Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 4. ágúst 1973. V. Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson, Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasími 19523. AskriftagjaJd 300 kr. á mánuði innan lands,, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f Óheiðarleiki Mbl. í Timanum i dag er birt athugasemd frá fjár- málaráðuneytinu vegna skrifa Mbl. um skrif- stofukostnað stjórnarráðsins og stjórnunar- kostnað Reykjavikurborgar. Sá samanburður, sem Mbl. hefur leyft sér að viðhafa um reikninga borgarinnar og reikn- inga um kostnað við rekstur stjórnarráðsins, er vægast sagt bæði óheiðarlegur og blekkjandi Mbl. reynir i þessum samanburði visvitandi að misnota ólikar starfsreglur við færslu bókhalds i stjórnarráði og hjá borginni. Sem dæmi um þennan mismun uppsetningu reikninga þess- ara aðila má nefna að ný fjárfestingi skrif- stofuvélum, áhöldum og húsnæði er i rikis- reikningi bókfært að fullu með gjöldum þess árs, sem til hennar er stofnað, enireikningi Reykjavikurborgar er fjárfestingin færð sem eign i efnhagsreikningi og afskriftir reiknaðar og þær tilgreindar i sérstökum gjaldalið en ekki innifaldar i gjaldaliðum „stjórn borgar- innar”. Annað dæmi um mismunandi bókfærslu gjalda er það, að móttaka erlendra gesta og risna er færð sem gjöld við rekstur stjórnar- ráðsins, en i borgarreikningi falla slik útgjöld ekki undir gjöld við rekstur skrifstofa borgar innar. Ýmis önnur gjöld, sem ekki geta talizt skrifstofu — eða stjórnunarkostnaður, eru talin með i reikningum aðalskrifstofa ráðuneytanna og má þar til nefna þjóðhátiðarundirbúning, viðhald og endurbætur á Arnarhvoli, stjórnar- ráðshúsi og ráðherrabústað, framlög til upplýsinga og kynningarstarfsemi, þátttaka i alþjóðaráðstefnum og má i þessu sambandi minna á, að verulegur kostnaður hefur til fallið vegna landhelgismálsins og hefur Mbl. þar talið að frekar væri við nögl skorið en hitt. Kostnaður við endurbætur á húsnæði ráðu- neyta var mun meiri árið 1972 en 1971. Þá er þess að geta, að i gjöldum aðalskrif- stofumenntamálaráðuneytisins komul972 gjöld vegna þeirrar starfsemi, sem var á vegum fræðslumálaskrifstofunnar allt fram til árs- loka 1971 og námu á þvi ári 52,8 milljónum króna og koma þau þvi sem hækkun á rekstri stjórnarráðsins þótt ekki sé um aukin útgjöld rikissjóðs þar að ræða. Þegar tekið hefur verið tillit til þessara at- riða, sem hér hafa verið nefnd og annarra skyldra má telja, að hækkun á gjöldum aðal- skrifstofa stjórnaráðsins hafi orðið 22% á árinu 1972. Þessi 22% hækkun gjaldaliða á árinu 1972 stafaði að nokkru leyti af ýmsum leiðréttingum á launum vegna kjarasamningsins, sem gerður var i desember 1970 og ekki komu til framkvæmda fyrr en á árinu 1972 og var þar m.a. um að ræða leiðréttingar skv. 19. gr. samningsins, er náðu allt aftur til gildistöku hans hinn 1. júli 1970. Þá stafar þessi hækkun að verulegu leyti af þeirri almennu launahækkun, sem varð skv. kjarasamningi á árinu. Af þessu sést, hve óheiðarlegur samanburður Mbl. er og hver heilindin eru að baki þegar Mbl. deilir á sama tima á rikisstjórnina fyrir það að hafa ekki eytt nægilega miklu fé i þá liði, sem