Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 30.08.2004, Qupperneq 70
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Margrét Hallgrímsdóttir. Ísrael. Valsstúlkur. Á föstudagsmorgun lögðu nokkrir leikarar frá Borgarleik- húsinu leið sína í Húsdýragarð- inn, þar sem sérstaklega var heilsað upp á geiturnar. Tilefnið er að æfingar eru að hefjast á leikritinu Geitin - eða hver er Sylvía? Þetta leikrit er eftir gamla jálkinn Edward Al- bee, samið árið 2001, og vakti það strax mikla athygli í leik- húsheiminum. Leikritið fjallar um vel stæð- an arkitekt, leikinn af Eggert Þorleifssyni, sem á hátindi fer- ils síns hittir Sylvíu. Hún dáleið- ir hann með ómótstæðilegum augum sínum, sakleysi og feg- urð. Þar sem arkitektinn hefur verið hamingjusamlega giftur í 22 ár setja þessi kynni óneitan- lega strik í reikninginn. En hver er Sylvía? Af einhverjum ástæðum hélt leikhópurinn í Húsdýragarðinn til þess að kynnast geitunum þar svolítið betur. Eggert mun hafa náð sérstaklega góðu sambandi við eina geitina. Aðrir leikarar í verkinu eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þór Tulinius og Hilmar Guðjónsson. Leikstjóri er María Reyndal. ■ Í góðu sambandi við geitur LEIKARAR Í HÚSDÝRAGARÐINUM Eggert Þorleifsson og félagar hans í Borg- arleikhúsinu leituðu eftir nánari kynnum við geiturnar í Húsdýragarðinum. 34 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR ... fær Björk fyrir að fara enda- laust nýjar leiðir og koma stöðugt á óvart í tónsmíðum sín- um. HRÓSIÐ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 í dag Ungir fíklar flýja Vog Allt fljótandi í dópi á sjúkrastöðinni Kattakonan á hrakhólum Hundarnir seldir fyrir hótel- reikningi James Brown Sprakk á limminu eftir klukkutíma Lárétt: 2 húsgagn, 6 málm, 8 þrír eins, 9 regn á ensku – n, 11 verkfæri, 12 systur, 14 stúlkna, 16 belti, 17 missir, 18 riss, 20 sólguð, 21 mikill. Lóðrétt: 1 málmur, 3 fæddi, 4 blístrar, 5 reið, 7 ekki siðprúð, 10 að utan, 13 veið- arfæri, 15 skógardýr, 16 stunu, 19 kyrrð. Lausn. Lárétt: 2 sófi, 6 ál, 8 lll, 9 rai, 11 al, 12 nunnu, 14 snóta, 16 ól, 17 tap, 18 pár, 20 ra, 21 stór. Lóðrétt: 1 járn, 3 ól, 4 flautar, 5 ill, 7 lauslát, 10 inn, 13 nót, 15 apar, 16 óps, 19 ró. INNI KLINK OG BANK Listasmiðjan í Brautarholti er aðalsuðupotturinn í dag. Það líður ekki vika án þess að eitthvað spennandi sé að gerast í risavöxnum húsakynnunum. Tónleikar, myndlistarsýningar, gjörningar, markaðir og endalaust fleira er í boði þar í hverri viku. Það er um að gera fyrir fólk að skella sér í menningar- ferð í KlinK og BanK áður en starfsemin leggst niður því óvíst er um framtíð miðstöðvarinnar. ÚTI LOPAHÚFUR Það getur verið að lopahúfurnar hafi verið að ganga þegar Sigurrósarstrákarnir skörtuðu sínum rauðu álfslegu húfum. En nú eru meira að segja þeir hættir að ganga um með þær. Í stað lopahúfa, að mestu í gömlu sauðalitunum, þrátt fyrir að ein og ein hafi sést sem lituð hafði verið með nútímatækni, eru það derhúfurnar sem eru komnar sterkar inn. Helst með einhverju fínu lógói. | INNI OG ÚTI | Þetta var eitt það skrýtnasta sem ég hef séð, að sjá James Brown í Höll- inni. Jagúar átti ótrúlega auðvelt með að vinna fólk á sitt band og er orðin ótrúlega gott efni í fyrsta flokks poppsveit. Fönkdýrið er orðið full- þroska og hreyfingar þess hafa aldrei verið jafn öruggar. Gaman að heyra Samma syngja, og fyrir vikið verður allt miklu heilsteyptara og skemmtilegra. Svo finnst mér að Ingi bassaleikari ætti að fá Ólympíu- gullið í bassaleik. Sál hans er svört sem kóka kóla. Ég var svo spenntur að sjá James að ég togaðist nær sviðinu á hálf- fullu Hallargólfinu, og