Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 2
2 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Þriðjungur tekna í greiðslu sektar Kona greiðir þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum í þrjú ár fyrir umferðar- lagabrot. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir koma til greina að skoða tekjutengingu fjársekta. Þær séu þyngri dómar fyrir efnalítið fólk en aðra. DÓMSMÁL Lilja G. Jóhannsdóttir hefur verið dæmd til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að keyra undir áhrifum svefnlyfja sem eru henni nauðsynleg vegna lugnasjúkdóms og svefntrufl- ana. Hún samdi um skuldina og greiðir þriðjung af ráðstöfunar- tekjum sínum til ríkissins í þrjú ár. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, segir efnaminni einstaklinga hljóta þyngri dóm en sterkefnaðri þeg- ar komi til fjársekta. „Fólk er látið sæta fjársekt- um í refsingarskyni þannig að það finni fyrir því í pyngjunni. Það segir sig sjálft að einstak- lingur sem hefur mjög lágar tekjur, svo ekki sé minnst á þá sem hafa allra lægstu tekjurn- ar, finna miklu meira fyrir sektum en sá sem býr við mjög góð kjör. Þannig að það má segja að refsingin sé misþung hvað þetta varðar,“ segir Ög- mundur og bætir við: „Mér finnst koma til greina að skoða tekjutengingu fjársekta og leita þá fordæma í útlöndum þar sem slíkt tíðkast.“ Lögregla stöðvaði för Lilju við Bláfjallaafleggjara síðdegis föstudags í júlí í fyrrasumar og kvartaði undan of hægum akstri hennar. „Ég var á svona 70 kíló- metra hraða. Þeir létu mig blása í blöðru sem sýndi engin merki ölvunar en ég nota svefnlyf og þau komu fram,“ segir Lilja. Í kjölfarið hafi hún verið send í blóðprufu í Kópavogi. Hún hafi ekki heyrt um niðurstöðu henn- ar fyrr en í maí þegar hún var boðuð í réttarsal. Þar var hún dæmd til að greiða 300 hundruð þúsund króna sekt. Þá missir hún einnig bílprófið í fjóra mán- uði. Lilja leitaði ráða hjá lögfræð- ingi sínum sem benti henni á að semja um greiðslufyrirkomulag skuldarinnar: „Ég gerði það en ég hef svo lítið milli handanna þannig að ég vildi greiða fimm þúsund krónur á mánuði. Það fannst lögreglunni of lítið svo ég teygði mig í tíu þúsund. Nú á ég ekki fyrir mat. Ég hef 70 þúsund krónur á mánuði. Af því greiði ég helming í lífeyrissjóðslán og því lítið sem stendur eftir til að lifa fyrir.“ gag@frettabladid.is 18 ára maður lést á Hovedbanegården: Fékk raflost á lestarstöð KAUPMANNAHÖFN 18 ára maður frá Malmö lést samstundis þegar hann hrasaði um 25.000 volta rafmagnsleið- ara á lestarstöðinni Hovedbanegården í Kaupmannahöfn í gærmorgun, sam- kvæmt sænska dagblaðinu Sydsvensk- an. Maðurinn eyddi laugardagsnótt- inni hjá kunningjum í Kaupmannahöfn og var trúlega á leið heim til Malmö með lest þegar slysið átti sér stað um sexleytið. Vinir mannsins urðu vitni að slysinu og var ekið á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og veitt áfallahjálp. Danska lögreglan segir manninn hafa klifrað upp í mastur en dottið og lent á leiðslunni. ■ Harkalegur árekstur við Kattegat: Siglt niður af flutningaskipi DANMÖRK Tveggja danskra sjó- manna er saknað eftir að báturinn FN 221 Inge Birthe sökk skammt frá Kattegat austan við Læsö, sam- kvæmt danska dagblaðinu Berl- ingske tidende. Málið er í rannsókn hjá dönsku landhelgisgæslunni. Hlutar bátsins fundust á 60 metra dýpi á föstudag en sjómennirnir tveir eru ófundnir. Leitinni hefur verið hætt í bili eftir að í ljós kom að kútterinn sökk vegna harkalegs áreksturs. Landhelgisgæslan telur stórt vöruflutningaskip hafa siglt hann niður en hafa haldið ferðinni áfram í stað þess að tilkynna um slysið. Áverkar FN 221 Inge Birthe benda til kröftugs áreksturs en rannsóknarstjóri málsins, Lars Nielsen, telur ólíklegt að vöruflutn- ingaskip geti siglt niður kútter án þess að þess verði vart. „Kolólög- legt og siðlaust,“ segir hann í viðtali við BT í gær. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei, almennt ekki nema verulegra endurbóta sé þörf.“ Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sagði í Fréttablaðinu í gær að sex ára lokun Þjóðminja- safnsins hefði verið til góðs, fólk hefði verið búið að gleyma safninu áður en það lokaði en að nú fyndi hún fyrir mikilli eftirvæntingu hjá ungum sem öldnum. SPURNING DAGSINS Margrét, hefðu ekki fleiri stofnanir gott af því að vera lokað um skeið? RÁÐIST Á MARAÞONHLAUPARA Horan var dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi eftir að hann truflaði kappakstur í fyrra. Maraþonið truflað: Réðst á hlaupara AÞENA, AP Brasilíski maraþon- hlauparinn Vanderlei Lima vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Írinn Cornelius Horan hljóp upp að honum og ruddi honum út í áhorfendaskarann á stétt einnar götunnar sem þátt- takendur í maraþonhlaupi Ólympíuleikanna hlupu eftir. Lima var fyrstur þegar Hor- an réðst á hann en endaði keppn- ina í þriðja sæti. Forskot hans á manninn í öðru sæti hafði minnkað