Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 8
8 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR ÍBÚÐALÁN „Umræðan hefur verið rugluð og búið að hræra mikið í fólki, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands, um nýtilkomnar vaxtalækkanir banka og sparisjóða. Hann segir ASÍ vinna að því að búa til nokkurs konar gátlista sem fólk geti stuðst við til að fóta sig í nýju og flóknu lánaumhverfi. „Þetta eru ekki bara gull og grænir skógar,“ segir hann. „Almennt hljótum við hins vegar að fagna því að vextir eru að lækka, svona fyrir utan fyrirvara um að ekki sé verið að etja fólki út í óvissu og kostnað. Þetta er nokkuð sem Alþýðusam- bandið hefur lengi bent á. Vextir á lánum til íbúðakaupa voru mörgum prósentum hærri en við þekkjum í nágrannalöndunum. Vonandi held- ur þessi þróun áfram því ennþá er svigrúm til að vextir lækki enn meira.“ Gylfi segir að treysta verði og vona að lægri vextir verði til þess að fólk geti dregið úr gjöldum sínum og lagt fyrir. „Slæmt væri ef í gang færi mikil aukning einka- neyslu. Slíkt gæti valdið þrýstingi á verðlag,“ segir hann og bendir á að verðtryggingin gæti þá orðið til þess að lán hækkuðu. ■ RÚSSLAND Viðbrögð Pútíns, Rúss- landsforseta, við hörmungarat- burðunum í Beslan í Norður- Ossetíu vekja undrun margra. Stjórnmálaskýrendur víða um heim eiga erfitt með að skilja hvers vegna forsetinn kýs að tengja ódæðið alþjóðlegum hryðjuverkum og baráttunni gegn þeim og benda á að rót vandans liggi innan landsteina en ekki utan. Í ávarpi sínu til þjóðar- innar um helgina minntist for- setinn ekki einu orði á Tsjetsjen- íu en sagði voðaverkin hluta al- þjóðlegrar hryðjuverkaógnar. Þá hafa aðgerðir, eða aðgerðaleysi, rússneskra stjórnvalda vakið hörð viðbrögð en svo virðist sem yfirmenn lögreglu í Norður- Ossetíu hafi stýrt aðgerðum gegn ódæðismönnunum en ekki þrautþjálfaðir stjórnendur sér- sveita hers og öryggislögreglu Rússlands. Í ofanálag hefur Pútín alfarið hafnað hugmyndum um að óháð rannsókn á blóðbað- inu verði gerð en að vísu sagt að atburðarrásin verði könnuð inn- an raða stjórnkerfisins svo greina megi hvar ábyrgðin liggi. Árni Bergmann rithöfundur segir erfitt að meta hvaða áhrif atburðirnir hafa á stöðu Pútíns í Rússlandi. „Það er erfitt að spá fyrir um það. Menn reiðast auð- vitað þegar svona gerist og vilja jafnvel hefna og það er ekkert ólíklegt að rússneska þjóðin sam- einist í andstöðu sinni við þessi öfl.“ Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur og háskólakennari tekur sterkar til orða. „Pútín er sterkur foringi og við atburði sem þessa verða sterkir foringj- ar enn sterkari.“ Gömul saga og ný Saga illdeilna Tsjetsjena og Rússa nær næstum tvö hundruð ár aftur í tímann en um 1850 var héraðið innlimað í Rússneska keisaradæmið. Öllu seinna, eða í heimsstyrjöldinni síðari, náðu Þjóðverjar höfuðborginni Grosný á sitt vald og mættu vel- vilja heimamanna. Afstaða þeirra var sú að óvinir Rússa voru vinir Tsjetsjena. „Stalín hefndi sín svo með því að flytja alla þjóðina til Síberíu,“ segir Árni og bendir á að þjóðarflutn- ingarnir hafi haft sín áhrif. „Það er talið að um fjórðungur Tsjetsjena hafi dáið í þessum nauðungarflutningum og harð- ræðinu sem fylgdi.