Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 2
2 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Lokuð geðdeild fyrir einstaklinga sem taldir eru hættulegir sjálfum sér og um- hverfi sínu verður staðsett á Kleppsspítala, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra. Tuttugu einstaklingar eru sagðir falla undir þessa skilgrein- ingu, en þeir hafa verið inn og út af geðdeildum. „Við höfum sett á það fullan kraft núna að undirbúa móttöku og aðstöðu fyrir þessa einstak- linga innan geðdeildar LSH,“ sagði ráðherra. „ Það hafa komið upp mjög vond einstaklingsmál, sem þarfnast úrræða. Við höfum eindregið verið þeirrar skoðunar að stærsta geðdeild landsins þurfi að meðhöndla slík mál.“ Nokkuð hefur tafist að koma þessari deild á laggirnar, meðal annars vegna skiptra skoðana um hvar ætti að staðsetja hana. Lengi vel var horft til Arnarholts eða Sogns í þeim efnum, en nú hefur Kleppsspítali orðið fyrir valinu. Ráðherra sagði að einnig væri unnið að eflingu þjónustu utan stofnana. Þar væri um að ræða sálfræðiþjónustu heilsugæslunn- ar, svo og endurhæfingu geð- sjúkra, sem nokkrir aðilar hefðu með höndum. „Við höfum verið að auka fjár- veitingar til heilsugæslunnar til þess að bæta við þjónustuna við geðsjúka, meðal annars til þess að koma upp teymi til að með- höndla erfið tilfelli,“ sagði ráð- herra. „Það teymi hefur tekið til starfa.“ Þá sagði hann starfandi nefnd þriggja ráðuneyta, sem fjallaði um sjálfræðissviptingamál þau sem upp kynnu að koma. Í henni sætu fulltrúar dómsmálaráðu- neytis, heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. ■ Sundabrautin sett í forgang Borgaryfirvöld hyggjast taka ákvörðun um legu Sundabrautar í vetur. Ekki verður ráðist í framkvæmdir við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á næstu árum. BORGARMÁL Ekki verður ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklu- braut á næstu árum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R- listans og formaður samgöngu- nefndar, segir að Sundabrautin verði sett í forgang. „Við teljum að Sundabrautin sé eitt brýnasta verkefnið í stór- framkvæmdum á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Árni Þór. „Við viljum tengja betur norður- byggðir svæðisins við miðborg- ina og Sundabrautin mun auð- vitað létta álagið á Vesturlands- veg og Miklubraut.“ Árni Þór segir borgaryfirvöld telja skynsamlegra að sjá hvaða áhrif Sundabrautin muni hafa á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar áður en ráðist verði í kostnaðarsamar framkvæmdir á þeim gatnamót- um. Þriggja hæða gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrar- braut kosti um þrjá milljarða króna. „Það þarf að skoða umferðar- málin heildstætt en ekki bara einstaka hnúta í umferðar- kerfinu. Við vitum til dæmis ekki hvaða áhrif mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar myndu hafa við Löngu- hlíð. Það getur verið að vandinn myndi einfaldlega flytjast þangað, sem gæti leitt til þess að við þyrftum að leggja út í aðra kostnaðarsama lausn á þeim gatnamótum.“ Árni Þór segir að undirbúning- ur nýrrar Sunda- brautar sé kom- inn lengra á veg en mislæg gatna- mót Miklubraut- ar og Kringlu- mýrarbrautar. „Sundabraut- in er í umhverf- ismati og það er styttra í að það liggi fyrir niður- staða úr því mati en mati á um- hverfisáhrifum mislægra gatna- móta Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Ég tel að okkur ætti ekki að vera neitt að van- búnaði að taka ákvörðun um legu Sundabrautar í vetur og hefjast handa við hönnun á þeirri fram- kvæmd.“ Árni Þór segir að kostnaður við Sundabrautina sé um sjö til átta milljarðar króna. Ef allt gangi að óskum ætti hún að geta verið til- búin eftir þrjú til fjögur ár. Að- spurður segir Árni Þór að þar með sé ekki sagt að ekkert verði að gert á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hugsan- lega verði gerð svokölluð plan- gatnamót en þá eru sér ljós fyrir alla beygjuásana. trausti@frettabladid.is „Satt best að segja þá veit ég það ekki.“ Eyjólfur Sverrisson er þjálfari íslenska ungmenna- liðsins í knattspyrnu. Leikmenn liðsins hafa safnað yfirvaraskeggi um hríð í von um að það hefði góð áhrif á samheldni liðsins. Það gekk eins og í sögu í síðustu viku þegar liðið vann sinn fyrsta leik í langa hríð en í gær töpuðu þeir hins vegar fyrir Ungverjum 1 - 0. SPURNING DAGSINS Eyjólfur, eru strákarnir búnir að raka sig? BORGARMÁL Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við þá ákvörðun R-listans að setja Sundabrautina í forgang og fresta gerð mislægra gatna- móta við Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut um óákveðinn tíma. „Þetta kemur mér ekki á óvart því R-listinn hefur lengi verið fjandsamlegur í garð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, sem situr í samgöngunefnd. „Ef þetta verður reyndin er það afskaplega slæm ákvörðun því hún hefur áhrif á umferðaröryggi í borg- inni.