Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Laugardagur 4. ágúst 1973. Hans Fallada: Hvaðnú.ungi maður? © Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar broshýrt og skinandi upp á bak við rúmið. „Er kvenmaðurinn með öllum mjalla eða hvað? Þrjú hundruð mörk fyrir október og nóvember! Sú er góð, það verð ég að segja: sú er svei mér ágæt! Jæja, nú verðið þið að afsaka mig börn, þvi nú má ég til að sjá hana. Fyrst og fremst langar mig til að vita hvort hún segir nokkuð um peningana, og svo er hún áreiðan- lega svo hringavitlaus núna að — — jæja, góða nótt, börnin min”. — Og nú fá Pinnebergshjónin loksins frið i kónagrúminu! Kemst upp um Kessler. Hann fær löðrunga, en Pinneberg og Pússer vcrða samt að flytja sig búferl- um. Það er morgunn, grárog þung búinn nóvembermorgunn, og enn er allt með ró og spekt hjá Mandel. Pinneberg er nýkominn. Hann er sá fyrsti eða næst-fyrsti, sem kemur i karlmannadeildina, en á bak við er vist einn af búðar- mönnunum. Pinneberg er dapur og daufur i skapi. Það stafar vist af veðrinu. Hann tekur klæða- stranga og fer að mæla hann. — Sá, sem hefir veriö að þruska á bak við, kemur nær, — ekki þó beint til hans, eins og Heilbutt myndi gera, heldur staðnæmist hann hér og þar. Þetta hlýtur þess vegna að vera Kessler, og Kessler þykist eiga eitthvert erindi við hann. Hann hefir um langan tima ofsótt Pinneberg látlaust með alls konar ragmennskulegum smá- dylgjum og hnifilyrðum, og þvi miður verður Pinneberg alltaf jafnsár i hvert skipti sem þetta kemur fyrir. Hann hefir eiginlega alltaf langað til að gefa honum á hann, siðan hann kom með at- hugasemdina um afspringinn af Lehmannsættinni, fyrst þegar Pinneberg kom i búðina. „Góðan dag”, segir Kessler þurrlega. „Góðan dag”, gegnir Pinne- berg enn þurrari á manninn. „En hvað er dimmt yfir i dag”. — Pinneberg svarar ekki. „Það væri nú vist einhver sem hefði þörf á að létta af sér drung- anum með einum bjór eða svo”, segir Kessler með tviræðu brosi. „Ég þarf engan bjór”, svarar Pinneberg. Kessler virðist vera i baráttu við sjálfan sig um að taka ein- hverja ákvörðun, eða þá að hann er að velta þvi fyrir sér, hvernig hann eigi að byrja. Pinneberg er næsta órótt. Það er eitthvað, sem Kessler ætlar sér, og það er ekk- ert til bóta. Þá spyr Kessler: „Þér búið i Spenerstræti, — er það ekki?” „Hvernig vitið þér það?” „Ég hefi einhvern tima heyrt það”. Og þegar Pinneberg segir bara „Jæja”, heldur hann áfram: Ég á nefnilega heima i Páls- stræti. Það er merkilegt, að við skulum aldrei hafa rekizt hvor á annan i lestinni.” Það býr áreiðanlega eitthvað sérstakt undir þessu, hugsar Pinneberg. — Bara kvikindið vilji koma með það, hvað sem það er. „Og þér eruð lika giftur”, segir Kessler. „Það er enginn leikur að vera giftur é þessum timum. Eig- ið þér börn?” „Það veit ég ekkert um”, segir Pinneberg gramur og reiður. „Takið yður eitthvað annað fyrir hendur en að standa hérna og þvæla”. „Vitið þér ekkert um! Það er svei mér frumlegt svar”, segir Kessler og skellir upp úr. Og sið- an bætir hann við með augljósri ósvifni: „En þetta