Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 129 stk. Keypt & selt 16 stk. Þjónusta 43 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 26 stk. Atvinna 39 stk. Tilkynningar 3 stk. Handavinnuskóli í Storkinum BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 8. sept., 252. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.31 13.25 20.18 Akureyri 6.12 13.10 20.06 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Nú eru haustnámskeið að hefjast í reiðskól- anum Faxabóli í Víðidal þar sem hestamað- urinn Tómas Ragnarsson heldur um taumana ásamt konu sinni Þóru Þrastar- dóttur. Þar er boðið upp á byrjendanám- skeið, framhaldsnámskeið og einnig eru út- reiðahópar fyrir vönustu þátttakendurna. Tómas er aðalkennarinn og hann hefur gott fólk sér til aðstoðar að sögn Þóru. Það eru aðallega börn og unglingar sem sækja nám- skeið skólans, meira að segja er stubbahóp- ur fyrir 5-6 ára á laugardögum. En svo er líka hægt að panta sérnámskeið fyrir full- orðna. „Konur sem vilja kynnast hesta- mennskunni taka sig stundum saman og panta námskeið. Það eru mjög skemmti- legir tímar,“ fullyrðir Þóra. Í Faxabóli ríða krakkarnir á reiðdýnum sem eru að flestu leyti eins og hnakkar nema án virkis. Þóra segir þær algert undratæki og börnin ótrúlega fljót að til- einka sér rétta ásetu og stjórnun þegar þær eru notaðar. „Dýnan er þunn og börnin fá svo góða tilfinningu fyrir hreyfingum hestsins. Hún er líka létt og því eiga börnin auðvelt með að leggja hana á,“ segir Þóra og tekur fram að einn liður í náminu sé að gera börnin sjálfstæð í vinnubrögðum. „Þetta er heilmikið starf sem þau eru í,“ segir hún brosandi. En fá þau alltaf að sitja sama hestinn? „Nei, við leggjum mikið upp úr því að þau prófi sem flesta hesta því hver og einn kennir þeim svo mikið. Þau þurfa líka að finna mismun á góðu hrossi og lakara og það er mikilvægt að það sé ekki bara „gamli Gráni í Faxabóli“ sem þau geti riðið heldur séu þau með sjálfstraustið í lagi þegar þau komast í tæri við aðra hesta.“ Auk verklegrar kennslu og útreiðar- túra segir Þóra börnin fá bóklega fræðslu um hestinn og heim hans þannig að námið sé fjölbreytt. „Þetta er uppeldislega mjög væn íþrótt,“ segir hún, „því börnin læra að bera ákveðna ábyrgð og umhyggju fyrir skepnunni.“ gun@frettabladid.is Hestamennska: Uppeldislega væn íþrótt nam@frettabladid.is Nemandinn í nærmynd - skap- andi nám í fjölbreyttu umhverfi er nýútkomin bók eftir Elínu G. Ólafsdóttur. Bókin er einkum skrifuð með kennara og kenn- aranema í huga en einnig ætluð foreldr- um og öðrum sem láta sig skólamálin varða. Elín var kennari og síðan aðstoðar- skólastjóri við Lang- holtsskóla og lagði áherslu á að gera skólastofuna að lifandi námsumhverfi fyrir nemendur. Hún talar því af reynslu er hún mælir með skapandi, fjölbreyttri og einstaklingsmiðaðri kennslu. Bókin er tæplega 140 blað- síður, prýdd fjölda ljósmynda. Það er Fræðslumiðstöð Reykja- víkur sem gefur hana út. Fjármálastjórum heimilanna býðst að fara á námskeið hjá Landsbanka Íslands. Þar munu helstu sérfræðingar bankans í fjármálum einstaklinga fara yfir þá þætti í fjármálum sem skipta heimilin mestu máli, hvort sem horft er til lengri eða skemmri tíma. Þeir munu meðal annars fjalla um áætl- anagerð, greiðsludreif- ingu, lífeyrismál, per- sónutryggingar, fjárfest- ingar og lánamál og notkun einkabanka á netinu. Námskeiðin eru ætluð við- skiptavinum bankans. Nám- skeiðin hefjast á morgun á Ísa- firði en síðan verður farinn hringur í kringum landið. Skrán- ing er á vef Landsbankans, landsbanki.is. Börnin leggja sjálf á hestinn og hér er það Ragnar Tómasson sem heldur í tauminn. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í NÁMINU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, af hverju fékkstu þér ekki barn sem kann að tala? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.