Fréttablaðið - 30.08.2004, Side 69

Fréttablaðið - 30.08.2004, Side 69
MÁNUDAGUR 30. ágúst 2004 Tyggigúmmi sem poppstjarnan Britney Spears á að hafa skyrpt út úr sér er nú til sölu á eBay. Þetta er í annað skiptið sem tyggjóið er sett á sölu, en í fyrra skiptið var færslan um tilboðið fjarlægð þar sem þar stóð að þarna væri hægt að komast í DNA-kóða söngkonunnar. Á eBay eru strangar reglur um það að ekki megi selja líkamsparta og lífsýni teljast undir þá reglu. Nú er hvergi minnst á DNA-kóða söngkonunnar í auglýsingunni. Tyggjóið var hirt upp af götunni fyrir utan Sanderson-hótelið í London eftir að poppsöngkonan hrækti því út úr sér. Hæsta tilboðið í tyggjóið er 790 pund, sem eru rétt rúmar 100 þúsund íslenskar krónur. Fullyrt er að tyggjóið sé í lofttæmd- um umbúðum og að enginn hafi snert á því eftir að Britney hrækti því út úr sér. Engar sannanir eru þó gefnar fyrir því að hún hafi í raun og veru tuggið tyggjóið. ■ Dómkórinn hefur ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um tón- list til flutnings við hjónavígslur. Tilgangurinn er að auðga úrval kirkjulegrar brúðkaupstónlistar sem höfðað getur til breiðs hóps fólks. „Við fáum oft óskir frá fólki sem er að gifta sig um að flutt verði popptónlist í athöfninni. Okkur finnst hins vegar að tónlist- in sem flutt er í giftingarathöfn- um megi ekki vera einhverjar dægurflugur því þá glatast lotn- ingin sem hvílir yfir athöfninni og það þarf að undirstrika að gifting er alvarlegt mál og þarf það að endurspeglast í þeirri tónlist sem flutt er,“ segir Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti. „ Við hvetjum tónskáld og ljóð- skáld að hjálpa okkur við að finna tónlist og texta sem hentar við slíkar athafnir.“ segir Marteinn og bætir við að að tónlistin megi vera poppuð ef textarnir hæfi jafn hátíðlegri athöfn og hjóna- vígsla er. Skilafrestur í samkeppninni er til 15. október en þann 13. nóvem- ber verða verðlaunaverkin flutt og síðar gefin út á geisladiski og væntanlega gleðja eyru í brúð- kaupum um ókomna framtíð. ■ Það þarf ekki mikinn mannþekkj- ara til að skynja að leikkonan Jul- ia Stiles er kjarnakvendi. Hún hefur látið til sín taka í ýmsum mannréttindamálum og meðal annars unnið á alþjóðavettvangi fyrir Amnesty International. Julia Stiles lætur sig pólitíkina varða og stendur ekki á sama um for- setakosningarnar sem fram und- an eru í Bandaríkjunum. Á heima- síðunni julia-stiles.com kemur fram að hún, ásamt leikkonunum Susan Sarandon, Isabellu Rossell- ini og fleiri stórstjörnum, ætli sér að taka daginn 13. september frá til að hvetja konur í Bandaríkjun- um til að ganga til kosninga. „Það hefur komið í ljós að ansi hátt hlutfall kvenna í Bandaríkjunum notar ekki atkvæðin sín,“ segir Julia í samtali við Fréttablaðið en leikkonan, sem stödd er hér á landi við tökur á nýjustu kvik- mynd Baltasars Kormáks, segist ekki hafa neina eina skýringu á lé- legri kjörsókn kynsystra sinna. „Það er eins og það ríki ákveðinn doði í þessum efnum og að fólk haldi að atkvæði þess hafi engin áhrif. En fram undan eru að mínu mati einar mikilvægustu forseta- kosningar sem gengið hefur verið til og vonandi náum við því með þessu framtaki að hvetja fleiri til að kjósa.“ Þó að Julia Stiles sé búin að ákveða hverjum hún ætlar að gefa atkvæði sitt í komandi kosningum lætur hún ekki upp innihald kjörseðilsins í fjölmiðl- um. „Ég held því fyrir mig hvað ég kýs því mér finnst það ekki vera mitt hlutverk að segja öðrum hvað þeir eigi að kjósa.“ tora@frettabladid.is Tyggjó Britney til sölu BRITNEY Hægt er að kaupa tyggjó sem Britney hrækti út úr sér og klóna eitt stykki til einkanota. Samkeppni um brúðkaupstónlist DÓMKIRKJAN Leitað er eftir skemmtilegri tónlist og inni- haldsríkum textum sem nota á í brúð- kaupum. Julia Stiles hvetur konur til að kjósa JULIA STILES Gefur ekki upp við Fréttablaðið hvað hún kýs í komandi kosningum. PÓLITÍK JULIA STILES ■ Segir forsetakosningarnar sem fram undan eru í Bandaríkjunum vera þær mikilvægustu sem þjóðin hefur gengið til.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.