getur svo sem vel staöið heima. Það veit ég ekk- ert um. Það er alveg dásamlegt að heyra fjölskyldþföður segja þetta. — Nú en það er þó gott, bara ef frú Mia veit það”. — „Hvað — hvað segið þér?” öskrar Pinneberg oggripurósjálf- ratt kvarða i hönd tér. — Tveir aðrir afgreiðsiumenn hafa nú bætzt viðog hann lækkar röddina. „Hvað viljið þér mér? Þér ættuð að fá einn á kjaftinn, lubbinn yð- ar, sem alltaf reynið að koma ill- indum af stað!” „O, verið ekki neitt að derra yð- ur. Mér þykir gaman að vita, hvað a Janecke segir, þegar ég sýni honum auglýsinguna. Mað- ur, sem lætur konuna sina setja svona klámauglýsingar i blöðin ætti að hafa sig hægan”. Pinneberg er enginn iþrótta- maður. Hann getur þvi ekki stokkið yfir búðarborðið, en verð- ur að hlaupa fyrir endann á þvi til að ná i óþokkann, alveg i kring. — „Gerið svo vel að vera ekki að fara i áflog hér inni! Eruð þið al- veg vitlausir?” hvin i hinum af- greiðslumönnunum. En nú hefir Pinneberg náð til hans. Pinne- berg er enginn iþróttamaður, eins og þegar hefir verið sagt. Honum tekst þó að gefa Kessler einn utan undir. Kessler borgar hann isömu mynt, og nú rykkja þeir og rifa hvor i annan á næsta óhermann- legan hátt. „Biddu bara við, lúsablesinn þinn!” hvæsir Pinneberg. Nú koma afgreiðslumennirnir úr næstu deildum hlaupandi að. „Hættið! Þetta getur ekki gengið”. „Ef Janecke sér til ykk- ar verður ykkur báðum fleygt á dyr”. „Nú fer fólk einmitt að streyma inn i búðina”, kveður við úr öllum áttum. En allt i einu er gripið um Pinneberg aftan frá. Hann er slitinn af fjandmanni sin- um, og honum er haldið föstum. „Sleppið!” hrópar hann. „Ég skal fyrst ganga frá þessum hundi!” En þetta er Heilbutt, og Heil- butt segir ósköp kalt og rólega: „Látið nú ekki eins og hver annar keipakrakki, Pinneberg. Ég er miklu sterkari en þér, og þér get- ið reitt yður á að ég sleppi yður ekki.” Kessler er að laga á sér háls- bindið. Það er ekki á honum að sjá að hann sé i neinni sérstakri æsingu. Hann segir við þá, sem i kringum standa: „Ég skil ekki i þvi, að hann skuli vera með þenn- an óskapa æsing út af þessu, mað- ur, sem auglýsir kerlinguna sina i blöðunum.” „Heilbutt”, segir Pinneberg i bænarrómi og reynir að losa sig. En Heilbutt dettur ekki i hug að sleppa honum. Hann segir: „Segðu strax hvað þú átt við, Kessler. Hvaða auglýsing er þetta? Komdu með hana!” Kessler segir fyrst, að Heilbutt hafi ekkert yfir honum að segja og fleira af svipuðu tagi, en þegar allir hinir krefjast þess lika, að hann geri hreint fyrir sinum dyr- um, fellst hann á að gera það. „Gott og vel þá skal ég lesa hana upphátt”, segir hann og breiðir úr dagblaði. „En mér finnst þó lika leiðinlegt að þurfa að gera það. — Hún er i dálkinum „Ymsar aug- lýsingar”. Mig furðar á að lög- reglan skuli ekki skipta sér af þess háttar, — en það hlýtur að reka að þvi fyrr en siðar.” „Svona, taktu blaðið og lestu, maður! Alltaf þarf hann að setja allt i uppnám”, segja samverka- menn hans, sem standa allt i kring. Svo fer Kessler að lesa Hann les alveg óaðfinnanlega og hefir liklega verið búinn að búa sig undir þennan upplestur áður en hann kom i búðina um morg- uninn: „Eruð þér óheppinn i ástum? Ég get komið yður i félagsskap hleypidómalausra, yndislegra ungra kvenna. Þér munuð verða ánægðir. Frú Mia Pinneberg, Spenerstræti 92.” Kessler smjattar með innilegri nautn á orðunum: „Þér munuð verða ánægðir.”