smám saman áður en Horan réðist á hann en við árás- ina tafðist Lima um margar sek- úndur og var augljóslega brugð- ið. „Ég var hræddur vegna þess að ég vissi ekki hvað yrði um mig. Ég vissi ekki hvort hann væri vopnaður eða ekki,“ sagði Lima, sem segir árásina hafa kostað sig gullverðlaunin. ■ Mannskæðar sprengjuárásir í Afganistan: Sextán létust í tveimur árásum AFGANISTAN, AP Sextán manns létust og fjöldi manns særðist í tveimur sprengjuárásum í Afganistan. Níu börn og einn fullorðinn létu lífið þegar sprengja sprakk í skóla í Paktia-héraði í suðaustur- hluta landsins. Börnin sem létust voru á aldrinum sjö til fimmtán ára. Fimmtán til viðbótar særð- ust og voru þrír þeirra í lífs- hættu. Asadullah Wafa, ríkisstjóri í Paktia, sagði að sprengjunni hefði verið komið fyrir af „leppum sem hlýða yfirmönnum sínum í útlönd- um,“ en vildi ekki útlista nánar hvað hann ætti við. Þó var litið svo á að hann ætti við Pakistan en margir Afganar kvarta undan því að stjórn- völd í Pakistan geri lítið til að stöðva árásir talibana sem hafast við í Pakistan. Sex létu lífið þegar sprengja sprakk á skrifstofu fyrirtækis sem gætir öryggis Hamid Karzai forseta og vinnur verkefni fyrir Banda- ríkjastjórn. ■ BARIST VIÐ ELDINN Slökkviliðsmenn í Kabúl reyna að ráða niðurlögum elds sem logaði eftir að sprengja sprakk á skrifstofu öryggisgæslufyrirtækis. BÍLVELTA Á FJARÐARHEIÐI Öku- maður á áttræðisaldri virðist hafa misst stjórn á bíl sínum í lausamöl á Fjarðarheiði með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og nokkrar veltur. Ökumaðurinn klemmdist inni í bílnum og var slökkvilið kallað á staðinn til að leysa manninn úr honum. VITNA LEITAÐ Maður var sleginn með flösku í andlitið utan við skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi um klukkan eitt aðfara- nótt sunnudags. Sá sem áverkan- um olli braut rúðu í leiðinni og var handtekinn og færður í fangageymslu og yfirheyrður. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að atburðinum eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi. ÓHAPP VIÐ LAUGARÁS Það óhapp varð við Laugarás í Biskupstung- um á sextánda tímanum í gær að hestur sparkaði í anditið á manni. Maðurinn var umsvifalaust flutt- ur til Reykjavíkur á slysadeild. Áverkar hans virtust við fyrstu sýn ekki vera mjög alvarlegir. Á VETTVANGI Gera þurfti að meiðslum fjölda fólks og hjálpa mörgum sem voru fastir í flökum bílanna. Umferðarslys: Átta létust FRAKKLAND, AP Átta létust og 54 slös- uðust, þar af tólf alvarlega, þegar rúta lenti í árekstri við smárútu og þrjá fólksbíla á hraðbraut suður af Bordeaux í Frakklandi. Um fimmtíu Portúgalar, Spánverjar og Norður- Afríkubúar voru í rútunni, sem var á leið frá Portúgal til Parísar þegar slysið átti sér stað. Ökumaður smárútunnar, sex konur og ungur karlmaður létust í árekstrinum. Fjölmennt björgunarlið þusti á vettvang til að hlúa að slösuðum og leysa þá sem voru fastir í flökum bílanna. ■ Framsóknarflokkurinn mjög hikandi: Sölu Símans verður að vanda EINKAVÆÐINGURINN „Sölu Símans þarf að undirbúa vel svo ekki verði hlaupið til og fyrirtækið selt einhverjum. Það þarf að passa upp á að allir standi og sitji við sama borð þegar að því kemur að selja fyrirtækið,“ segir Jón Sveinsson, nefndarmaður fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu. Jón, sem Framsóknarflokkur- inn tilnefndi í nefndina, segir eng- an ágreining vera innan stjórnar- flokkanna um sölu Símans. Sumarleyfi hafi valdið því að vinna við einkavæðingu Símans hafi dregist. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, segir að þrátt fyrir orð Jóns og annarra skorti á samkomulag stjórnar- flokkanna um söluna: „Framsókn er mjög hikandi. Málið er eins og með önnur atriði á síðustu mánuð- um og misserum. Ríkisstjórnin er ekki í takt í neinum stórum mál- um.“ Jóni finnst sjálfum vel koma til greina að leitað verði eftir kjöl- festufjárfesti við söluna. Ekki sé skynsamlegt að selja fyrirtækið í einu lagi: „Ég held að það sé miklu hagstæðara að almenningur fái með einhverjum hætti að kaupa hlut í fyrirtækinu þó að það gerist kannski ekki núna í fyrsta áfang- anum.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Hjálmar Árnason, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins, stefnt að sölu allra bréfanna til eins kaupanda. Hann átti þar við að stefnt yrði að því að fá kjölfestufjárfesti. ■ LILJA G. JÓHANNSDÓTTIR Segir að eftir að hún hafi greitt lögreglunni 10 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin fyrir umferðarlagabrot hafi hún 25 þúsund krónur til umráða fyrir rekstri heimilisins. „Það segir sig sjálft að öryrki getur ekki borgað svo háa fjárhæð,“ segir Lilja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N JÓN SVEINSSON „Undirbúninginn fyrir sölu Símans verður að vanda. Hann verður að vera í lagi þar sem um stærstu einkavæðingu Íslandssög- unnar ræðir,“ segir Jón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.