Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 6
6 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR ÍRAK, AP Í það minnsta fjörutíu manns létu lífið í bardögum og árásum víðs vegar í Írak í gær. Flestir féllu í bardögum í Sadrborg, fátækrahverfi í Bagdad. Þar létust 34 í hörðum bardögum og nær 200 manns til viðbótar voru fluttir særðir á sjúkrahús. Bardagarnir brutust út í fyrrinótt en stóðu fram undir morgun í gær. Áður en bardag- arnir blossuðu upp hafði verið rólegt um nokkurra daga skeið í hverfinu þar sem bandarískir hermenn og stuðningsmenn sjíaklerksins Muqtada al-Sadr hafa oft borist á banaspjót und- anfarið. Flestir þeirra sem létust í bardögunum í Sadr-borg voru Írakar, raunar allir nema einn bandarískur hermaður. Ekki var gefið upp hvernig skiptingin væri milli vígamanna og óbreyttra borgara. Vegfarandi lést þegar sprengjuárás var gerð á bílalest borgarstjórans í Bagdad og þrír lífverðir hans særðust. Fimm bandarískir hermenn féllu í bardögum og sprengju- árásum víðs vegar í Írak í gær. Þrír féllu þegar sprengjur sprungu á vegum sem þeir áttu leið um og tveir féllu þegar skotið var að sveitum þeirra. ■ HRYÐJUVERK Þorri Vesturlandabúa virðist ekki skilja þá vá sem Rúss- land stendur frammi fyrir að sögn Alexanders A. Rannikh, sendi- herra Rússlands á Íslandi. Sendiherrann, sem hélt blaða- mannafund í gær vegna fjöldamorðanna í Beslan, segir að Rússar líti á hryðjuverkin undan- farið nákvæmlega sömu augum og Bandaríkjamenn hafi litið hryðjuverkin 11. september 2001. „Mér finnst hræðilegt að Vest- urlandabúar skilji ekki að þetta eru líka þeirra óvinir,“ segir Rannikh og vísar til hryðjuverka- mannanna sem stóðu fyrir gísla- tökunni í Beslan. Hann gagnrýnir fréttaflutning vestrænna fjöl- miðla, og þar með talið íslenskra, af atburðinum í Beslan. Hann segir fréttaflutninginn endurspegla að blaðamenn skorti skilning á að- stæðum í Norður-Kákasus. „Það hefur líka gleymst að Rúss- land er orðið að skotmarki hryðju- verkamanna.“ Rannikh segir alþjóðasamfélag- ið ekki hafa brugðist rétt við hryðjuverkaárásunum í Rússlandi og spyr hvers vegna Rússum hafi ekki verið boðin aðstoð í baráttu sinni. Hann segir alveg ljóst að rússneska ríkisstjórnin muni herða á aðgerðum sínum gagnvart hryðjuverkamönnum. Ráðist verði gegn þeim, ekki bara í Rúss- landi, heldur einnig utan Rúss- lands. Aðspurður vildi Rannikh ekki svara því hvar Rússar hygðust láta til skarar skríða. Sendiherrann gagnrýnir Bandaríkjastjórn. Hann segir mörg ár síðan rússnesk yfirvöld hófu að ræða við Bandaríkjamenn um hryðjuverkaógnina. Banda- ríkjamenn hafi hins vegar ekki skilið vandamálið fyrr en eftir 11. september. Hann segir að jafnvel þó skilningur þeirra gagnvart hryðjuverkaógninni hafi nú aukist skilji þeir á milli hryðju- verkamanna sem ráðist gegn Bandaríkjunum og hryðjuverka- manna sem ráðist gegn öðrum ríkjum. Það sé afar bagalegt. Rannikh segir að íslensk stjórnvöld geti veitt Rússum að- stoð í þeim vanda sem þeir séu í núna. Það geti þau gert með því að sýna Rússum skilning og hjálpa við að leita úrlausna á þeim vanda sem Rússar standi frammi fyrir. trausti@frettabladid.is Fyrsti ríkisstjórnarfundur Davíðs eftir veikindi: Fundi frestað RÍKISSTJÓRNIN Ekki varð úr því að Davíð Oddsson forsætisráðherra stýrði sínum fyrsta ríkisstjórnar- fundi í gær eftir að hann snéri til starfa á ný eftir veikindaleyfi. Fundinum var frestað vegna anna ráðherra að sögn forsætisráðu- neytisins. Svo virðist sem fundin- um hafi verið frestað á elleftu stundu því a.m.k. tveir ráðherrar mættu til fundar á hefðbundinn fundarstað ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg. Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa stólaskipti 15. september, á miðvikudag í næstu viku. ■ FRÁ KÁRAHNJÚKUM Tyrkneskt fyrirtæki er með lægsta tilboð í gerð burðarvirkis háspennulína. Burðarvirki háspennulína: Tyrkir með lægsta boð IÐNAÐUR Átta tilboð hafa borist í gerð burðarvirkis háspennulínanna Fljótsdalslínu 3 og 4 og Sultar- tangalínu 3. Annars vegar er um að ræða háspennulínur sem flytja eiga rafmagn úr Kárahnjúkavirkjun í Reyðarfjörð og hins vegar úr Sult- artanga niður í Hvalfjörð. Lægsta tilboðið átti tyrkneska fyrirtækið SA-RA, tæplega 5,4 milljón evrur, eða rúmar 472 millj- ónir króna. Kostnaðaráætlun Lands- virkjunar hljóðar hins vegar upp á tæplega 623 milljónir. Hæst bauð spænska fyrirtækið Eucomsa, 9,8 og til vara 8,6 milljónir evra. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Forsætisráðherra hvaða lands hefurboðið börnunum sem lifðu af gíslatök- una í Besnan í heimsókn? 2Hvaða þingmaður mótmælti því aðöryrki væri borinn út úr leiguhúsnæði í Reykjavík? 3Í smiðju hvaða fyrrverandi forsetahefur forsetaframbjóðandinn John Kerry leitað í baráttu sinni? Svörin eru á bls. 30 Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Farþegar yfir milljón FLUGSAMGÖNGUR Alls hefur far- þegum um Flug- stöð Leifs Ei- ríkssonar fjölg- að um rúmlega 21 prósent það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr tæplega 963 þúsund farþegum í rúmlega 1.167 þúsund farþega. Farþegum um flugstöðina fjölg- aði um tæplega 17 prósent í ágúst- mánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 189 þúsund farþegum árið 2003 í rúmlega 221 þúsund far- þega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi í ágúst nemur tæplega 15 prósentum milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar þó hlut- fallslega enn meira eða um rúm 31 prósent. ■ REF OG MINK FJÖLGAR Talsvert er af ref og mink í Fjarðabyggð, þrátt fyrir að vel hafi verið staðið að veiðum undanfarin ár. Talið er að mildir vetur síðustu ára eigi mikinn þátt í að dýrin komist frekar á legg og að sögn veiðimanna er mikið um að þeir finni greni á nýjum stöðum. Um miðjan ágúst höfðu veiðst 63 minkar, 32 refir og 48 yrðlingar. ■ FJARÐABYGGÐ Í FLUGSTÖÐINNI Ríflega milljón farþeg- ar hafa farið um stöð- ina það sem af er ári. SLASAÐRI KONU HJÁLPAÐ Nær 200 manns særðust í bardögum í Bagdad í fyrrinótt og í gær. Harðir bardagar í Bagdad kosta tugi lífið: Fjörutíu lágu í valnum LÖGREGLUSTJÓRI REKINN Yfir- maður finnsku öryggislögregl- unnar hefur verið rekinn úr embætti fyrir að halda hlífiskildi yfir lögreglumanni sem hleraði síma ólöglega. Talið er að lög- reglumaður hafi hlerað símtöl ólöglega meðan fjarskiptafyrir- tækið Sonera var í rannsókn en það hefur ekki fengist staðfest. MINNAST ÖNNU LINDH Svíar ætla að minnast Önnu Lindh, fyrrum utanríkisráðherra, á laug- ardag en þá er ár síðan hún lést af sárum sem árásarmaður veitti henni. Minnismerki verður af- hjúpað og ráðstefnur og fyrir- lestrar haldnir um Lindh og hryðjuverk almennt. ■ NORÐURLÖND ST. PÉTURSBORG Fjöldi fólks í St. Pétursborg mótmælti fjöldamorðunum í Beslan. Ung stúlka heldur á spjaldi þar sem stendur „Aðeins bleyður berjast gegn börnum.“ ALEXANDER A. RANNIKH Rússneski sendiherrann segir alþjóðasam- félagið ekki hafa brugðist rétt við hryðju- verkaárásunum í Rússlandi. Vesturlönd hafa brugðist Rússum Sendiherra Rússlands á Íslandi segir viðbrögð Vesturlanda við hryðju- verkaárásum á Rússland einkennast af skilningsleysi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.