Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2004, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.09.2004, Qupperneq 20
Leitað til Moggans Um leið og safnið um Halldór Laxness var opnað á laugardaginn á heimili hans að Gljúfrasteini í Mosfellssveit var opnuð vefsíða um skáldið á netinu þar sem margt áhugavert efni er að finna. Er veffangið gljufrasteinn.is. Athygli vek- ur að vefsíðan er vistuð á vef Morgunblaðsins og hönnuð og forrituð af starfsmönnum blaðs- ins. Það var stjórn húss- ins undir forsæti Þórar- ins Eldjárns sem tók ákvörðun um þetta sam- starf. Stjórnin heyrir undir forsætisráðu- neytið. Ekki var leit- að eftir tilboðum frá öðrum aðilum og engin skýring hef- ur fengist á því af hverju síðan er ekki einfaldlega vistuð á hinum umfangs- mikla vef stjórnarráðsins eins og annað sambærilegt efni, svo sem nýja vefsíð- an um heimastjórnina. Annað sem ýmsum þykir einkennilegt er að á safn- inu að Gljúfrasteini hefur verið útbúin glæsileg margmiðlunarsýning um Hall- dór Laxness en efnið hefur ekki verið sett á netið þar sem allir hefðu aðgang að því eins og liggur beinast við. Sættu þeir lagi? Benedikt Jóhannesson, framkvæmda- stjóri útgáfufyrirtækisins Heims, sem er „vel tengdur“ í Sjálfstæðisflokknum, gagnrýnir harðlega kaup Símans á Skjá einum í pistli á vefsíðu fyrirtækisins í gær. Hann gerir að umtalsefni orð Dav- íðs Oddssonar um að kaupin hafi farið fram án hans vitundar. Telur Benedikt að þetta sýni að Brynjólfur Bjarnason og félagar „hafi sætt lagi í veikindum [forsætisráðherra] til þess að snúast þvert gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins“. Og bætir við: „Flokkurinn hefur haft þá stefnu að minnka umsvif ríkisins og að markaðsráð- andi fyrirtæki hasli sér ekki völl á fjölmiðla- markaði. Bæði þessi prinsipp eru brotin með kaup- unum á hlut í Skjá einum.“ Ýmislegt hefur borið til tíðinda i viðskiptaheiminum undanfarna daga. Fyrst verður að nefna vext- ina. Allt í einu er hægt að lækka vexti til íbúðakaupa. Hver bank- inn á fætur öðrum býður betur og Íbúðalánasjóður ríkisins fylgir í kjölfarið. Kaupþings- menn skýrðu útspil sitt að ég held með því að þeir væru orðnir svo stórir, störfuðu á erlendum mörkuðum og þar fram eftir göt- unum og þess vegna gætu þeir boðið betri kjör. Þetta gerist eftir að við höfum búið við nánast okurvaxtakjör um árabil og maður getur auðvitað ekki gert neitt annað en fagnað. Það læðist að vísu að manni sú spurning af hverju þetta gerðist ekki fyrr; ekki hefur Íbúðalánasjóður t.d. keypt upp slíka sjóði í útlöndum. Þær fréttir hafa þá farið fram hjá mér. Ekki kemur þetta heldur úrskurði Eftirlitsstofnunar EFTA við, því hennar úrskurður um húsnæðislánastarfsemina var á þann veg að Íbúðalánasjóður mætti vera til. Nema úrskurður- inn hafi opnað augu bankamann- anna fyrir því að ef þeir ætluðu inn á þennan markað, sem þeir segja vera þann öruggasta, þá yrðu þeir að keppa við þann sjóð. Þeir yrðu sem sagt að bjóða lægri vexti en hann og þess vegna hafi þeir látið til skarar skríða. Það er næg ástæða til að láta sér ekki detta í hug að loka Íbúðalánasjóðnum. Þrátt fyrir þetta eru vextir til íbúðalána enn hærri hér en í útlöndum svo ekki sé nú talað um aðra vexti. Ekki er þó ólíklegt að aðrir vextir lækki einnig eitthvað í kjölfarið, vænt- anlega þó ekki til jafns við það sem vextir eru í útlöndum, en litlu verður Vöggur feginn. Lyfjaheildsalar fundu líka fullt af „millum“, einhver hundruð, svei mér þá, og verð á fjölda lyfja lækkaði um mánaðamótin. Ein- hver efasemdarmaðurinn spurði í samkvæmi sem ég var í hvar þessir peningar hefðu verið áður. Af hverju gerðist þetta ekki miklu fyrr? Sumir geta aldrei glaðst yfir því sem gott er, og spyrja asnalegra spurninga. Kannski hafði þetta eitthvað með það að gera að heilbrigðisráð- herrann lagði fram tillögur í vor, sem hefðu leitt til meiri sam- keppni á milli nýju lyfjanna og gömlu lyfjanna, sem almennt eru miklu ódýrari. Þær tillögur voru hins vegar dregnar til baka þegar allar milljónirnar fundust, og nú una allir glaðir við sitt nema þeir sem selja lyf í smásölu. En það eru viðskiptakeðjur sem reka smásöluna og við vitum úr Mogga að slíkt fólk ber að varast. Ríkisstjórnin hefur á stefnu- skrá sinni að selja ríkisfyrir- tækin. Sumir eins og t.d. læknar þurfa ekki einu sinni að kaupa þau, flytja bara í eigið húsnæði og fá áfram greitt af ríkinu. Sím- inn, sem ekki tókst að selja um árið, kannski