Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 8. september 2004                                                !          "                  # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $       *             !         %#    )'     !  +   !  %         ,     %# !   -                        Með haustinu eykst rigningin og víða hefur mikið rignt, líkt og á Snæfellsnesi í fyrradag þar sem gerði góðar dembur hvað eftir annað og árnar uxu verulega. Ár eins og Laxá á Skógarströnd, Hörðudalsá og Miðá tóku við sér í vatnsmagni og veiðin hefur von- andi farið af stað líka. Veiðin hefur lagast stórlega í Laxá í Dölum og er áin að komast í 800 laxa á þessari stundu. Mikið hefur sést af laxi í ósi Laxár og Haukadalsá er komin í 344 laxa. „Við vorum að komast í 1.800 laxa en við eigum fjórtán daga eft- ir og veiðin gæti farið hæglega í 2.000 laxa,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson er við spurðum um Langá á Mýrum. „Í morgun komu 20 laxar á land og vatnið hefur aukist verulega síðustu daga og fiskur víða um ána. Fram á fjall eru gengnir um 1.500 laxar,“ sagði Ingvi Hrafn enn fremur. Haffjarðará er komin í 1.100 laxa og veiðin hefur verið góð þar um slóðir. Veiðimaður sem var þar fyrir skömmu sagði að mikið væri af fiski í ánni. „Miðfjarðará er komin í 1.500 laxa og það er aukning um rúm- lega 900 fiska frá því í fyrra,“ sagði Jóhann Sigurðarson hjá Veiðifélaginu Laxá er við spurð- um um stöðuna. „Vaktirnar hafa verið að skila þetta 10-15 löxum en lítið hefur rignt á svæðinu og lítið bólað á þeirri rigningu sem oft hefur verið spáð. Veiðin hefur tekið kipp í Langadalsá í Ísafjarð- ardjúpi og núna eru komnir 240 laxar á land en í fyrra skilaði áin 86 löxum,“ sagði Jóhann í lokin. Veiðimaður sem var að koma úr Langadalsá sagði að mikið væri af fiski í ánni enda margfalt betri veiði í henni en fyrir ári síðan. Síðasta holl veiddi 26 laxa og hef- ur laxinn veiðst á ýmsar flugur. ■ Góðar dembur hafa góð áhrif FINNUR LARSEN Kastar flugunni fyrir fiska í Vatnsá í Skaftafellssýslu, en fiskurinn var tregur. VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.