Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 4. ágúst 1973. YFIRLÝSING FRÁ U.AA.F.Í. AF GEFNU tilefni vill Ung- mennafélag islands koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu varöandi samkomuhald um verzlunarmannaheigar, sem ungmennafélögin viðs vegar um land hafa annazt undanfarin ár en faiia niður að þessu sinni. Ungmennafélögin i landinu hafa um árabil haft forgöngu um að koma á menningarlegum úti- samkomum viðs vegar um land, og er það mál manna að slikar sumarhátiðir fari bezt fram séu þær skipulagðar sem fjölskyldu- hátiðir og hæfilega margar, dreifðar um landið svo sem ung- mennafélögin hafa stefnt að. Að þessu sinni munu CJÖFIN J| gleður sumarhátiðir þessar viðast hvar falla niður vegna samþykktar skógarvarða Skógræktar rlkisins um að loka þeim svæðum, sem þeir hafa ráð yfir, fyrir sam- komuhaldi um verzlunarmanna- helgina. Má þar nefna vinsæl hátiðasvæði, svo sem Vaglaskóg, Atlavik, Laugarvatn o.fl. UMFI harmar þessa afstöðu og einhliða samþykkt skógarvarða, enda hafa ungmennafélögin, sem fyrr er sagt, einbeitt sér að þvi að bæta samkomuhald, og talið skipulag og stjórn heppilegra þessum stöðum um vinsælar feröamannahelgar en skipulags- laust rangl fólks i stórum hópum, sem ekkert er gert fyrir. Þá má geta þess, að bættu samkomu- haldi fylgir aukinn og dýr útbúnaður, sem félögin hafa fjár- fest i á undanförnum árum, en liggur nú að þessu sinni ónotaður og engum til gagns. UMFl óskar þess eindregið, að almennt samkomuhald fái að þróast á skipulegan hátt fyrir framtak frjálsra félagshreyfinga i landinu, og samstarf megi tak- ast við forráðamenn þessara samkomusvæða, um skipulagn- ingu þessara mála i framtiðinni. Forráðamenn ungmennafélag- anna telja þessa ráðstöfun spor aftur á bak. Reykjavik 1. ágúst 1973, Ungmennafélag islands. Það er nú þægilegra að vera áskrifandi — og fá blaðið sent heim RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Starfsstúlku vantar i eldhús Kópa- vogshælis. Nánari upplýsingar gefur matráðskonan, simi 41500. Landspitalinn óskar eftir að ráða sendil til sendistarfa innan spitalans og á spitalalóðinni. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að skila til skrif- stofunnar. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik 2. ágúst 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 Óldnssamingurinn ,frd 1961 Landfari, Timinn. Mig langar til að biðja ykkur fyrir nokkur orð til rikisstjórnarinnar. Ég vil þakka ykkur fyrir hvað þið hafið staðið vel i ístaðinu i landhelgismálinu miðað við það, að þið standið með þennan óláns samning frá 1961 eins og rýting i bakið. Og ég vil skora á ykkur að láta hvergi deigan siga i þessu máli. Enga undanlátssemi á nokkurn hátt. Enga samninga við Breta. Eftir það sem á undan er gengið frá þeirra hálfu á ekki einu sinni að ljá máls á þvi að tala við þá um samninga hvað þá meira. Og ekki ættuð þið heldur að kaupa of dýrt samninga við Þjóðverj- ana. Þessar þjóðir hafa aldrei sýnt okkur annað en yfirgang og ribbaldahátt. Vinaþjóðir hafa þetta aldrei verið I okkar garð. Cr sögn úr NATO og herinn burt er nú svo sjálfsagður hlutur að slikt ætti ekki að þurfa að ræða. Og i öllum bænum, látið ekki þessar eiturtungur, sem alltaf eru að mjálma framan i Bretann, og láta skina i það, að hér sé enginn einhugur um landhelgismálið, koma i veg fyrir að þið standið fast á okkar málstað. Sigur okkar er viss, ef ekkert er gefið eftir fyrir þessum veiðiþjófaribböld- um. Þessir vesalingar sem eru að þessu mjálmi og sleikjugangi við Breta, eru að reyna að bjarga andlitinu frá 1961, en skilja ekki að þeir tapa þvi meir og meir, og auglýsa sina vesaimennsku æ betur og betur, með svona hátta- lagi. Að lokum held ég að ég láti fylgja hér með það sem ég i sárri gremju setti saman eftir að þeir gerðu svivirðingarsamninginn 1961, og mér er nær að halda að nokkuð margir hafi þá hugsað álika gremjulega til þeirra er þann samning gerðu, og þaðan af fleiri áreiðanlega núna. Landhelgissamningurinn 1961. Nú hafa þeir samið við bölvaðan Bretann, og biðja ’ann að fiska sem allra mest. I auðmýkt og þrælslund þeir ætla að éta ’ann, Þeir eru eins og hundar sem flaðra upp um gest. Fyrir útlendum hroka þeir lyppuðust linir, og lögðust flatir sem rakka er. Og þetta eru vorrar þjóðar synir. Það er nú biti, sem stendur i mér. Eflaust mun þetta vera að vonum, að velja til stjórnar dáðlaus þý. Er enginn mergur i Islandssonum?. A ekki að taka upp merkið á ný ?. Ég heiti á íslands verndarvætti, sem vikna ei fyrir brezkum her, að blaka við hinu brezka úrþvætti. Blessist þeir aldrei á miðunum hér. Og minnist svo ræflanna þrjátiu og þriggja, frá þinginu nitján, sextiu og eitt, sem hundflatir fyrir hrokanum liggja, héðan af verður dómnum ei breytt. Þó að þeir sifellt um sigurinn æpi, sagan, mun aldrei veita þeim ró. Að vinna á þjóð sinni þvi lika glæpi. það er til dómfellis yfrið nóg. Svo óska ég ykkur góðs gengis og farsælla lykta i öllum málum, og vona að ég verði aldrei eins gröm við ykkur og gömlu stjórnarherrana. Elinborg Kristmundsdóttir. 1 14444 % mum 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN Vegur yfir Sprengi- sand „Hefur verið gerð kostnaðaráætlun um veg yfir Sprengisand, sem yrði vel fær öllum bilum að sumrinu? Væri ekki æskilegt að fá þessa leið opnaða milli Suðurlands og Norðurlands?” Kristinn Björnsson Stóragerði 36 Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri svarar: „Nei, það hefur ekki verið gert. Hins vegar var á alþingi i vetur samþykkt þings- ályktunartillaga um að láta gera hagkvæmnisathugun á lagningu vegar yfir Sprengi- sand. Máliðupplýsist þvi e.t.v. i vetur þegar þeirri athugun verður skilað. Svar við þvi hvort slik framkvæmd yrði æskileg fæst væntanlega einn- ig að þessari athugun lok- inni.” JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 emangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskiimáiar. Sendum hvert á land sem er. Jli JÓN LOFTSSON HF. Hringbrou* 121 . Sími 10-600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.