Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 4
4 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Ræningjarnir ófundnir: Munch-ræningjar tengdir við bankarán NOREGUR Ekki hefur enn tekist að upplýsa hverjir rændu málverkum eftir Edvard Munch en rannsókn- ardeild norsku lögreglunnar grun- ar að sömu menn hafi framið bankarán í Osló á síðasta ári sem enn er óupplýst. Á fréttavef Verd- ens gang kemur fram að ránin hafi verið skipulögð með svipuðum hætti og að ræningjarnir hafi beitt sömu aðferðum til að hreinsa eftir sig slóð og ummerki á flóttanum. Einn eða fleiri menn biðu í stolnum bíl fyrir utan ránsstaðinn í báðum tilfellum og áður en ræningjarnir skiptu um bifreið úðuðu þeir flóttabifreiðina að innan með slökkvitæki. Mennirnir voru vopn- aðir sams konar byssum í báðum ránunum og í bæði skiptin voru undankomubílarnir skildir eftir í botnlangagötu. Lögreglunni hafa borist yfir 200 vísbendingar um ránið á frægustu verkum norska listamannsins Edvards Munch, Óp- inu og Madonnu, en er óviss um hver var að verki. Ópið er til í fjór- um eintökum en tíu ár eru liðin frá því annarri útgáfu af því var stolið úr Listagallareríi Noregs í Osló. ■ Útnefningarhátíð í skugga mótmæla Tugir þúsunda hafa streymt til New York vegna flokksþings repúblikana þar sem George W. Bush tekur við útnefningu sem forsetaefni flokksins. Stríðið í Írak og baráttan gegn hryðjuverkum eru í brennidepli. BANDARÍKIN, AP Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mót- mælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist form- lega en hann verður formlegur út- nefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins. Repúblikanar leggja upp með að lýsa Bush sem öflugum leið- toga sem leiddi þjóðina í gegnum hörmungarnar sem riðu yfir með hryðjuverkaárásunum 11. sept- ember 2001. Bush sjálfur eftirlæt- ur öðrum sviðið fyrstu dagana og hefur verið á kosningaferðalagi síðustu daga. Hann mun hins veg- ar flytja aðalræðuna. Þar er hann sagður leggja áherslu á næstu fjögur ár eftir kosningarnar í nóv- ember, hvernig Bandaríkin verði á seinna kjörtímabili hans. Baráttan gegn hryðjuverkum er fulltrúum á flokksþinginu ofar- lega í huga en 62 prósent þeirra nefna hana sem eitt af þremur mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosning- um í skoðanakönnun AP-frétta- stofunnar. 56 prósent nefndu efnahagsmál og fjórðungur skattamál. Þegar afstaða þingfull- trúa til ákveðinna málaflokka var skoðuð kom í ljós að 72 prósent eru andvíg hjónaböndum samkyn- hneigðra en aðeins þrjú prósent hlynnt þeim. 58 prósent eru and- víg réttinum til fóstureyðingar en fimmtán prósent fylgjandi. Mikið hefur verið um mótmæli í New York síðustu daga og er gert ráð fyrir að þau haldi áfram þar til flokksþinginu lýkur. Í gær tóku tugþúsundir manna þátt í mótmælagöngu á Manhattan þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og þess krafist að Bandaríkjaher yrði kallaður heim. Mótmælin beinast að margvís- legum málefnum. Sumir berjast fyrir rétti innflytjenda, aðrir fyrir réttindum samkynhneigðra og enn aðrir fyrir heilbrigðisþjón- ustu fyrir alla. Þá hefur verið vak- in athygli á málefnum Palestínu- manna og þess krafist að