var með fremstu áhorfendum þegar sjóið byrjaði. Hópur hljóðfæraleikara safnaðist skyndilega á sviðinu, allir einkennisklæddir í rauða hljóm- sveitarjakka eins og Lúdó og Stefán. Meðalaldurinn hefur ekki verið svona hár á sviðinu frá því að Buena Vista Social Club hélt sína tónleika þar. Ég fékk strax þá tilfinningu að kvöldið yrði ekki líkt neinu sem ég hefði séð áður. Hljómsveitin kýldi í eitt fönkí stef og kynnir kvöldsins mætti og kynnti hljómsveitina hálfsyngjandi. Hann hljómaði eins og Arsenio Hall væri að reyna að stæla kynninn hjá Jay Leno. Hann tók sér dágóðan tíma í þetta, og hljómsveitin gaf áhorf- endum smá sýnishorn úr vinsælustu lögum Brown á borð við Papa’s Got a Brand New Bag, I Got You (I Feel Good), It’s a Man’s, Man’s, Man’s World og Sex Machine. Sveitin hljómaði eins og hún hefði spilað þessi lög á hverju kvöldi í 19 ár. Allt virkilega fínpússað, slípað, útreikn- að en sálarlaust á köflum. Lítið, sætt krumpudýr 20 mínútum eftir að sveitin kom á sviðið birtist skyndilega guðfaðir fönksins. Að líta hann augum var svipað eins og að sjá Mikka Mús í holdinu. Brown er goðsögn og stendur undir því. Þrátt fyrir að maðurinn líti út fyrir að vera rétt tæplega 50 ára hreyfir hann sig sem sá 71 árs gamli maður sem hann er. Hann má þó eiga það að hann gefur sig allan, kallinn. Sló stundum hljóð- nemastandinn niður, togaði hann til baka á snúrunni og passaði sig á því að vera búinn að snúa sér í hring áður en standurinn varð uppréttur aftur. Magnað. Ég hefði aldrei viljað missa af þessum tónleikum, en á sama tíma gat ég ekki annað en óskað mér að maður hefði fengið að sjá guðföður- inn fyrir þrjátíu árum síðan, áður en vindurinn byrjaði að leka úr honum. Það var hrein unun að sjá stórsveit- ina renna sér í lög á borð við Sex Machine og sjá kappann gefa allt það sem hann gat. Hann er vissulega duglegasti maðurinn í skemmtana- iðnaðinum og ekki annað hægt en að þakka verulega fyrir það sem hann hafði að gefa. Samt leið manni ekk- ert illa með það að skreppa á klósett- ið þegar hann kynnti á svið eigin- konu sína Tommie Rae, sem kærði hann í upphafi árs fyrir heimilis- ofbeldi. Hún mætti, stal sviðsljósinu af eiginmanni sínum, og söng Tinu Turner-lag eins og hún væri að skemmta í Las Vegas. Reyndar not- aði Brown oft þetta bragð, að kynna aðra söngvara á meðan hann náði andanum aftur á bak við eitt hljóm- borðið. En hvað með það? Litla krumpudýrið var svo sætt á bak við hljómborðið, skælbrosandi. Eins og í ljósaskiptunum Öll sýning James var eins og ég gæti ímyndað mér að hótelsýning á Las Vegas sé. Allt mjög faglega gert og útreiknað. Stórkostlegir spilarar en lítið rými fyrir spuna. Brown stóð sig eins og sú sjötuga goðsögn sem hann er. Hann var snöggur að láta sig hverfa eftir að síðasta laginu lauk, og ljósin voru kveikt nánast strax til þess að koma í veg fyrir uppklapp. Ég skemmti mér konung- lega, en hefði þó viljað heyra hann taka alla þá slagara sem hann gaf sýnishorn af í upphafi. Þessi skemmtun var þó svolítið eins og þáttur í Twilight Zone á köflum. Brown spilaði ekki Man’s, Man ‘s Man’s World eða Please Please Please þrátt fyrir að gefa fyrirheit um það í upphafi. Mér fannst það svolítið súrt, en auðvitað skildi mað- ur það að það var kominn háttatími hjá kallinum. Birgir Örn Steinarsson Las Vegas í Höllinni JAMES BROWN Gaf allt sem hann átti eftir í tónleikana í Höllinni á laugardaginn og var svo sprækur að hann virtist frekar vera tæplega fimmtugur en rúmlega sjötugur. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN JAMES BROWN Í LAUGARDALSHÖLL 28. ÁGÚST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.