstöfunar 75 millj., en af þeim er 15 milij. varið til þess að efla samskipti norræns æskufólks. Enginn vafi er þvi, að þessar fjárveitingar hafa mjög styrkt hið norræna samstarf á öllum sviöum menningarmála. Það kemur bezt fram i þvi að sótt er um helmingi meira fé en til ráð- stöfunar er. Sem dæmi um mál, sem fyrst var vakið máls á innan menn- ingarmálanefndarinnar og kom Islandi sérstaklega til góða má nefna Norræna húsið i Reykjavik og eldfjallarannsóknastöðina, sem tók stil starfa á þessu ári. Nefndin hefur sérstakan hug á að eflt verði hiö norræna sam- starf á sviöi hljóðvarps og sjón- varps. Þá er miðað við sámræm- ingu á skólum og kennslumálum og samhæfingu prófa, en þaö mun verða til mikils hagræðis fyrir námsmenn. Þegar hefur töluvert starf verið unnið I þessum efnum, einkum hvaö varðar ensku- kennslu og stærðfræði. Einnig stendur til að efla samstarf um æskulýðsmál, enda má segja aö það sé undirstaða hins norræna samstarfs I framtiðinni. Stefnt er áð að efla þýðingar af einu nor- rænu tungumáli á annað, en þaö mál er Islendingum, Færeyingum og Finnum mjög mikilsvert. Ætlunin er að þýða bæöi fagur- bókmenntir og visindarit. Þá verða verk norrænna höfunda lika þýdd á ensku. 1 þvi sambandi má nefna að nýlega er lokið þýðingu á norrænum leikritum á ensku, og kemur út eitt bindi lejk- rita frá hverju Norðurlandanna. Akveðið er að komið verði upp Norrænu húsi i Þórshöfn I Fær- eyjum, sumpart vegna þess hversu góð reynsla hefur fengizt af Norræna húsinu i Reykjavik. Aform um að komið verði upp norrænum kjamakljúf, sem yrði sameiginleg eign Norðurland- anna, olli miklum uinræðum inn- an nefndarinnar, þar eð sumir nefndarmanna töldu, að slik rannsóknarstöð væri of dýr og betra væri aö verja fénu til ann- arra hluta. Talið er að kosta mundi sem svarar 1500 millj. Isl. kr. að koma slikri stöð á fót og rekstrarkostnaður yröi um 180 millj. á ári. Sviar leggja mest til hins nor- ræna samstarfs. Þeir greiða 45% af öllum kostnaði, Danir leggja til 22%, Norðmenn og Finnar 16%, en Islendingar 1%. Drjúgar fjár- hæðir renna til starfseminnar á Islandi, eldfjallastöðin fær þannig á næsta ári rúmar 16 millj. isl. kr. og til Norræna hússins • renna rúmar 13 millj. HHJ 50 fórust í hótel- bruna — veggir og þak hússins úr eldfimu plasti NTB—Douglas, Ile of Man, —Sjö hæða skemmtanamiðstöð og hótel á eynni Mön brann I fyrrakvöld á skömmum tima og I gær var vitað um 50 manns, sem fórust i brunanum. Þó var nokkurra enn saknað. Milli 4500 og 5000 manns voru inni i húsinu, er eldurinn kom upp. Hann breiddist svo hratt út, að ekki varð við neitt ráðið og bráðlega stóð aðeins grind hússins eftir. Margir hafa gagnrýnt það, að þak hússins og veggir voru úr plasti. Slökkviliðsstjórinn á eynni segir, að slökkviliðið hafi enga reynslu i að ráða niðurlögum elds i sliku efni. Yfirvöld i Bretlandi eru skelfingu lostin yfir þessu og fyrirtækið, sem framleiddi plast- ið.getur ekki skilið, hvernig það varsvonaeldfimt,enþaðátti það ekki að geta verið, að 'sögn for- stjórans. Attatiu manns hlutu brunasár og margir eru á sjúkrahúsum. Ekki er vitað um upptök eldsins, en sjónarvottar segjast hafa séð börn leika sér með eldspýtur úti á svölum. Elisabet drottning, sem dvelst um þessar mundir i Kanada, sen di samúðarskeyti til ættingja hinna látnu. Einn þeirra sem af komust úr brunanum, sagði æði hafa grip ið fólkið inni I húsinu, þegar ljóst var að húsið var að fuöra upp. Hann sagði að fólk hefði hlaupið um og margir verið troðnir undir. Veggirnir hefðu bókstaflega bráðnað niður á nokkrum sekúndum. Neyðarút- gangar voru fyllilega nógu marg- ir á húsinu. Allir þeir sem fórust voru frá Bretlandseyjum. ITT mútaði Mitchell NTB-Washington — John Mitchell, fyrrum dómsmálaráð- herra Bandarikjanna og náinnn trúnaðarvinur Nixons forseta, er grunaður um embættisglöp i sambandi við réttarhöld yfir risa- fyrirtækinu International Tele- phone and Telegraph (ITT), að þvl áreiðanlegar heimildir i Washington sögðu i gær. ITT var ákærð fyrir brot á lög- um um myndanir auðhringa, en sætzt var á málið af hálfu dóms- málaráðuneytisins. Siðar kom i ljós, að fyrirtækið hafði boðist til að greiða 400 þúsund dollara til að standa undir landsþingi repúblik- ana I Miami. Mitchell er einnig meðal þeirra, sem flæktir eru i Watergate-mál- ið og auk þess er hann þegar ákærður fyrir að hafa tekið móti framlagi i kosningasjóðinn frá iðjuhöldinum Robert Vesco. Auk þessa er tilkynnt frá Washington, að þingnefnd sem rannsakar fullyrðingar um að Nixon hafi keypt sumarhús sin i Kaliforniu og Flórida fyrir opin- bert fé, muni fara lagaleiðina til að fá forsetann til að afhenda gögn um húsakaupin. Watergate- nefndin hefur einnig ákveðið að fara lagaleiöina til að fá skjöl hjá I Nixon. Karl Skytte þingmaður og frú og Poul Hartling fyrrum ráðherra. Þeir Hartling og Skytte hafa áöur komið færandi hendi til islands. Þeir færöu okkur Flateyjarbók og Codes Regius fyrir hönd dönsku þjóö- arinnar. Þessi mynd er tekin, er þau skoöuöu Flateyjarbók í Arnagaröi (Tfmamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.