bundinn verði endi á ofsóknir í Súdan. ■ Tilkynnt um jarðskjálfta úti af Siglufirði: Jörð skelfur undir sjó JARÐSKJÁLFTAR Jarðskjálfta hefur orðið vart um 22 kílómetra norð- norðaustur af Siglufirði. Hrinan fór rólega af stað á föstudag en frá því klukkan eitt aðfaranótt laugardags og til klukkan tvö eftir hádegi náði hún hámarki með skjálftum sem mældust 2,8 á Richter-kvarða. Klukkan sex á sunnudags- morguninn fór ný hrina af stað og nú þegar hafa alls mælst yfir 120 jarðskjálftar á svæðinu. Árið 2001 varð hrina á sama stað og mældist stærsti skjálftinn 3,6 á Richter. ■ Fangamisþyrmingar: Fleiri játi á sig sök BERLÍN, AP Bandarískur hermaður sem játaði að hafa misþyrmt föng- um segist vona að aðrir feti í hans fótspor og axli ábyrgð á gjörðum sínum. Ivan Frederick liðþjálfi sagði að fangarnir hefðu verið niður- lægðir að undirlagi leyniþjónustu- manna. „Þeir sögðu okkur að hóta föngunum með hundum, reyna að fá meiri upplýsingar, neita þeim um mat og klæði, niðurlægja þá,“ sagði Frederick í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel. „Ég svara til saka fyrir minn þátt fyrir dómstólum en ég vona að aðrir taki mig sér til fyrir- myndar og axli ábyrgð. Það eru sannarlega fleiri sem bera ábyrgð á því sem gerðist í Abu Ghraib og margir þeirra hafa ekki enn verið ákærðir.“ ■ ■ NORÐURLÖND ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ EVRÓPA Ætti að afnema vaxtabótakerfið? Spurning dagsins í dag: Var það rétt ákvörðun hjá Árna Magnússyni félagsmálaráðherra að skipa Ragnhildi Arn- ljótsdóttur í stöðu ráðuneytisstjóra? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 70% 30% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is SKEMMDIR SKOÐAÐAR Þrátt fyrir vopnahlé var sprengjum skotið á sum hverfi Bagdad í gær. Sadr-hverfi: Hlé gert á bardögum BAGDAD, AP Eins dags hlé var gert á bardögum í Sadr-hverfinu í Bagdad í gær meðan samninga- menn hinna ýmsu fylkinga ræddu saman um hvernig mætti draga úr spennu og átökum í hverfinu. Deginum fyrr höfðu tíu manns látist í bardögum í hverfinu. Íraskir ættbálkahöfðingjar, embættismenn, stjórnmála- menn úr röðum sjíamúslima og bandarískir herforingjar ræddu leiðir til að draga úr átökum sem hafa verið reglulegur viðburður í þessu fátækrahverfi í Bagdad. Harkan hefur heldur aukist undanfarnar vikur eftir að til bardaga kom í Najaf á nýjan leik fyrir fjórum vikum. ■ Forsetinn hélt starfi sínu leyndu fyrir vinum Dorritar: Sagðist vinna við mannauðsstjórnun FORSETAFRÚIN Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði vinum Dorritar Moussaieff að hann fengist við mannauðsstjórnun þegar þau voru að byrja að draga sig saman, að því er fram kemur í breska blaðinu Sunday Times. Þar er að finna mikla umfjöllun um Dorrit þar sem segir að þrátt fyrir að hún sé lítt þekkt meðal almenn- ings sé hún mjög fræg meðal þeirra ríku og frægu. Undanfarið hafi frægð hennar enn farið vax- andi vegna hjónabands hennar og forsetans. Að því er fram kemur í blaðinu hélt Ólafur Ragnar raunverulegu starfi sínu leyndu þar sem Dorrit vildi ekki vekja of mikla athygli. Kveikjan að giftingu Ólafs Ragnars og Dorritar er sögð sú að Dorrit hafi gefið honum úr í af- mælisgjöf sem hann