vegna þess að allt var svo illa undirbúið, er enn til sölu ef marka má framsóknar- menn. Síminn virðist þó ekkert á þeim buxunum að láta selja sig, allavega stendur hann í stórfelld- um fjárfestingum, búinn að kaupa enska boltann hvorki meira né minna. Nema að þetta nýja landnám ríkisins sé til að gera Símann seljanlegri. Ein- hverjum fannst hann samt sæmi- lega álitlegur eins og hann var. Einhverjir höfðu á orði að leiðir Skjás eins og Símans hefðu legið saman fyrr, mér fannst það svo- lítið skondin athugasemd. Sér- staklega í ljósi þess að fjárfest- ingin er svo óskiljanleg fram- vinda að þessi athugsemd var jafn vitræn og hver önnur, þó hún hafi ekkert með málið að gera. Forstjóra Símans finnst hins vegar ósmekklegt að draga ógæfu manna inn í umræðuna. Mér finnst það nú óþarfa við- kvæmni að kalla það að draga sér fé af opinberu fyrirtæki um ára- bil „ógæfu“. En svona erum við mannfólkið misjafnlega innrétt- uð. Gamlir samherjar úr Heimdalli deila um frelsi í við- skiptalífinu, ekki furða þó ungir sjálfstæðismenn séu ruglaðir. Annar er formaður bankaráðs Landsbankans, og reyndi hér á árum áður að keppa við Eimskip, var þá úthrópaður; nú á hann Eimskip, gott hjá honum . Hinn hefur farið fyrir álitsgjöfum landsins í áratugi. Hann treystir ekki viðskiptafrelsinu meira en svo að hann vill setja því alveg ákveðnar skorður með lögum. Hann vill njörva niður hver má eiga hvað og hve mikið, óháð því hvort menn misnota markaðs- valdið eða ekki. Almennar reglur og eftirlit, heimildir ríkisvalds- ins til að grípa inn í ef menn fara út af sporinu, duga honum ekki. Svona eins og við settum mál- frelsinu þrengri skorður en þær sem settar eru með meiðyrðalög- gjöfinni. Ég segi fyrir mig að ég verð oftast frekar hissa þegar ég borga í Bónus, á von á hærri reikningi, svoleiðis fara þeir feðgar með vald sitt á matvöru- markaðnum. ■ V ofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosn-inganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðanþátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta um- ræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnam- stríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Banda- ríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Banda- ríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda áratugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýs- ingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveg- inn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi mál- flutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti and- stæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á und- anförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermála- stefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trú- verðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð. ■ 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Vofa Víetnamstríðsins truflar kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Rangt stríð í sviðsljósinu Af tíðindum í viðskiptaheiminum ORÐRÉTT Vopnuð innrás? Við verðum að halda ótrauðir áfram og berja okkur á brjóst og fara í leikinn gegn Ungverjum með víkingasverð í hendi. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari. DV 6. september Auðskilin leikáætlun Við verðum að vera þéttir og ákveða hvort við ætlum að detta eða pressa. Við vorum alltaf skrefinu á eftir. Þeir eru með mjög gott lið og náðu að halda boltanum vel en þeir komust ekki mikið inn fyrir okkur. Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður DV 6. september Rólegt afmælisboð Þetta verður allt mjög rólegt og gufusoðið, allra mest svona kassi af bjór á mann og þrjár tekílaflöskur, og helst ekki meira en kíló af kókaíni í hverja nös. Svo verð ég náttúrlega með bollu. Kynntist henni í Úkraínu. Alveg svínfeitt tólgarfjall. Hel- víti hressandi ílát. Sverrir Stormsker átti afmæli í gær Fréttablaðið 6. september Með forsendurnar á hreinu Við erum alls ekki bestu sjón- varpsmennirnir á landinu. Við erum bara svo ógeðslega sætir. Simmi sjónvarpsstjarna sem kynni Idol. Morgunblaðið 6. september FRÁ DEGI TIL DAGS Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. ,, Í DAG VIÐSKIPTALÍFIÐ VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að selja ríkisfyrirtækin. Sumir eins og t.d. læknar þurfa ekki einu sinni að kaupa þau, flytja bara í eigið húsnæði og fá áfram greitt af ríkinu. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.