Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. september 2004 LISTRÆNT RUSL Þetta verk, sem nefnist „Niðurdreginn“ og er eftir Janine Hilder, er til sýnis í James Harvey Galleríinu í Sydney um þessar mundir. Verkið er úr gömlum tekatli, húslyklum og öðru heimilisrusli en það er móðins þessa dagana að skapa list úr ónýtu drasli. namsmannalinan.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / N M 1 3 0 6 1 Mál og menning hefur gefið út bókina Stravaganza: Grímuborgin eftir Mary Hoffman í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Grímuborgin er spennandi ævintýrasaga fyrir börn og unglinga þar sem blandast saman töfrar, dulúð og spenna, ríkt ímyndunarafl og raunveruleiki. Lucien er 15 ára strákur sem liggur mikið veikur á sjúkrahúsi í London þegar pabbi hans færir honum skraut- lega bók frá Feneyjum til að stytta honum stundir. En bókin gerir miklu meira en það. Með hjálp hennar flyst Lucien fyrirvaralaust til Talíu þar sem dulúðin ræður ríkj- um og háttsettir ein- staklingar þurfa hjálp til að Belezza - borg- in fljótandi - falli ekki í óvinahendur. Grímuborgin er fyrsta bókin af þremur í bókaflokknum Stravaganza. Þar segir frá lífinu í Talíu og borginni Belezza, sem er nokkurs konar hliðstæða Feneyja 16. aldar, hertogaynjunni glæsilegu, ræður- um hennar, dularfulla vísindamannin- um Rodolfo, strokustúlkunni Aríönnu og Chimici-ættinni sem sækist eftir völdum í Talíu, að ógleymdum Strava- göntunum - förumönnum eins og Lucien sem með hjálp töfragrips geta flakkað á milli ólíkra tíma og vídda. Hjá Máli og menningu er einnig komin út í kilju Lygasaga eftir Lindu Vilhjálms- dóttur. Bókin kom út innbundin síðustu jól og fékk góða dóma. Lygasaga er sönn saga um lygi sem segir frá lífi í skugga ótta, þrá- hyggju og hægslít- andi drykkju sem bætir blekkingu ofan á blekkingu þangað til lífið er orðið ein samfelld lygasaga. Linda Vil- hjálmsdóttir hefur um árabil verið eitt okkar fremstu ljóðskálda. Með Lygasögu sýnir hún á sér nýja hlið sem prósahöf- undur í verki þar sem dregin er upp sterk mynd af annarlegu hugarástandi. Linda hlaut Menningarverðlaun DV árið 1993 fyrir ljóðabókina Klakabörnin. NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.