Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
§H|
■ . Vp t. f- \ 1 Hb m W
***&£ íto
.. j m fe í < l: AWm
Farþcgarými í flugvél frá Vængjum hf. Farþegarýmin gefa ekkert eftir aðbúnaöi I langleiöaþotum
slóru flugfélaganna. i Islander vélinni og fleiri flugvélum vængja er einnig sérstakur sjúkrastóll, ætlaö-
ur fölluöu fólki »g sjúklingum.
tóku nýir eigendur við félaginu,
þeir Bárður Danielsson, verk-
fræðingur, Úlfar Þórðarson,
læknir, Erling Jóhannesson, flug-
stjóri, Þóróll'ur Jónsson flugmað-
ur, og ýmsir fleiri, allt kunnir
flugmenn og flugáhugamenn, og
varðsú breyting á rekstrinum, að
hafið var áætlunarflug út á land,
til önundarfjarðar og Dýrafjarð-
ar. Flugkostur var ekki mikill,
nokkrar litlar eins hreyfils vélar
og tveggja hreyfla leiguvélar af
Piper Apache gerð, en umsvif
urðu talsverð i flutningum miðað
við aðstæður.
Flugu með starfsmenn i
helgarleyfi frá Búrfells-
virkjun
Arið 1971 urðu nokkur þáttaskil
I rekstri félagsins, en þá voru
keyptar frá Bandarikjunum tvær
tveggja hreyfla Beechcraft flug-
vélar og ein minni vél. Voru
vélarnar keyptar notaðar, en ný-
uppgerðar. Þær tóku 10 manns i
sæti. Auk þess l'ékk félagið 10
sæta Islander vél, tveggja
hreyfla, sem lent gat á mjög
stuttum flugbrautum og tekið sig
upp aftur hlaðin farþegum og
varningi. Við þetta gjörbreyttist
aðstaða félagsins til mannflutn-
inga og voru vélarnar i áætlunar-
flugi á flugleiðum okkar, en auk
þess mikið i leiguflugi. Vélarnar
flutti til dæmis starfsmenn frá
Búrfellsvirkjun (Þórisós) til og
frá Reykjavik i helgarleyfi. Var
flogið um hverja helgi í fyrra og
hitteðfyrra og voru hundruð far-
þega fluttir með þessum hætti.
Gerðu ilugvöll sjálfir á
Rifi — Fljúga tvisvar á
dag upp á Akranes.
Sem áður sagði, hélt áætlunar-
flugið áfram. Nú bættust við fast-
ar áætlunarferðir til Siglufjarðar
og á Blönduós, og nú er einnig
flogið á Snæfellsnes til ölafsvíkur
og Stykkishólms. A Snæfellsnes
fljúgum við fimm ferðir í viku, en
þrjár til hinna staðanna. Þá er
flogið tvisvar á dag til Akraness.
Flugbrautir á þessum stöðum
öllum eru stuttar og aðeins ætlað-
ar smávélum. Vængir hf. hefur i
sinni þjónustu farþegavélar, sem
þurfa ekki lengri flugbrautir en
fyrir hendi eru. Þó er mikilsvert,
að flugvellirnir séu vel staðsettir
og ekki alltof langt frá þéttbýlis-
kjörnunum eða bæjunum, sem
flogið er til. Við gripum til þess
ráðs aö gera eigin flugv. á Rifi til
að þjóna Ólafsvik, Rifi og Hellis-
sandi, en talsverður spölur var til
flugvallarins, sem fyrir var.
Ruddum við þar eina flugbraut
700 metra og við þetta hafa að-
stæður gjörbreytzt. Sama er að
segja um Blönduós. Þar er mjög
langt til flugvallarins, en nú er
byrjað að gera flugbraut rétt við
bæinn, og á það vafalaust eftir að
gjörbreyta flugsamgöngum
Húnvetninga.