-----,,Jæja, hvað segið þér þá? Hann var rétt áðan að segja mér frá þvi að hann byggi i Spenerstræti, annars hefði ég auðvitað aldrei minnzt á þetta einu orði.” „Það verð ég að segja, að þetta tekur út yfir allan þjófabálk! Það þýðir ekkert að þræta fyrir þetta”, segja hinir allir i einu. Pinneberg er fölur sem nár og stamar: „Ég — ég hefi ekki —” „Láttu mig sjá blaðið”, segir Heilbutt allt i einu og er nú i æst- ara skapi en þeir hafa nokkurn tima séð hann áður. „Hvar er þetta? Hérna. — Frú Mia Pinne- berg. — Pinneberg, konan þin heitir ekki Mia, konan þin heitir „Emma”, segir Pinneberg með j: hljómlausri röddu. :: li IIIII ■ :: 1466 Lárétt 1) Kökugerð,- 6) Fæðu,- 7) Varðandi,- 9) Röð,- 10) Lánsfé,-11) Nútið.- 12) Tveir,- 13) Eldiviður,- 15) Þvottur,- Lóðrétt 1) Vatnsból.- 2) Lengdarein.- 3) Söfnun,- 4) Eins.- 5) tírkoma,- 8) Skapalón,- 9) öðlist.- 13) Samhlj,- 14) 5.- Ráðning á gátu No. 1465 Lárétt 1) Andvana.- 6) Rak.- 7) DL.- 9) Al,- 10) Vinnuna.- 11) At.- 12) Ak,-13) Aða,- 15) Inniskó,- Lóðrétt 1) Andvari,- 2) Dr,- 3) Varnaði.- 4) Ak,- 5) Aflakló,- 8) Lit,- 9) ‘Ana.- 13) An.- 14) As,- 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A íþróttavellinum Jón Asgeirsson segir frá. 15.00 Vikan, sem var Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 í umferöinni Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 18.00 Frá skákþingi Noröur- landa i Grena Jóhann Þórir Jónsson talar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 M.A. kvartettinn. Saga hans og söngvar. Þáttur I umsjón Vilmundar Gylfa- sonar. 20.00 Einsöngur og gitarleik- ur. 20.20 (Jr dularheimum 21.05 Hijómplöturabb. Guðmundur Jónsson bregð- ur plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Eyjapist- ill. 22.35 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir 20.25 Islandsferö Dana- drottningar 1973. Svipmyndir frá opinberri heimsókn hennar hátignar Margrétar 2. Dana- drottningar og hans konunglegu tignar. Hinriks prins af Danmörku til Islands 4-7 júll s.l. Umsjón Ómar Ragnarsson. 20.55 Brellin biaöakona. Brezkur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor HFaraldsson. 21.20 Hér er gott aö una. Þriðji og siðasti þáttur myndaflokksins um borgir og bæi I Evrópu og kosti þá og galla, sem borgarlifinu fylgja. Þýðandi Þór- hallur Guttormsson. Þulur Silja Aðalsteinsdóttir (Nordvison — Danska sjónvarpið) 21.50 Lifsins beiskjubikar. (Les Mauvais coups). Frönsk biómynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir Roger Vailland. Leikstjóri Francois Leterrier. Aðal- hlutverk Simone Signoret, Reginald D. Kernan og Alexandra Stewart. Þýð- andi óskar Ingimarsson. Aðalpersóna myndarinar. Húsmóðirin mælir með Jurta! 0 ( 1 ^ smjörliki K J ^ f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.