eiga verulegan þátt i hækkuninni sbr. kynning- in á landhelgismálinu. — TK TIMÍNN 19 Michael Fry, The Scotsman: Olía úr Norðursjó færir Norðmönnum mikinn arð Markmið Norðmanna er að nota olíudgóðann til fjdrfestingar erlendis og tryggja d þann veg hag sinn í framtíðinni REGLUR og ákvæði Norð- manna um oliuvinnslu eru ærið strangar reglur þegar allt kemur til alls. En oliufé- lögin virðast ekki setja þetta svo mjög fyrir sig. Einn af talsmönnum oliufélaganna lét svo ummælt við mig, að þeim væru ströng og nákvæm lög ekki svo mjög á móti skapi meöan þeim væri aö treysta, en á þvi vill oft verða mis- brestur jafn óstöðug og stjórn- . málin eru á þeim svæðum, þar sem mesta oliu er að finna. Þessu til sönnunar má benda á, að þegar er búið að sam- þykkja átta framleiðslusamn- inga við rikið og ná þeir til 27 reita á oliusvæðinu. Eitt af markmiðunum með þessari stefnu er að gera Statsolje að voldugu oliu- félagi, sem geti kannað og unnið oliu hvar sem er i heiminum. Norska rikis- stjórnin vill einnig reyna að tryggja, að heill hópur norskra fyrirtækja verði fær um að sjá oliuvinrtslufyrir- tækjunum fyrir þvi, sem þau kunna að þarfnast. Talið er nægja enn sem komið er óformlegt samkomu- lag við oliufélögin um að þau verði við þeirri kröfu, að kaupa vörur og þjónustu til vinnslunnar i Norðursjónum af norskum fyrirtækjum. Hitt er svo annað mál, að norska rikisstjórnin dregur ekki dul á óánægju sina með framvind- una til þessa, og er mjög sennilegt, að fastari reglur veröi settar og nánara eftirliti komið á i framtiðinni. OLtUVINNSLA mun verða afar fyrirferðarlitil i Noregi þrátt fyrir allt það, sem rakið var hér á undan. „Norðmenn almennt vilja fá oliuna sjálfa i land, en ég vil helzt ekki þurfa aö sjá annað en féð, sem hún færir i aðra hönd”, sagði iðnaðarráðherr- ann. Þegar er búið að ákveða, að olia frá syðsta reit Norð- manna, Ekofisk, verði leidd I rörum til Tees-side. Ennfrem- ur eru á þvi góðar horfur, að olia frá Frigg, sem er annar stór reitur nærri miðju norska svæðinu, verði leidd til Peter- head. Einnig standa vonir til, að stór oliuhreinsunarstöð og efnaverksmiðja verði reist við Tees-side, og Norðmenn eigi verulegan hluta i henni. Þar á að vinna nokkuð af oliunni frá Ekofisk. HVERJU sætir, að norska rikisstjórnin gerir sér slíkt far um að halda oliunni sjálfri og oliuvinnslunni frá landinu? Mengunarhættan á sinn þátt I þvi. Ef til verulegra óhappa kæmi yrði miklum mun erfið- ara að hreinsa hina vogskornu strönd Noregs en brezku ströndina. Norskar reglur um mengunarvarnir eru til muna strangari en gildandi reglur i Bretlandi, og i Noregi voru samþykkt sérstök lög um verndun lifsins I sjónum árið 1967, 1969 og 1970. Norðmenn játa jafnvel, að þeir séu að koma mengunarhættunni yfir á Breta með þvi aö láta veru- legan hluta vinnslunnar fara fram þar I landi. Hinu má þó ekki gleyma, að efnahagsáhrifin eru ámóta mikilvæg og mengunarhætt- an. Ég hefi þegar getið þess, að arðurinn af oliunni geti numið 300 milljónum ster- lingspunda á ári. Ef þeim fjár- straumi væri til langframa veitt i norska efnahagsfarvegi hlyti það að valda afar magnaöri verðbólgu. Það yki ekki aðeins peninga i