Stór skrúfuþota, sem
lent getur á 92 flugvöll-
um á íslandi
I siðasta mánuði bættist 21
sætis skrúfuþota i flugflota
Vængja hf. Þessi vél, sem er af
Twin Otter gerð, breytir i raun-
inni allri starfsemi félagsins, þar
sem nú er hægt að bjóða upp á
skrúfuþotu á alla flugvelli lands-
ins, sem munu 92 talsins, en auk
þess er ekkert þvi til fyrirstöðu,
að vélinni sé lent á öðrum
lendingarstöðum. Til dæmis er
vélin auglýst þannig i Noregi, að
hún lendi á „náttúrugerðum flug-
völlum Noregs”, enda er hér um
að ræða STOL-vél af sérstakri
gerð, sem hefur sérstaka flug-
eiginleika. Skrúfuþota okkar þarf
aðeins 265-300 metra flugbraut
fullhlaðin i logni en skrúfuþotur
Flugfélagsins þurfa um 900 metra
flugbrautir við sömu aðstæður.
Vélin vegur fullhlaðin 5.200 kg og
hún getur borið um 2000 kg af
varningi og hefur flugþol til 8
tima flugs og meðalflughraði er
296 km á klukkustund.
Twin-Otter vélin kostaði 35
milljónir króna, sem er heldur
meira en Fokker Friendship þot-
ur kosta, en STOL-vélar eru tals-
vert dýrari i smiði, en venjulegar
flugvélar. Vélin er keypt ný til
landsins og varð að senda flug-
menn til Bandarikjanna til sér-
stakrar þjálfunar i meðferð henn-
ar, bæði vegna þotuhreyfla og
hinnar nýju flugtækni. Má segja
að með tilkomu þessarar vélar
verði tslendingar aðilar að nýrri
flugtækni, sem útbreidd er nú um
allan heim. þ.e.a.s. STOL flugi,
en það þýðir, að hægt er að halda
uppi farþegaflugi á fullkomnum,
stórum flugvélin til allra minnstu
flugvalla. Flugvallagerð fyrir af-
skekkta fámenna staði er of dýr
til að svara kostnaði, og þvi eru
flugvellir svo fáir fyrir venjuleg-
ar farþegaflugvélar, sem raun
ber vitni. Einnig er þessari flug-
tækni beitt i rikum mæli til flugs
inn i þéttbyliskjarna stórborg-
anna, og eru nú STOL flugvellir i
flestum stórborgum heimsins
eins og t.d New York, svo að
dæmi séu nefnd.
Vængir hf. i Grænlands-
flugi
Auk áætlunarflugsins stundum
við leiguflug I rikum mæli. Þetta
leiguflug hefur verið jöfnun
höndum hér innanlands og til
Grænlands. Islander-flugvélin
hefur til dæmis verið á Grænlandi
I allt sumar við málmleit og seg-
ulmælingar. Hefur vélin bækist. i
Stóradal við Meistaravik. Er
reiknað með, að hún fljúgi 200.-300
klukkustundir til visindastarfa,
en auk þess eru talsverðir vöru og
fólksflutningar milli íslands og
Grænlands vegna þessarar starf-
semi, sem er á vegum GGU, eða
Grönlands Geologiske Undersóg-
else, sem hefur yfirumsjón með
öllu visindastarfi og könnun á
Grænlandi. Hafa svo til allar vél-
ar Vængja hf. verið notaðar við
Grænlandsflug i sumar.
Sjúkraflug i stórum
flugvélum
Þá er ekki hægt að segja frá
starfsemi okkar án þess að geta
um sjúkraflugið, sem er umtals-
verður þáttur i flugrekstrinum.