“ Kjartan segir að mislæg gatna- mót á þessum stað hafi verið sett inn í aðalskipulag þegar Sjálfstæð- isflokkurinn var við völd árið 1993. Minnihlutinn hafi ekki gert at- hugasemdir við það en eftir að R- listinn hafi komist valda árið 1994 hafi gatnamótin verið tekin út af aðalskipulagi um tíma og nokkur önnur mislæg gatnamót gerð í borginni. Kjartan segir það í raun ótrúlegt því gatnamót Miklubraut- ar og Kringlumýrarbrautar séu ein hættulegustu gatnamót lands- ins ef ekki þau allra hættulegustu. Kjartan segir sjálfstæðismenn vera mjög hlynnta Sundabraut- inni en þeir telji hins vegar af og frá að seinka framkvæmdum við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna hennar. Sundabrautin leysi ekki þann vanda sem sé á þeim gatna- mótum. ■ ÞRIGGJA MILLJARÐA GATNAMÓT Borgaryfirvöld segja að þriggja hæða gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut kosti um þrjá milljarða króna. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Segir kostnað við þriggja hæða gatnamót um þrjá milljarða króna. Frestun á gerð mislægu gatnamótanna: Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir KJARTAN MAGNÚSSON Kjartan segir að verði framkvæmdum seinkað hafi það slæm áhrif á umferðar- öryggi í borginni. GEIR H. HAARDE Hefur lýst því yfir að tekjuskattur muni lækka um áramót. Fjármálaráðherra: Boðar tekju- skattslækkun SKATTAR Geir H. Haarde, fjármála- ráðherra tilkynnti í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að ákveðið hefði verið að tekjuskattur lækkaði um eitt prósentustig um áramót. Þetta mun kosta ríkissjóð 4-5 milljarða í tekjur samkvæmt upplýsingum efnhagsdeildar Fjármálaráðuneyt- isins. Engar breytingar verða aftur á móti gerðar á persónuaf- slætti. Alþýðusambandið segir að flöt lækkun komi sér misvel fyrir ólíka tekjuhópa; hækkun persónuafslátt- ar eða barnabóta komi sér betur fyrir hina tekjuminni. „Eins pró- sentustigs lækkun tekjuskatts þýð- ir að skattbyrði lágtekjuhópa lækk- ar hlutfallslega minnst en skatt- byrði hátekjuhópa mest“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands. ■ ÞRJÚ TILFELLI Í VIÐBÓT Þrír sjúk- lingar hafa greinst með her- mannaveiki í Svíþjóð síðustu daga. Þar með hafa komið upp tólf tilfelli sjúkdómsins á viku og hefur það aðeins gerst tvisvar að fleiri hafi greinst með sjúkdóm- inn í einu. KLEPPSSPÍTALI Lokuð geðdeild sem lengi hefur verið beðið eftir, verður staðsett á Kleppi. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun: Lokuð geðdeild verður á Kleppi VIÐ ÖLLU BÚNIR Sænsku blaðamennirnir skemmtu sér konunglega þegar fyrirfólk úr fylgdarhópi konungs fauk hvert um annað í verstu hviðunum. Konungsheimsókn: Svíarnir við öllu búnir KONUNGSHEIMSÓKN Sænskir blaða- menn sem fylgdu konungshjónum sínum eftir um borg og bæ í gær voru greinilega búnir undir ís- lenskt veður og það kom sér vel að Bessastöðum. Þar var hvasst, 10- 12 metrar á sekúndu, og rigning þegar forseti Íslands tók móti Karli konungi, Silvíu drottningu og Viktoríu krónprinsessu. Voru sænsku blaðamennirnir íklæddir plasthlífum frá toppi til táar og margir þeirra með regnhlífar í kaupbæti. Þeim lærðist þó fljótt að valsa ekki mikið um með þær þegar verstu hviðurnar gengu yfir. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ NORÐURLÖND MINNI FJÁRLAGAHALLI Halla- rekstur ríkissjóðs Bandaríkjanna í ár verður ekki jafn mikill og menn bjuggust við. Hann verður þó eftir sem áður sá mesti í sög- unni, rúmlega 30.000 milljarðar króna samkvæmt nýrri áætlun fjárlagastofu Bandaríkjaþings. ■ BANDARÍKIN VIÐSKIPTI Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrigrænna, hefur farið fram á hluthafafund í Síman- um vegna kaupa félagsins á hlut í Skjá einum. Hann vísar í ákvæði í samþykktum Símans þar sem segir að bera skuli verulegar breytingar í rekstri félagsins undir hluthafa- fund. Steingrímur, sem á hlutabréf í Landssímanum, segir að samkeppn- isyfirvöld hafi gert Símanum að halda rekstri Breiðvarpsins aðskild- um frá öðrum rekstri félagsins. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing af hálfu Símans um að félagið ætlaði ekki að gerast fjölmiðlafyrirtæki. Kaupin á Skjá einum séu því frá- hvarf frá yfirlýstri stefnu. Stein- grímur boðar að málið verði tekið til umræðu á Alþingi. ■ Kaup Landssímans á Skjá einum: Steingrímur J. vill hluthafafund STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Vill að viðskipti Landssímans verði borin undir hluthafa, enda séu þau fráhvarf frá yfirlýstri stefnu félagsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.