Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 10
11 10 Svartbakurinn er orðinn gifurleg plága, ekki að- eins i varplöndum. Hann er t.d. mjög kræfur við aðútrýma laxaseiðum. í maga eins fundust ný- lega 100 laxaseiði. — Það þýðir ekkert annað en að ráðast gegn hon- um, þar sem hann hópar sig. En það má ekki beita eitri gegn honum nema i varplöndunum, segir Árni G. Pétursson ráðunautur. Á siðari ár- um hefur hrafninn einn- ig vaðið upp og verið mjög skæður. Bændur fengu i vor svæfingarlyf gegn fuglinum, til þess að setja i egg. En þetta reyndist hið mesta „gabblyf”. Og helzt er að sjá, að það sé búið að gera varginn að „dóp- ista”! Vtl/ílMiT' TÍMINN f cj; . r rc t rrc 1 Laugardagur 4. ágúst 1973. Búnir að gera svart bakinn að ffdópista"! — Vissir fuglafræðingar hér halda þvi fram, að þýðingariaust sé að gera útrýmingarárás á svartbakinn, á sorphaugum eða á öðrum stöðum, þar sem hann hópar sig. Segja þeir, að rann- sóknir sýni, að 60-70% svartbaks- ins drepist á fyrsta ári, það sé náttúrulögmál. Halda þeir þvi fram, að við myndum engum árangri ná með að ráðast þannig á svartbakinn, við myndum ekki gera annað en að drepa eitthvað af þessum 60-70%, sem hvort sem er myndu drepast. Ég á erfitt meö að skilja þessi rök, og mér hefur ekki tekizt að sannfæra þá um, að við gætum nú „slysazt” til að drepa eitthvað af þessum 30- 40% af fuglum komnum af fyrsta ári. Eitthvað á þessa leið komst Arni G. Pétursson, sauðfjár- ræktarráðunautur hjá Búnaðar- félagi Islands, að orði, er við ræddum við hann um æðarvarp, ágang svartbaks og ann- arra vargfugla, útrýmingu þeirra o.fl., en Arni hefur leiðbeint bændum um æðarrækt. — Svartbakurinn er orðinn al- gjör plága, ekki aðeins i æðar- varpinu. Hann eitrar t.d. vatnsból og étur stóran hluta af laxa- seiðunum, sem laxaræktar- bændurnir setja i árnar. Hann er miklu duglegri en veiðimennirnir sums staðar. Fyrir skömmu töldu þeir á Laxamýri t.d. hundrað laxaseiði i svartbaksmaga. Fuglafræðingar halda þvi fram, að eina ráðið sé að svelta svart- bakinn i hel, og það er ef til vill al- veg rétt, en til þess þyrfti stór- átak og þá helzt með þvi að ganga ööru visi frá sorphaugum, en gert er. Viljum herferð á haugana Að sögn Arna er engin skipu- lagning af hálfu hins opinbera eða fjárveiting til útrýmingar á svartbak og flugvargi. Má nú ekki eitra fyrir fugl á bersvæði, nema hvað beita má svefnlyfi i varp- löndum. — Það sem við i æðarræktar- félaginu höfum óskað eftir, alveg frá byrjun, er að gerð væri her- ferð gegn varginum á þeim stöð- um, þar sem hann hópar sig, við sorphauga, fiskvinnslustöðvar, sláturhús o.s.frv. En við fáum ekki leyfi til þess. „Þeir eru svo hræddir um, að ef maður notaði eitthvert eitur norður I Þing- eyjarsýslum, þar sem ekki hefur Bændur æfareiðir yfir nýju rándýru svæfingalyfi, sem reyndist næsta gagnslaust. Hrafninn veður líka uppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.