“ Krutsjov heimilaði Tsjetsjenum svo að snúa aftur til síns heima nokkru síðar. Guðmundur Ólafsson segir Tsjetsjena hafa stundað mannrán og þrælahald frá aldaöðli. „Vopna- burður og manndráp eru þeim í blóð borin og gamall tsjetsjenskur málsháttur segir að vopnlaus mað- ur sé eins og kona með skegg.“ Rússneski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Alexander Solzhenitsyn sagði Tsjetsjena bæði mannræningja og þjófa. Sjálfstæðisbaráttan Tsjetsjenía er eitt af fjölmörgum sjálfstjórnarsvæðum í Rússlandi og hafa heimamenn forræði yfir ýmsum málaflokkum. Á flestum svæðunum búa tvær til þrjár heimaþjóðir og Rússar eru fjöl- mennir á þeim öllum. Misjafnt er hvort vilji og tilburðir til full- komins sjálfstæðis hafa verið uppi en heita má ógjörningur fyrir stjórnvöld í Moskvu að verða við slíkum óskum. „Ef allir ætla að verða sjálfstæðir þá hef- ur það í för með sér endalausar þjóðarhreinsanir og djöfulgang eins og gerðist í Júgóslavíu,“ seg- ir Árni Bergmann. „Í raun vill enginn nema Tsjetsjenarnir sjálfir að þeir fái sjálfstæði.“ Í þessu ljósi er afstaða Pútíns og annarra ráðamanna í Moskvu skiljanleg en þó ekki nema upp að vissu marki. Forsetinn hefur ekki reynt að ná samkomulagi við Tsjetsjena og sagt útilokað að ræða við hryðjuverkamenn. Hon- um hefur verið bent á að í hérað- inu séu aðrar og hófsamari fylk- ingar sem hægt sé að nálgast með útrétta sáttahönd en forset- inn hefur skellt skollaeyrum við öllum slíkum ráðleggingum. Hans afstaða er sú að með illu skuli illt út reka. Segja má að Tsjetsjenía sé í dag á mörkum hins byggilega. Höfuðborgin Grosný er rústir einar og sjö af hverjum tíu íbú- um héraðsins eru atvinnulausir. Við sundrungu Sovétríkjanna árið 1991 lýstu flest lýðveldanna innan ríkjabandalagsins yfir sjálfstæði enda heimilt sam- kvæmt stjórnarskrá. Tsjetsjenía, eins og fleiri héruð, var hinsveg- ar ekki lýðveldi og hafði því ekki þennan sama stjórnarskrár- bundna rétt til að stofna sjálf- stætt ríki. Engu að síður var sjálfstæði lýst og lengi vel gerði Moskvustjórnin ekkert með þá yfirlýsingu enda annirnar innan Kremlarveggja miklar og örðugt að sinna málefnum sem áttu upp- haf sitt alla leið undan Kákasus- fjöllum. Tsjetsjenskir hryðjuverka- menn hafa, í nafni sjálfstæðis- baráttunnar, framið fjölmörg mannskæð ódæðisverk á undan- förnum árum og hafa nokkur þúsund óbreyttir borgarar fallið fyrir þeirra hendi. Ekkert gefur tilefni til að ætla að þessir sömu menn slíðri sverð sín á næstunni, þvert á móti bendir flest til að enn fleiri deyi vegna grimmdar þeirra í framtíðinni. bjorn@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Öryrki Ögmundar borgaði ekki leigu í 15 ár Laus við krabba- mein frá 1999 GYLFI ARNBJÖRNSSON Framkvæmdastjóri ASÍ vonar að bráðum bjóðist hér óverðtryggð langtímalán með um 5 prósenta vöxtum líkt og gerist í ná- grannalöndum okkar. VLADIMÍR PÚTIN RÚSSLANDSFORSETI Hefur sætt mikilli gagnrýni heima fyrir og erlendis vegna yfirlýsinga og aðgerða í tengslum við voðaverkin í Beslan. GRAFIR TEKNAR Í BESLAN Í NORÐUR-OSSETÍU 350 létust í ódæðinu, um helmingurinn börn. Alþýðusamband Íslands um ný íbúðalán: Ætla að búa til gátlista M YN D /A P Vopnlaus maður er sem kona með skegg Augu alheimsins beinast að Rússlandi í kjölfar hörmunganna í Beslan. Pútín hefur verið gagnrýndur heima og erlendis. Hernaður er Tsjetsjenum í blóð borin, eins og orðtækið hér að ofan ber með sér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.