Fréttablaðið - 30.08.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 30.08.2004, Síða 20
Gljámispill er reglulegt garðastáss þegar haustar og hann verður logandi rauður. Nú er kjörið að kaupa tré, rósir og runna á út- söluverði og setja niður í rólegheitunum. Ármúla 31 • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Sumartilboð Amerískar lúxux heilsudýnur – Betra verð, betri gæði – ÍBÚÐARHÚS - FRÍSTUNDAHÚS BYGGÐ ÚR NORSKUM KJÖRVIÐI - NÁTTÚRUVÆN FÚAVÖRN RC-Hús ehf. Grensásveg 22, Reykjavík - Sími 5115550 netfang rchus@rchus.is Heillandi bílskúr: Býður upp á ótal möguleika Er ekki alveg kominn tími á að taka til í bílskúrnum? Þó að skúrinn sé staður til að henda inn öllu sem ekki er notað er engin ástæða til þess að hafa hann druslulegan. Bílskúrinn getur líka verið þitt annað heim- ili – staður sem þú ferð í til að slaka á og hvíla þig frá símanum og sjónvarpinu og dunda þér í einhverju skemmtilegu föndri. Sífellt vinsælla er líka að gera skrifstofu úr bílskúrnum og það er ekkert óvitlaust. Bílskúrinn býður upp á ótal möguleika og því ekki að búa til lítið, sætt gestaherbergi þar ef hann er ekki notaður fyrir bílinn á heim- ilinu. Það má heldur ekki gleyma töfrum þessa rýmis. Í bílskúrum hefur fjöldinn allur af hlutum verið fundinn upp og fólk er óhrætt við að gera tilraunir þar því enginn horfir inn í bílskúr- inn hvort sem er. Ef þú átt bílskúr verður þú að njóta þess og gera þér grein fyrir því að þú ert með ævin- týraland í nokkurra skrefa fjar- lægð. ■ Nú er tilvalinn tími til að taka til í bíl- skúrnum og njóta rýmisins sem hann býður upp á. Stefán Snær við íþróttahúsið sem tekið verður í notkun í haust. Stefán Snær Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hef- ur brennandi áhuga á íþróttum og öllu sem þeim tengist. „Það finnst kannski einhverjum það skrýtið en uppáhaldshúsið mitt á höfuðborgarsvæðinu er nýja íþróttahúsið í Hofsstaðamýri í Garðabæ sem verið er að leggja lokahönd á. Húsið verður tekið í fulla notkun í haust og kemur til með að efla íþróttastarf í minni heimabyggð en ég er auðvitað mikill áhugamaður um það. Svo er þetta hús líka fallegt og vel hannað. Það stendur milli Hofs- staðaskóla og Fjölbrautaskóla Garðabæjar og tillit var tekið til umhverfisins svo það er nánast eins og það hafi alltaf verið þarna.“ Stefán segir íþróttahús- ið bæta úr brýnni þörf. „Það var mikil þörf fyrir íþróttahús á þessu svæði. Það er mikið af börnum og unglingum í Garða- bæ og góð íþróttaaðstaða er nauðsynleg fyrir þau og til að skapa afreksmenn í íþróttum. Stjarnan í Garðabæ, liðið mitt, verður með aðstöðu og æfingar í þessu húsi. Ég æfi nú svo sem engar íþróttir lengur en vonast til að fá að trimma eitthvað í húsinu og hreyfa mig. Svo hafa börnin mín öll verið í Stjörnunni og ég sæki alla leiki sem þau spila svo húsið á eftir að verða mitt annað heimili um leið og það er tilbúið,“ segir Stefán og á sjálfsagt eftir að senda ein- hverja afreksmenn úr þessu íþróttahúsi á ólympíuleika áður en langt um líður. ■ Stefán Snær Konráðsson hlakkar til haustsins: Uppáhaldshúsið næstum tilbúið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.