Segja má, að með Islander-vél-
inni og siðar með skrúfuþotunni
hafi aðstæður til sjúkraflugs gjör-
breytzt hér á landi. Nú er hægt að
fljúga með sjúklinga til og frá öll-
um flugvöllum og lendingarstöð-
um landsins á fullkomnum, stór-
um flugvélum, svo að læknar og
hjúkrunarfólk getur komið með
vélinni, ef þess gerist þörf. Einnig
er mikið um það, að við flytjum
sjúklinga heim til sin, fólk, sem er
of máttfarið til þess að geta ferð-
azt með öðrum hætti, eftir sjúkra-
húsvist. Þetta fer vaxandi og er
til mikilla hagsbóta fyrir alla að-
ila, þvi það er kostnaðarsamt fyr-
Erling Jóhannson flugstjóri, Birgir Sumarliðason, flugmaður og Ellas Kristjánsson, skrifstofumaður i afgreiðslu Vængja hf.
ir sjúklinga að þurfa að dveljast
dögum og vikum saman i höfuð-
borginni, eftir að hafa verið á
sjúkrahúsi til meðferðar.
Sætaframboð — hóp-
ferðir
Sætaframboð Vængja hefur
aukizt talsvert á siðustu þrem ár-
um. Nýjar flugleiðir eru i undir-
búningi, og höfum við þá einkum i
huga staði, sem verið hafa af-
skiptir með áætlunarflug fram til
þessa og þá einkum á Suðurlandi
og I vesturhluta landsins. Þar
koma til greina staðir eins og Vik
i Mýrdal, Borgarnes, Hólma-
vik, Kirkjubæjarklaustur og
Súgandafjörður, ennfremur
Mývatn, svo að eitthvað sé nefnt.
Þá má geta þess, að mikið er um,
að hópar taki vél á leigu, t.d.
Iþróttafólk. Skrúfuþotan kostar
aðeins 17.000 krónur á klukku-
stund. T.d. fóru nokkrir Vestfirð-
ingar um daginn vestur á firði i
ættingja- og vinaheimsókn. Vélin
beið eftir þeim f 5 klukkustundir
fyrir vestan og þannig gátu tveir
tugir manna farið I ódýra
heimsókn á æskustöðvarnar, sem
áður var óhugsandi að gera nema
i margra daga ferð.
Flugrekstur Vængja
Fastir starfsmenn Vængja eru
12 talsins, þar af 8 flugmenn og 2
flugvirkjar. Stjórn flugfélagsins
vinnur einnig mikið að daglegum
rekstri. Heildarvelta siðasta árs
var um 15 milljónir króna, og á
þessu ári gerum við ráð fyrir, að
hún verði-um 30 milljónir króna. I
fyrra fluttum við i áætlunarflugi
um 7.500 farþega, en gerum ráð
fyrir að flytja rúmlega 12.000 á
þessu ári. Leiguflugið er þá ekki
meðtalið, en hefi ég ekki hand-
bærar skýrslur yfir farþega i
leiguflugi, en þeir skipta auðvitað
þúsundum. Þá fluttum við um 64
tonn af vörum i áætlunarfluginu
og 9.2 tonn af pósti. A vöru- og
póstflutningum er fyrirsjáanleg
veruleg aukning á þessu ári, og
raunar á öllu okkar flugi, segir
Hreinn Hauksson að lokum.
Vængir hf. hafa bækistöð á
Reykjavikurflugvelli, við stóra
flugskýlið sunnanvið flugturninn.
Þar er margt um mannlnn. Þrir
Danir eru að fara með Piper-flug-
vél til Vestmannaeyja i skoðunar-
ferð. Þessi 5 sæta flugvél hefur
verið i stöðugu Vestmannaeyja-
flugi vikum og mánuðum saman.
! Eyjum verður farið i skoðunar-
ferð með leiðsögufólki og siðan
samdægurs heim aftur með flug-
vélinni.Skrúfuþotan er að leggja
upp i áætlunarflug vestur á land,i
kvöld mun hún fara norður til
Meistaravikur flullhlaðin af fólki
og mun koma aftur til baka undir
morgun, til að sinna reglubundn-
um flugleiðum og við finnum, að
hér er nóg að starfa og rik þörf
fyrir flugvélar og duglega menn.
— JG.
Trúlofunar-
HRINGIR
Fljót afgreiösla
Sent i póstkröfu
GUÐMUNDUR
ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12