Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 34
26 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN SPELLBOUND kl. 6 BOLLYWOOD/HOLLYWOOD kl. 6 THE SHAPE OF THINGS kl. 10 MY FIRST MISTER kl. 8 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 SUPERSIZE ME kl. 6 CAPTURING THE FRIEDMANS KL. 8 COFFEE&CIGARETTES kl. 10 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 8 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALINEW YORK MINUTE kl. 4 og 6 THE VILLAGE kl. 10 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 5.40 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI YFIR 25000 GESTIR Ein besta ástarsaga allra tíma Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I. 12 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.50 & 6 M/ÍSL. CATWOMAN kl. 8 og 10.20 SÝND kl. 8 & 10 HHH - Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.20 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Dude Where Is My Car kemur steiktasta grínmynd ársins. THUNDERBIRDS SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND kl. 8 & 10.40 B.i. 14 HHH "Grípandi." H.L., Mbl HHH "Sterk og óvægin." Ó.Ö.H., DV SÝND kl. 8 ■ KVIKMYNDIR ■ TÓNLEIKAR PLÖTUDÓMUR Hljómsveitin Hjálmar lét fyrst að sér kveða með laginu Bréfið sem hefur ómað af og til í útvarpinu í sumar. Hjálmar leika reggí og státa af söngvara sem skipar sér í hóp þeirra bestu með þessari plötu, Hljóðlega af stað. Platan er frá upphafi til enda mikið ævintýri og mega orð sín lítils til að lýsa innihaldi hennar. Lagið Jamm og jú er stutt kynn- ingarlag en við tekur Borgin sem hefur plötuna til hærra flugs. Tilfinningaþrunginn söngur Þor- steins Einarssonar er slíkur að undirritaður klökknaði við fyrstu hlustun. Ekki skemmir fyrir að Þorsteinn er lunkinn textasmiður og fjallar mikið um fyrirheitna landið í sköpun sinni. Sannfæring- in er sterk í söngnum og er ég ekki frá því að kappinn hafi fengið að gægjast inn í landið eftirsótta miðað við þá innlifun og kraft sem drýpur af frammistöðu hans. Söngstíll hans inniheldur sterk áhrif úr sálar- og blústónlist, sem hentar reggíinu vel. Hljóðlega af stað er þó ekki alvaran ein sem heyrist best í Kindin Einar. Þar syngur orgel- leikari hljómsveitarinnar, Sigurð- ur Guðmundsson, á spaugilegan hátt um fyrrnefnda kind sem verður fyrir barðinu á rútu. Það brýtur plötuna skemmtilega upp. Gripurinn er í raun óaðfinn- anlegur og ber þess greinilega merki að liðsmenn Hjálma hafi unun af því sem í gangi er. Þá er óhjákvæmilegt að hrósa hljóm- sveitinni fyrir töluverða fjöl- breytni í sköpuninni og sterkur karakter einkennir hvert lag, sem gerir plötuna enn betri. Lög eins og Bréfið, frum- samið lag Þorsteins við ljóð Einars Georgs Einarssonar, Lindin og Borgin, eru í sérstöku uppáhaldi af annars mjög heil- steyptri frumraun frá Hjálm- um. Ég fulllyrði að Hljóðlega af stað verði ein besta plata þessa árs þegar upp er staðið og hvet ég lesendur til að fylgja Hjálm- um um hvert fótmál. Fullt hús stiga. Smári Jósepsson Ein besta platan í ár HJÁLMAR HLJÓÐLEGA AF STAÐ [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Laugavegi 32 sími 561 0075 FERÐAKLÚBBUR ELDRI BORGARA Haustlitaferð í Borgarfjörð laugardaginn 18. sept. Ekið verður um Svínadal, Skorradal, í Reykholt og Þverárhlíð. Matur og dansleikur ásamt skemmtiatriðum í Munaðarnesi. Skráning er hafin í s. 892-3011 Vinsamlegast greiðið fargjald fyrir 15.sept. Allir eldri borgarar velkomnir. Vinsæll kór sem fáir þekkja