var ekki sátt- ur við. Þegar hún spurði hann hvað hann vildi þá fá er Ólafur Ragnar sagður hafa svarað: „Ég vil að þú giftist mér“. Mikið er fjallað um auð hennar og tengsl við ríkt, frægt og valda- mikið fólk. „Tengslanet hennar er goðsagnakennt,“ er haft eftir margmilljarðamæringnum Steve Schwarzman. „Það skemmtilega við að hún giftist Ólafi er að hún er eina forsetafrúin sem getur gengið um með margra milljóna króna skartgripi án þess að nokk- ur spyrji hver mútaði henni,“ segir leikarinn Michael Caine í samtali við blaðið. ■ STJÓRNARFLOKKAR TAPA FYLGI Sænsku stjórnarflokkarnir hafa svo naumt forskot á hægriflokk- ana að það er vel innan skekkju- marka. Jafnaðarmenn, Vinstri- flokkurinn og Græningjar hafa samanlagt 49,3 prósent sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun og hafa tapað hálfu fjórða prósentu- stigi á tveimur mánuðum. ÓHAPP VIÐ LAUGARÁS Það óhapp varð við Laugarás í Bisk- upstungum á sextánda tímanum í gær að hestur sparkaði í anditið á manni. Maðurinn var umsvifalaust fluttur til Reykja- víkur á slysadeild. Áverkar hans virtust við fyrstu sýn ekki vera mjög alvarlegir. HRAÐAKSTUR Á SUÐURLANDI 34 ökumenn voru teknir við hraðakstur um helgina í ná- grenni við Selfoss. Ekki var um sérstakt átak að ræða af hálfu lögregl heldur venjubundið hraðaeftirlit. KRABBAÞJÓFAR Á KREIKI Lög- reglan í Keflavík hafði á sunnu- dagsmorguninn afskipti af fjór- um mönnum sem voru að tína krabba á eignalandi í Garð- skaga í óleyfi landeigenda. Að sögn lögreglu er þetta ekki í fyrsta sinn sem landeigandi verður var við mannaferðir í óleyfi um landareign sína sem virðast vera í þessum tilgangi. Grunur leikur á að krabbarnir hafi verið tíndir fyrir veitinga- stað. Lagt var hald á um 14 kg af smáum kröbbum og eru þeir í góðu yfirlæti hjá lögreglunni í Keflavík, sem stefnir á að sleppa þeim aftur við fyrsta tækifæri. SEX LÉTUST Í FLÓÐUM Fjögur börn og tvær konur létu lífið í miklum vatnavöxtum í Rúmeníu. Þúsundir heimila urðu fyrir skemmdum og ræktarlönd bænda fóru á kaf með tilheyrandi skemmdum. SJÓNVARPAÐ ÚR RÉTTARSAL Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa sjónvarpsupptökur í dóm- stólum í tilraunaskyni. Upptök- urnar verða hins vegar ekki sendar út í sjónvarpi að svo stöddu. Síðar kann þó að fara svo að leyft verði að sjónvarpa úr réttarsal til að auka traust al- mennings á dómskerfinu, að sögn Falconer lávarðar. ÓPIÐ Frægasta listaverki Edvards Munch var stolið í síðustu viku en málið er enn óupplýst. FORSETI OG FORSETAFRÚ „Fyrri forsetafrúr hafa einbeitt sér að Íslandi en ég tel að hlutverk mitt eigi að vera að vekja athygli á Íslandi,“ sagði Dorrit í viðtali við Sunday Times. MÓTMÆLT Á MANHATTAN Fjöldi fólks tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í Írak, degi áður en flokksþing repúblikana hófst. Meðal mótmælenda voru Michael Moore, Jesse Jackson og Danny Glover. FLOKKSÞING REPÚBLIKANA Mannfjöldi og kostnaður Fjöldi fulltrúa: 2.508 Yngsti fulltrúi: Átján ára Sjálfboðaliðar: 8.000 Ferðast til New York: 50.000 Lögreglumenn: 10.000 Blaðamenn: 15.000 Kostnaður: Sjö til átta milljarðar Löggæslukostnaður: Fimm milljarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.