Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 48
30 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Ný byggð rís innan um sumarbústaðina Til skamms tíma leituðu Reykvík- ingar kyrrðar og næðis uppi við Elliðavatn þegar þeir kusu að komast út úr ys og þys borgarinn- ar. Sumir áttu þar sumarbústaði sem þeir vitjuðu í fríum, einfalda eða íburðarmikla er kúrðu í frið- sælum skógarrjóðrum eða spegl- uðu sig í vatnsfletinum. Aðrir bjuggu þar allt árið og stunduðu jafnvel smábúskap. Hestamenn höfðu helgað sér reiðleiðir um svæðið og útivistarfólk átti þar margt sporið. Þetta er liðin tíð. Á nokkrum mánuðum hefur umhverfi vatns- ins tekið ótrúlegum stakkaskipt- um og byggingar risið, bæði stór- ar og smáar. Kranana ber hvar- vetna við loft og allsstaðar eru verkamenn, iðnaðarmenn og eig- endur að störfum. Margir hús- byggjendur ætla sér örugglega að flytja inn fyrir veturinn, að minnsta kosti fyrir jól. Innan skamms verða öll húsin orðin full af fólki og þar sem göngufólk og gæðingar þræddu áður moldar- götur verður tiplað um stein- steyptar stéttar á háum hælum. Það eina sem er eins og það var er vatnið. ■ Hér er verið að byggja tvö tveggja hæða hús við Fannahvarf sem snúa upp og niður brekkurnar. Sex íbúðir verða í hvoru. Nýju húsin standa þétt og eru afar fjölbreytileg að gerð og lögun. Bjálkahús, steinsteypa, einnar hæðar hús og tveggja hæða. Allt í bland. Stórt og smátt. Malbikun í gangi. Hverfið nýtur áhuga sumarbústaðaeigenda á skógrækt. Fjær er annað hverfi í upp- byggingu. Hér er búið að malbika og það er nú gott fyrir hjól barnavagnsins. Við Fellahvarf eru þriggja hæða hús á lokastigi. Íbúar á tveimur efri hæðunum eiga að geta horft út á vatnið yfir þök tveggja hæða raðhúsa. Gler í svalaveggjum auð- veldar það. Á bak við eiga grunnskóli og leikskóli að rísa. Fjölbreyttir stílar í byggingarlistinni. Þar sem áður var lyngmói er nú lagður grunnur að fjölbýli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.