umferð, heldur hlyti það einnig — þar sem störf við oliu eru hátt launuð — að hækka laun al- mennt, þar sem launafólk við önnur störf hlyti óhjákvæmi- lega að reyna að fylgjast með. ÞETTA hlyti einnig að valda verulegum fólksflutningum frá landbúnaðarsvæðunum til borganna, þar sem völ yrði á hinum háu tekjum. Þá færi gersamlega út um þúfur hið góöa jafnvægi i blómlegu efnahagslifi, sem Norðmenn hafa ástundað af kostgæfni að efla og styrkja siðan að styrjöldinni lauk. Vitaskuld verður nokkuð af oliugróöanum notað innan- SÍÐARI HLUTI lands. Til dæmis gerir hann kleift að auka styrki til efling- ar atvinnulifi á ákveðnum svæðum. Norðmenn eru flestir áfram um aö reyna að hafa sjálfir eignarhald á atvinnu- tækjunum i landinu. Þess vegna verður sumt af oliu- ágóðanum notað til þess að kaupa erlend fyrirtæki, sem starfandi eru i Noregi. Þetta á einkum við um álvinnslufyrir- tækin i Noregi, en um helmingur þeirra er I eigu er- lendra manna. Þá verður einnig stofnað til nýs iönaöar. Þar veröur ekki aðeins um að ræða oliuvinnsl- una sjálfa og hvers konar þjónustu við hana, heldur einnig ýmiskonar fyrirtæki önnur, til dæmis I rafeinda- tækni. MESTUM hlutaagóðans af oliunni er ætlunin að verja til ýmiss konar fjárfestingar ut- an Noregs. Norðmenn hafa lengi átt við að striða við- skiptajafnaðarerfiðleika eins og flestar þær þjóðir, sem þurfa að flytja inn flestar nauðþurftir sinar. Hallann hefir svo orðið að jafna með duidum greiðslum, einkum ágóða af siglingum, eða lán- tökum erlendis. Nú snýst þetta við og Norðmenn munu flytja út fjármagn i framtíöinni. Duldar tekjur þeirra aukast stórlega og öryggi þjóðarinnar gegn efnahagsáföllum að sama skapi. Samanburður á viðbrögðum Norðmanna og Breta almennt við oliunáminu og oliuvinnsl- unni er hvorki auðveldur né réttmætur, bæði vegna stærðarmunar þjóðanna og allt annarra aðstæöna. Ef til vill er eðlilegra að bera saman viðbrögð Skota og Norð- manna. Munur er að visu all- mikill á félagslegri og efna- hagslegri uppbyggingu, en þrýstingurinn i fámennu sam- félagi verður sennilega svipaður. ERFITT er að gera áætlanir um framtiðina i Skotlandi þegar oliuauðurinn kemur til sögu, þar sem afar torvelt er að fá nákvæmar upplýsingar hjá rikisstjórninni. Sýnilegt er þó, að sumir gera sér grein fyrir mengunarvandanum, þörfinni á þvi að stuðla að notkun oliufélaganna á skozk- um vörum og þjónustu og fá aukinn ágóða af skiptunum við oliufélögin sjálf. En hvaða umræður hafa fariðfram i Skotlandi um mál eins og verðbólguna og bú- ferlaflutninga, sem olian hlýt- ur að valda? Vitanlega er þörf á aukinni atvinnu á austurströndinni, en hver verða áhrif hárra launa og mikils kaupmáttar starfs- manna oliufélaganna á hefð- bundinn rekstur? Starfsemi flyzt efalaust frá vesturströndinni til austur- strandarinnar. Vitanlega er skynsamlegt að flytja búferl- um til Aberdeen, ef unnt er að hafa þar tvöfalt meiri tekjur en i Glasgow. En er þá ekki eins skynsamlegt að fara frá Perth, Bathgate eða jafnvel Edinborg? Hvað verður svo um landbúnað og fiskveiðar á norð-austurströndinni, ef verðbólga verður meiri i Framhald á 39. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.