Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. ágúst 1973, TÍMINN 7 r / L. / .iiil! Rætt við Hrein Hauksson, stjórnarformann VÆNGJA HF. VÆNGIR fljúga um allt land með farþega og vörur. Oft hefur þessi flugrekstur ver- iö ófullkominn, bæði hvað varðar flugvélategundir og tækjabúnað, og annað skipulag. Fjárskortur, skilningsleysi og aðrar ytri að- stæður hafa leitt til þess, að mörg smáfélög hafa hætt flugrekstri eftir tiltölulega skamman tima. Nú virðist á hinn bóginn vera að komast betra lag á þennan flugrekstur á fslandi og Timinn kynnir að þessu sinni flugfélagið VÆNGI HF, sem starfað hefur i nær tvo áratugi, ef allt er talið. Blaðið hitti að máli stjórnarfor- mann Vængja hf., Hrein Hauks- son, framkvæmdastjóra en aðrir i stjórn Vængja hf. eru Guðjón Styrkársson, hrl., og Erling Jóhannesson, flugstjóri. Sagðist Hreini Haukssyni frá á þessa leið um flugreksturinn: Stofnuðu flugfélag til sildarleitar og landhelg- isgæzlu Flugfélagið Vængir hf. var upp- haflega stofnað árið 1954 af nokkrum flugáhugamönnum, og var tilgangurinn með stofnun þess einkum sá að reka flugvélar til sildarleitar og landhelgis- gæzlu. Meðal stofnenda voru margir þjóðkunnir menn, eins og Björn heitinn Pálsson, sjúkra- flugmaður og Karl Eiriksson, svo einhverjir séu nefndir. A þeim tima var sildarleit úr lofti mjög þýðingarmikil fyrir sildveiðibátana, þar eð þá var að- eins unnt að veiða sild i vaðandi torfum, en með tilkomu asdic- tækjanna hefur veiðitæknin gjör- breytzt, svo að ekki er lengur þörf flugvéla til sildarleitar. Fyrir um það bil fjórum árum, Texti: Jónas Guðmundsson Ljósm.: Tíminn, Guðjón og Gunnar Hreinn Hauksson stjórnarformaður Vængja hf. Undir hans stjórn hefur starfsemin eflzt til mikiila muna. Skrúfuþota Vængja TF-REI I Stóradal í Grænlandi. Skrúfuþotan er af svonefndri STOL-gerð, en orðið er skammstöfun á Short take-off and landing. Vængbrúnir og vænglag er með sérstökum hætti þannig aö vængurinn vinnur viö minni hraða og stærra horn við flugstefnu vélar- innar, en gerist um venjulegan flugvélavæng. Flugvélar af þessari gerð þurfa ótrúlega stuttar flugbrautir og aðeins um þriðjung af venju- legri flugbraut minni flugvéla. STOL vélar eru notaðar til lendinga á litlum flugbrautum i óbyggðum og i þéttbýliskjörnum stórborganna og hafa gjörbreytt viöhorfum manna til flugvallageröar. Farþegar til Blönduóss og Siglufjarðar ganga um borð I flugvél Vængja hf. á Reykjavlkurfiugvelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.