Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 6
6 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Æsilegum eltingar- leik lögreglu við ökuníðing norð- an heiða lauk með því að lögregl- an keyrði utan í bíl mannsins. Á flótta sínum undan lögreglu keyrði maðurinn á allt að 200 km/klst. milli Akureyrar og Húsavíkur. Lögreglunni á Húsavík barst aðstoðarbeiðni frá lögreglunni á Akureyri um klukkan hálf sex á sunnudagsmorgun vegna öku- manns sem ók á ofsahraða eftir norðausturvegi frá Akureyri til Húsavíkur. Lögreglan á Akur- eyri hafði reynt að stöðva öku- manninn við reglubundið eftirlit í bænum en hann sinnti því hvergi og leikurinn barst um alla Akureyri þar sem talið er að bíllinn hafi náð allt að 140 km hraða. Ökumaðurinn ók út fyrir Akureyri í austurátt eftir hring- vegi í átt til Húsavíkur. Í Aðal- dalshrauni mældist hraðinn 190- 200 km á klst. Lögreglan á Húsa- vík setti upp vegartálma á Lax- árbrú, 12 km sunnan við Húsa- vík, og þá beygði ökumaðurinn inn á afleggjara sem liggur að flugvellinum. Þar dró hann töluvert úr hrað- anum og náði lögreglan að keyra utan í bílinn og stöðva hann. Þá vantaði klukkuna þrjár mínútur í sex og því er sýnt að ökumaður- inn hafi ekið meira en 85 km á 30 mínútum. Skemmdir á bílnum voru óverulegar og engin meiðsl urðu á fólki. Akstursskilyrði voru ekki góð, rigning og tölu- verð umferð, svo talið er að öku- maðurinn, karlmaður á þrítugs- aldri, hafi með aksturslagi sínu valdið mikilli hættu. Hann var færður í fangageymslur og hefur verið sviptur ökuréttind- um til bráðabirgða en er nú laus úr haldi. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. ■ Sótti um í blálokin Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, sótti um starfið eftir að umsóknarfrestur hafði tvisvar sinnum verið framlengdur. Umsókn hennar var forystumönnum Fram- sóknar sem himnasending, því þeir áttu erfitt með að komast hjá því að ráða konu í starfið. STÖÐUVEITING „Ég hafði lengi hugleitt að sækja um þetta starf. Það var þó ekki fyrr en það hafði verið auglýst þrisvar að ég lét til skarar skríða,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ný- skipaður ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu. Hún kveðst hafa fengið auglýsingarnar þrjár, sem birst höfðu, sendar út til Brussel, þar sem hún starfar, og sent síðan inn umsókn. Hún hafi beðið Lögbirt- ingablaðið um að senda sér þær, en einungis þar var ráðuneytisstjóra- staðan auglýst. „Ég kem því algjörlega að borð- inu hreinu, eins og hver annar ein- staklingur sem hefur hugleitt lengi að sækja um,“ segir hún og svarar aðspurð að enginn af nánustu sam- starfsmönnum félagsmálaráðherra né aðrir honum tengdir hafi hvatt sig til að sækja um. Ljóst er að Árna Magnússyni fé- lagsmálaráðherra hefur verið vandi á höndum þegar hann réð í starfið. Margþætt reynsla Hermann Sæmundsson, sem starfað hafði sem settur ráðuneytis- stjóri um skeið, er gagnkunnugur starfi ráðuneytisins, því hann var skrifstofustjóri þess áður en hann settist tímabundið í stól ráðuneytis- stjóra. Telja ýmsir að í raun og veru hefði hann átt að fá starfið. Helga Jónsdóttir hafði hins veg- ar langa og margþætta reynslu að baki í stjórnsýslustörfum á vett- vangi sveitarstjórnarmála. Í feril- skrá sem hún sendi með umsókn sinni kemur meðal annars fram að hún hefur starfað sem aðstoðarmað- ur ráðherra tveggja ráðuneyta, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt- inu, átt sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðabankastofnananna í Wash- ington og svo mætti áfram telja. Nú gegnir hún starfi borgarritara, sem kunnugt er, og er þar með staðgeng- ill borgarstjóra. Hún þykir hafa verið „klæðskerasniðin“ í starf ráðuneytisstjóra. En svo var sprengjunni varpað. Hún og Hermann, sem höfðu verið talin langlíklegustu kandídatarnir, voru sett til hliðar en Ragnhildur Arnljótsdóttir lögfræðingur ráðin. Þessi ákvörðun félagsmálaráðherra olli fjaðrafoki. Menn spurðu hvers vegna. Eflaust eru nokkrar ástæður sem liggja að baki ákvörðun Árna Magnússonar. Helga starfaði í stjórnarráðinu við hlið Steingríms Hermannssonar. Hann og Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, eru ekki jábræður í dag. Að minnsta kosti hefur Steingrímur verið ósmeykur að segja Halldóri opinber- lega til syndanna, hafi honum fund- ist formaðurinn vera á villigötum. Fyrir Samfylkinguna Þá var