Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 27
Laugardagur 4. ágúst 1973.
TÍMINN
27
3 ALAN HUDSON...
; miðvallarspilari Chelsea
S8SSSSSSSSSSSSSSS
TODD OG HUDSON
LAUSIR ÚR BANNI
í
! Fá nú aftur möguleika á að komast í enska landsliðið
Tveir af efnilegustu knatt-
spyrnumönnum Englands,
þeir Colin Todd, Derby og
Alan Hudson, Chelsea, hafa nú
fengið náðun hjá enska knatt-
spyrnusambandinu. Þessir
tveir Ieikmenn voru scttir i
bann fyrir tveimur árum, þeg-
ar þeir mættu ekki I landsleik,
sem enska landsliðiö undir
23ja ára aldri lék. Þeir voru þá
settir i ævilangt bann frá
enskum úrvals- og landsliö-
um.
Ástæðan fyrir þvi aö Todd
mætti ekki i landsleikinn, var
sú, að hann var i sumarfrii
með fjölskyldu sinni. Hann
sagöist verða að hugsa um
konuna sina og börn, þegar
hann væri i frii yfir sumartim-
ann. En það var einmitt að
sumri til sem landsleikurinn,
sem hann mætti ekki i, var
leikinn.
Todd er nú einn bezti mið-
vörður i enskri knattspyrnu og
eru taldar miklar likur á, að
hann veröi i HM-liði Englands,
ef England kemst i loka-
keppnina i V-Þýzkalandi.
Hann var keyptur til Derby
frá Sunderland i febrúar 1971 á
170 þús. pund.
Hudson er talinn einn bezti
miðvallarspilari i Englandi i
dag. Hann er uppalinn hjá
Chelsea og lék sinn fyrsta leik
með félaginu i febrúar 1969
gegn Southampton. Hann er
maður framtiðarinnar i enskri
knattspyrnu. Manchester
United hefur mikinn áhuga á
að kaupa hann, en Chelsea vill
ekki selja Hudson.
u::::
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■rc r. »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
IJ
BOBBY GOULD
TIL BRISTOL C.
Bobby Gould, hinn 26 ára gamli
VVest Bromwich Albion miðherji,
hefur nú verið seldur til 2.
deildarliðsins Bristol City á 70
þús. pund. íslenzkir knattspyrnu-
áhugamenn muna örugglega eftir
Gould, en hann kom hingað til
landsins með Arsenal á sinum
tima og lék á Laugardalsvellin-
Gould, sem er mikill marka-
skorari var keyptur til Arsenal
frá Coventry City á 90 þús. pund.
Frá Arsenal var hann seldur til
Úlfanna á 80 þús. pund og þaðan
fór hann til W.B.A. á 70 þús. pund.
Hann hefur þvi samtals verið
seldur á 310 þús. pund á milli
þessara félaga.
|!llllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllll|
1ERLENDA I
IKNATT I
ISPYRNAN I
I —SOS— I
=lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllll=
Watney
Cup að
byrja
Enska knattspyrnan byrjar af
fullum krafti um næstu helgi. Þá
hefst hin árlega Watney Cup
keppni, en i henni taka þátt tvö lið
úr hverri deild — þau lið sem hafa
skorað flest mörk á siðasta
kcppnistimabili. Ekki þó þau lið,
sem taka þátt i Evrópukeppnum.
Liðin sem taka þátt i keppninni,
sem er með úrsláttarfyrirkomú-
lagi, eru þessi: 1. deild: West
Ham og Stoke. 2. deild: Bristol
City og Hull. 3. deild: Bristol
Rovers og Plymouth. 4. deild:
Mansfield og Peterborough.
Eftirtalin lið lenda saman i fyrstu
umferð:
Bristol Rovers — West Ham.
Plymouth — Stoke.
Peterborough — Bristol City.
Mansfield — IIull.
Netzer
kominn
til Real
V-þýzki knattspyrnusnilling-
urinn Gunter Netzer er nú
kominn til Spánar og byrjaður
að æfa af fullum krafti með
sinu nýja liöi, Real Madrid.
Honum llkar lífið vel með hin-
um nýju félögum og verður
gaman að fylgjast með honum
hjá Real Madrid. Það er
öruggt, að hann á cftir að llfga
upp á liöið.
HUTCHINSON
TTComeback^
IAN HUTCHINSON-.átrúnaðar-
goð áhangenda Lundúnaliösins
Chelsea er nú byrjaður að æfa
aftur af fullum krafti. Hann hefur
litið getaö lcikið meö félaginu,
siðan hann var skorinn upp I hné I
april 1971.
Hann hefur byrjað að leika með
Chelsea tvisvar sinnum eftir það
og tvisvar sinnum orðið fyrir þvi
óhappi að brjóta á sér lappirnar.
Nú er hann sem sagt kominn aft-
ur „comeback” i þriðja sinn og
mun byrja að leika aftur með liö-
inu I 1. deildinni nú i ágúst.
Hutchinson, sem var keyptur
frá Charlton Athietc i ágúst 1963
(tiu ár siðan) á 30 þús pund, er
einhver ósérhlifnasti knatt-
spyrnumaöurinn á Bretlandseyj-
um. Þótt hann sé rétt kominn af
skurðarborðinu, þá er hann aðal-
maðurinn i baráttunni — ósmeyk-
ur i návigum og báráttunni um
knöttinn. Hann skorar mikið af
mörkum og fyrir dugnaö sinn á
leikvelli, er hann einn virtasti
leikmaður ensku knattspyrnunn-
ar hjá enskum knattspyrnumönn-
um.
1AN HUTCHINSON...er byrjaður að ieika meö Chelsea aftur.