Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. september 2004 LOS ANGELES, AP Baráttan um völdin í einu þekktasta fyrirtæki heims, Walt Disney fölmiðlaveld- inu, er enn í fullum gangi. Roy Disney, sonur Walts heitins, fer fremstur í flokki fjárfesta sem unnið hafa að því að steypa Michael Eisner forstjóra úr stóli. Á síðasta aðalfundi greiddu 45 prósent hlutafjáreigenda at- kvæði gegn Eisner og fyrir vikið vék hann úr sæti stjórnarfor- manns þótt hann sé ennþá for- stjóri. Í kjölfarið hefur félagið gert miklar breytingar í rekstrin- um og hefur hagnaður þess tvö- faldast. Þrátt fyrir þetta eru hinir óá- nægðu fjárfestar ekki af baki dottnir. Búist er við að önnur til- raun verði gerð til að ná tökum á stjórn félagsins á næsta aðal- fundi en fram að því koma hinir ósáttu hluthafar skoðunum sínum á framfæri á heimasíðunni savedisney.com. ■ BANDARÍKIN, AP Flugmenn hjá bandaríska flugfélaginu US Airways munu ekki greiða at- kvæði um nýjan samning sem stjórnendur félagsins buðu. Fulltrúar flugmanna segja til- boðið ekki koma til greina. US Airways á í miklum fjárhagserfið- leikum og er talið þurfa að spara 1,5 milljarða Bandaríkjadala (ríf- lega hundrað milljarða króna) til að geta haldið áfram rekstri. Félagið gæti þurft að óska eftir greiðslustöðvun á næstunni en að- eins er eitt ár síðan félagið var endurskipulagt í kjölfar greiðslu- stöðvunar. United Airways hefur óskað eftir því að flugmenn gefi eftir átta hundruð milljónir dala (tæplega sextíu milljarða króna) af launakröfum sínum. ■ FLUGFÉLAG Í VANDA Hlutabréf í US Airways-flugfélaginu í Bandaríkjunum lækkuðu um níu prósent í gær. Fulltrúar flugmanna félagsins neituðu að láta kjósa um nýjan kjarasamning sem stjórnendur höfðu lagt til. ANDRÉS OG MICHAEL Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Óánægðir hluthafar í Disney hafa lengi reynt að velta Michael Eisner úr forstjóra- stóli. Disney fyrirtækið: Hart barist um völdin United Airways: Neita að semja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.