Voces masculorum mun vera einn vinsælasti karlakór á Íslandi, þótt fáir hafi kannski heyrt hans getið. En hér á landi er varla haldin svo jarðarför að strákarnir í Voces masculorum séu ekki beðnir um að syngja. „Við þessir lærðu söngvarar stofnuðum þennan kór fyrir nokkrum árum,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperu- söngvari. „Þegar fólk var að biðja um ákveðin lög til að flytja við jarðarfarir höfðu Karlakór Reykjavíkur og karlakórinn Fóst- bræður oft ekki tíma til að æfa þau eða láta útsetja þau sérstak- lega fyrir sig. Við gátum hins vegar tekið það að okkur og út- setjum bara lög eftir þörfum.“ Voces masculorum er ekki stór kór, aðeins fimmtán manna, en Jóhann Friðgeir segir hann hljóma eins og sextíu manna kór. Í kvöld kemur þessi kór fram í Þjóðleikhúsinu, sem verður í fyrsta sinn sem hann kemur fram opinberlega á tónleikum, þótt hann hafi sungið mikið við jarðar- farir og á ýmsum skemmtunum. Þar syngur einnig tenórinn Jóhann Friðgeir ásamt Auði Gunn- arsdóttur sópransöngkonu. Með þeim leikur á píanó Kurt Kopecky, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar. „Þetta verður aðallega óperu- dagskrá. Við Auður tökum aríur og dúetta úr La Bohéme, Carmen, La traviata og Toscu. Svo syng ég nokkur lög með kórnum, Sjá dagar koma og fleira í þeim dúr. Þetta verður geysiskemmtilegt.“ Sérstakur kynnir á tónleikun- um verður Þór Jónsson frétta- maður. Jóhann Friðgeir var fastráðinn við Íslensku óperuna þangað til síðasta vetur, þegar hann hélt utan að freista gæfunnar við er- lend óperuhús. Þar hefur hann heldur betur komist í feitt, því hann hefur meðal annars verið að syngja Madame Butterfly og Boris Goudonov í Þýskalandi. Hann er nú þegar bókaður nokkur ár fram í tímann, bæði í Þýska- landi, Skandinavíu og Ítalíu. ■ Kvikmyndagerðarmaður inn Michael Moore segist frekar vilja sýna mynd sína í sjónvarpi fyrir forsetakosningarnar næstu en að bjóða hana fram til Óskarsverð- launa á næsta ári sem bestu heim- ildarmyndina. Moore, sem vann Óskarinn fyrir heimildarmynd sína Bowl- ing for Columbine, segist kæra sig kollóttan um að slíkt myndi valda því að myndin þætti ekki hæf til tilnefningar og segir að hin raunverulegu Óskarsverðlaun væru ef Bush forseti næði ekki endurkjöri. „Þó svo að ég hafi ekki hug- mynd um hvort dreifingaraðilar mynddarinnar vilji leyfa sýningu í sjónvarpi fyrir útgáfu hennar hef ég ákveðið að það skipti mig meira máli að fá myndina sýnda í sjónvarpi fyrir kosningar,“ segir Moore, „jafnvel þó það verði kvöldið fyrir kosningadag. Þess vegna ætla ég ekki að bjóða hana fram til Óskarsverðlauna. Ef ég get fengið nokkrar milljónir Bandaríkjamanna til þess að horfa á myndina fyrir kosning- arnar skiptir það mig meira máli.“ Moore segir ákvörðun sína um að senda myndina ekki til Ósk- arsverðlaunanefndarinnar vera vegna þess að hann vildi gefa öðrum heimildarmyndagerðar- mönnum meiri möguleika á því að vinna. Þá nefndi hann sérstaklega myndina Super Size Me sem lík- legan sigurvegara. ■ Vill fórna Óskarnum fyrir sjónvarp MICHAEL MOORE Reynir allt þessa dagana til þess að koma mynd sinni fyrir sjónir sem flestra Bandaríkjamanna fyrir kosningar. BÚA SIG UNDIR ÓPERUTÓNLEIKA Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Auður Gunnarsdóttir og Kurt Kopecky ætla að halda óperutónleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld ásamt karlakórnum vinsæla, en lítt þekkta, Voces masculorum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.