Fréttablaðið - 07.09.2004, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004 25
Mál og menning hefur gefið út bókina
Örlögleysi eftir Nóbelsverðlaunahafann
Imré Kertész í þýðingu Hjalta Kristgeirs-
sonar.
Í Búdapest árið 1944 er fjórtán ára
gyðingur, György Köves, rekinn út úr
strætisvagni af lögreglumanni. Saklaus
drengurinn skilur engan veginn hvers
vegna. Hann er færður um borð í lest
ásamt þúsundum annarra gyðinga og
það er ekki fyrr en lokunni er slegið frá
l e s ta r vagn -
inum á
á f a n g a s t a ð
og farþegarn-
ir reknir út
sem drengur-
inn skilur
hvað um er
að vera:
Orðrómurinn
um dauða-
b ú ð i r n a r ,
sem lítt hafði
snert hann
fram að því,
reynist sann-
ur.
Örlögleysi er fyrsta skáldverk Imré
Kertész sem kemur út á íslensku og er
jafnan talin hans höfuðverk. Hann hlaut
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið
2002, ekki síst fyrir þessa sögu.
Imre Kertész fæddist í Búdapest 1929
og er af gyðingaættum. Hann lifði
sjálfur af vist í Auschwitz 1944-45 og sú
reynsla hefur mótað allt hans höfundar-
verk. Hann starfaði í fyrstu við blaða-
mennsku en hóf síðar feril sem rithöf-
undur og mikilvirkur þýðandi.
NÝJAR BÆKUR
„Á námskeiðinu verður leitast við
að svara ýmsum áleitnum spurn-
ingum varðandi landnám Íslend-
inga í Ameríku,“ segir Jónas Þór
sagnfræðingur, en hann hefur um-
sjón með átta vikna námskeiði
sem hefst í dag og fjallar um land-
námssögu Íslendinga í Vestur-
heimi. Það er Þjóðræknisfélag
Íslendinga sem stendur fyrir
námskeiðinu sem er þannig upp-
byggt að þátttakendur ferðast í
kjölfar fyrstu vesturfaranna til
Ameríku og reyna að setja sig í
spor þeirra og fylgjast með fram-
vindunni. „Það verður svo tekið á
móti hverjum hópnum frá Íslandi
á fætur öðrum og þeim fylgt á ný-
lendusvæðin sem valin eru hverju
sinni,“ segir Jónas en svonefnt
vesturfaratímabil stóð frá 1870 til
1914 og á þessum árum fóru um
fimmtán þúsund Íslendingar
vestur.
„Hvað réði staðarvali og
hvernig tókst til? Hvers vegna
lukkaðist landnámið betur fyrsta
áratuginn í Bandaríkjunum en
Kanada? Af hverju voru vestur-
fararnir svo iðulega ósammála
um staðarval? Hverjar voru
helstu fylkingarnar og hverjir
leiðtogar? Hvernig töldu vestur-
farar íslenskri arfleifð best
borgið í Ameríku? Af hverju telja
þekktir kanadískir sagnfræðingar
Íslendinga hafa verið góða inn-
flytjendur? Þessar spurningar
eru á meðal þeirra sem leitast
verður við að svara á námskeið-
inu.“ Þeir sem vilja svo fara alla
leið geta slegist með í ferð sem
farin verður næsta sumar á veg-
um ÞFÍ á slóðir vesturfara í
Bandaríkjunum og Kanada.
Námskeiðið er haldið í Gerðu-
bergi í Reykjavík á þriðjudags-
kvöldum kl. 7.30 ñ21.30 og hefst í
dag. ■
JÓNAS ÞÓR: BÝÐUR FÓLKI AÐ FYLGJA VESTURFÖRUM EFTIR Á ÁTTA VIKNA NÁMSKEIÐI.
Í kjölfar vesturfara
JÓNAS ÞÓR Hefur tekið saman landnámssögu Íslendinga í Vesturheimi á tímabilinu
1856-1908 í bókinni Icelanders in North America: The First Settlers sem University of
Manitoba Press í Winnipeg í Kanada gefur út. Hann mun næstu átta vikurnar deila sér-
þekkingu sinni með áhugasömum á námskeiði um landám Íslendinga í vestri.
AFMÆLI
Guðrún Helgadóttir rithöfund-
ur er 69 ára.
Þorbjörn Jensson, fyrrv. lands-
liðsþjálfari í handbolta, er 51
árs.
ANDLÁT
Jóhann Valdemarsson, frá Möðruvöll-
um í Eyjafirði, lést 3. september.
Dóra Guðbjartsdóttir, Aragötu 13, lést
3. september.
JARÐARFARIR
13.30 Sigrún Skarphéðinsdóttir, Stóra-
gerði 5, verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni.
13.30 Guðjón Loftsson, Bjarkarbraut 7,
Dalvík, verður jarðsunginn frá
Dalvíkurkirkju.
13.30 Elín Sigríður Jakobsdóttir, síðast til
heimilis í Hraunbæ 103, Reykja-
vík, verður jarðsungin frá Árbæjar-
kirkju.
13.30 Gunnar G. Schram, prófessor,
Frostaskjóli 5, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
13.30 Halldóra Kristinsdóttir, áður Stór-
holti 31, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu.
13.30 Elísabet F. Kristófersdóttir, Dal-
braut 20, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Laugarneskirkju.
15.00 Hansína Margrét Bjarnadóttir, frá
Suður-Reykjum, Mosfellssveit,
verður jarðsungin frá Lágafells-
kirkju.