Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Spánar. Ögmundur Jónasson. Bills Clinton. Og þá var kátt í Perlunni „Við erum strax byrjuð að undir- búa afmælisárið,“ segir Eggert Kaaber hjá Stoppleikhúsinu, sem þessa dagana er að hefja sitt ní- unda leikár og verður því tíu ára næsta vetur. Sex íslensk leikrit verða á dag- skrá Stoppleikhússins í vetur, þar af tvö glæný verk. Annað þeirra hefur Valgeir Skagfjörð samið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Hitt er nýtt íslenskt jólaleikrit sem nefnist Síðasta stríð og verður á dagskrá þegar nær dreg- ur jólum. „Þetta verður stærsta leikár okkar hingað til og stærsta verk- efnaskráin,“ segir Eggert og lofar því að afmælisárið næsta vetur verði enn glæsilegra. Æfingar eru þegar hafnar á Hrafnkels sögu, sem frumsýnd verður í lok september. „Hrafnkels saga er ætluð ung- lingum og framhaldsskólanemum. Við ætlum að leggja mjög mikið í að gera flotta sýningu með búingum og leikmynd og bardagaatriðum.“ Stoppleikhúsið er barna- og ung- lingaleikhús sem leggur sérstaka áherslu á að vera fræðsluleikhús. „Við erum í raun eina starfandi fræðsluleikhúsið á Íslandi í dag,“ segir Eggert. „Og við leggjum líka sérstaka áherslu á að vera með sýningar sem ætlaðar eru ungling- um, því þeir hafa orðið mikið út- undan, finnst okkur.“ Eggert segir það engan hægðar- leik að setja upp sýningar fyrir börn og unglinga. „Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Börn og unglingar eru mjög kröfuharðir áhorfendur og kaupa ekki allt sem þeim er boðið. Sérstaklega unglingarnir, það er ekki sama hvernig farið er að þeim.“ ■ 30 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR ... fær Inga Sólveig Friðjónsdóttir fyrir að opna ljósmyndagallerí á Hverfisgötunni. HRÓSIÐ Það var aldeilis kátt í Perlunni í gærkvöldi þegar ástsæl forseta- hjón íslenska lýðveldisins buðu sænska kónginum, drottningunni og krónprinsessunni til kvöld- verðar og dýrindis tónlistar- veislu undir borðum. Fleiri en tvöhundruð gestum var boðið til kvöldverðar og skartaði fólkið sínu fegursta, rétt eins og í sann- ri konungsveislu skyldi vera. Auk herra Ólafs Ragnars, frú Dorritar, hans hátignar Karls Gústafs, Silvíu drottningu og Viktoríu krónprinsessu, voru á gestalista þau Vigdís Finnboga- dóttir fyrrverandi forseti Íslands og allir íslensku ráðherrarnir ásamt mökum sínum, utan Dav- íðs Oddssonar og frú Ásthildar, sem afþökkuðu boðið af persónu- legum ástæðum. Þá var sendi- herrum Norðurlanda boðið til veislu, ásamt Karli Sigurbjörns- syni biskupi, Steingrími Her- mannssyni fyrrverandi forsætis- ráðherra, Lailu Freivalds utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, Þórólfi Árnasyni borgarstjóra Reykja- víkur og bæjarstjórum Garða- bæjar og Akureyrar. Ýmsir frammámenn í íslenskum við- skiptaheimi var boðið til borðs auk ráðuneytis- og skrifstofu- stjóra ríkisstofnana, háskóla- rektora, þjóðminjavarðar, ríkis- lögreglustjóra, ásamt fleirum mikilvægum íslenska og sænska ríkinu. Þetta var lokapunktur fyrsta dags opinberu heimsóknar sæn- sku konungshjónanna og dóttur þeirra hér á landi. Meðal þess sem fram fór í dag var afhending 63 glerlistaverka eftir þekktustu glerlistamenn Svíþjóðar. Íslands- vinurinn Christina Nilroth frá Gautaborg safnaði listaverkun- um saman og afhenti Karl XVI Gústaf Svíakonungur Ólafi Ragn- ari Grímssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur verkin við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Jafnframt var gefin út bók um gjöfina með textum á ís- lensku, sænsku og ensku. ■ KVÖLDVERÐARBOÐ FORSETAHJÓNIN ■ Buðu til veislu í Perlunni. KONUNGSVEISLA Í HÆSTU HÆÐUM Þótt hann rigndi í gærkvöldi var enginn regnkápubragur á konungsbornum gestum forseta Ís- lands sem bauð til hátíðakvöldverðar í Perlunni, til heiðurs hinum tignu, sænsku gestum. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 í dag Nissan berjamanns Stolið eftir hótanir á símsvara Geiri býður Svíakóngi á Goldfinger Svikni Nígeríumaðurinn Hótaði aldrei að drepa Ragnar Lárétt: 1þvöl,5vor, 6vá,7el,8böl,9 móka,10ló,12kul,13yst,15li,16 naut,18gámi. Lóðrétt: 1þverlynd,2vol,3ör, 4mála- liði, 6 vökul, 8 bók, 11 ósa, 14tug,17 má. Lárétt: 1 rök, 5 árstími, 6 hætta, 7 fæði, 8 óham- ingja, 9 sofa laust, 10 ull, 12 kaldi, 13 lengst frá, 15 fimmtíu og einn, 16 tarfur, 18 gímaldi. Lóðrétt: 1 einþykk, 2 kjökur, 3 píla, 4 atvinnuher- maður, 6 eftirtektarsöm, 8 rit, 11 reykja, 14 tíu, 17 oddi. Lausn: BARDAGAATRIÐIN ÆFÐ Stoppleikhúsið er þessa dagana að æfa nýtt íslenskt leikrit, sem samið hefur verið upp úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Freysgoði á fjalirnar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Matseðill Perlunnar Langvíuflétta með andalifur og rauðlauk Bleikja með silungahrognum Hreindýr með myrkilsveppum Skyrfrauð með bláberjum og rabar- barasósu * * * Spice Route, Chenin Blanc, 2001, Suður-Afríka Chateau Meyney, 1999, Frakkland

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.