það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem réð Helgu í starf borgarritara. Raunar vakti það at- hygli, að Ingibjörg Sólrún gekk fram fyir skjöldu og gagnrýndi þá ákvörð- un félagsmálaráðherra harðlega í fjölmiðlum, að ráða ekki Helgu. Inn- legg Ingibjargar Sólrúnar í umræð- una þótti á skjön við málið því það er fyrst og fremst framsóknarsápa, segja þeir sem gerst til þekkja. Raunin er sú að framsóknarmenn hafa átt í óttalegu basli með yfir- lýsta jafnréttisstefnu sína. Það lá í loftinu að Siv Friðleifsdóttur yrði skákað út af ráðherraborðinu. Það lá einnig ljóst fyrir, að sá gjörningur myndi gera allt vitlaust í flokknum, eins og raunin varð. Það hefði því verið að bera í bakkafullan lækinn að ráða Hermann. Sú ráðstöfun hefði farið beinustu leið fyrir kæru- nefnd jafnréttismála, auk þess sem valkyrjurnar í Framsókn, með Sig- rúnu Magnúsdóttur í fararbroddi, hefðu tvíeflst í baráttunni við karla- veldið, sem var hreint ekki fýsilegt fyrir formanninn og „strákhvolp- ana“ í flokknum. Þrautalendingin var því sú að framlengja umsóknar- frestinn þangað til fundin yrði kona forystunni þóknanleg sem uppfyllti fullkomlega öll skilyrði til starfsins, en væri jafnframt laus við alla „for- tíðardrauga.“ Það átti að öllu leyti við um Ragnhildi. Mannleg samskipti Helga hefur alla tíð þótt afar ákveðin kona og fylgin sér og sínum sjónarmiðum. Sumir segja „frek“. Kannski að það hafi einnig átt sinn þátt í því að hún var ekki skipuð. Að minnsta kosti stöldruðu margir við ummæli félagsmálaráðherra í Fréttablaðinu, þegar hann skil- greindi hvað fælist í hugtakinu að vera „hæfastur“ til starfsins. Þá sagði hann: „Þegar ég var búinn að fara yfir það sem fólk hefur skrifað, gert og sagt í viðtölum, auk hliðsjónar af þeim verkefnum sem framundan eru í ráðuneytinu, svo og mannleg- um samskiptum og öðru sem hafa þarf í huga og taka með inn í svona ákvörðun, þá er það mín niðurstaða að Ragnhildur standi fremst.“ Nú bíða menn eftir rökstuðningi ráðherra fyrir því að hafa gengið fram hjá Helgu, svo og öðrum gögn- um varðandi ráðninguna sem hún hefur kallað eftir. Hún á rétt á ofan- greindu samkvæmt lögum og ráð- herra hefur rúma viku til að svara. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ BANDARÍKIN ■ LEIÐRÉTTING VEISTU SVARIÐ? 1Hver er Þjóðminjavörður? 2Hvaða ríki er grunað um að standaað njósnum í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu? 3Hverjir eru nýbakaðir Íslandsmeistar-ar kvenna í knattspyrnu? Svörin eru á bls. 22 Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, hefur tvívegis verið titlaður starfsmaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu í Fréttablaðinu. Hið rétta er að hann er nefndarmaður í sömu nefnd. Biðst Fréttablaðið afsökunar á mistökunum. Flug með ólympíukeppendur: Nauðlent í Aþenu GRIKKLAND SAS-flugvélin SK 3052, sem í gærmorgun hélt frá Aþenu til Kaupmannahafnar með 180 farþega um borð, varð að nauðlenda í Aþenu skömmu seinna vegna bilunar í hjóli, upplýsir norska dagblaðið Verdens Gang. Vélin var nýfarin í loftið þegar vandamálið kom í ljós en flogið var í tvær klukkustundir yfir borginni til að tæma eldsneytistankinn áður en hægt var að nauðlenda. Farþegar og áhörfn óttuðust um líf sitt og þegar vélin tók að lækka flugið bað flugfreyjan grátandi um að fólk beygði sig fram með höfuð milli fóta á meðan lendingunni stæði. Á flugbrautinni biðu lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar en lending- in tókst vel. ■ BARN ILLA BRENNT Eins árs gamalt barn sat í baðvaski þegar þriggja ára barn lét heitt vatn renna á það. Gerðist þetta á heimili í Keflavík og var lögregla kölluð til. Barnið brenndist mjög illa og var það samstundis flutt á slysadeild í Reykjavík. RADARMÆLING Lögreglan beitir radarmælingum við að mæla ökuhraða bifreiða. Á ofsahraða á flótta undan lögreglu: Æsileg eftirför norðan heiða JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS SKIPUN RÁÐUNEYTIS- STJÓRA RAGNHILDUR ARNLJÓTSDÓTTIR Umsókn hennar kom eins og himna- sending. ÁRNI MAGNÚSSON Var vandi á höndum við ráðningu ráðu- neytisstjóra. SVIPTUR RÍKISBORGARARÉTTI Hálfníræður Rúmeni sem hefur búið í Bandaríkjunum frá 1950 hefur verið sviptur ríkisborgara- rétti sem hann fékk í ágúst 1959. Ástæðan er sú að hann er sakaður um að hafa verið fangavörður í út- rýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.