Fréttablaðið - 12.09.2004, Side 25

Fréttablaðið - 12.09.2004, Side 25
„Aðalatriðið er að verkin birti þau tengsl sem eru á milli skapandi listamanns og samfélagsins,“ segir grænlenska listakonan Isle Hessner. Sýning á verkum Isle stendur nú yfir í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga. Þegar hún er beðin um að út- skýra þessa afstöðu segir hún: „Ég er hálfgrænlensk og hálfdönsk, svo ég vinn út frá tveimur grunnum. Ég reyni að sætta grænlenskar og danskar rætur í verkum mínum. Val mitt á efni á sér forsendur í evr- ópskum rótum en hefðir og tækni og innihald eru tengdari Grænlandi. „Fígúran,“ hvort heldur er maður og dýr, sem og mannsandlitið eiga sér langa hefð í grænlenskri mynd- list. Ég hef mikið unnið með þessar „fígúrur“ og í nýjustu verkunum er viðfangsefnið meðal annars manns- myndin. En um leið og ég er meðvit- uð um fortíðina, hvort sem hún var fyrir tíu mínútum eða löngu síðan, geri ég mér þó grein fyrir því að ég er hluti af nútímanum. Áður en ég fór í skóla í Banda- ríkjunum var ég mjög upptekin af fortíðinni. Meðan á námi mínu þar stóð sá ég hins vegar hversu mikil- vægt það er að vera meðvitaður um nútímann og verk mín eru núna farin að endurspegla hann meira. Meðal annars velti ég fyrir mér hvaða áhrif myndirnar hafa á mig, þig, Grænlendinga og Bandaríkja- menn og listsköpun mín hefur verið að þróast í naumhyggjuátt.“ Sundraðar tilfinningar Isle er talin einn helsti brautryðj- andi grænlenskrar nýlistar og hafa verk hennar ávallt vakið mikla athygli þar sem þau hafa verið sýnd. Sýning hennar í Listasafni Sigurjóns ber heitið Mánasigð og eru öll verkin gerð á þessu ári. „Meginhugmyndin í verkum mínum á sýningunni hér er sprottin af sundrungu. Sundraðar tilfinning- ar, fyrirætlanir, athafnir og ekki síst tungutak eru einkennandi fyrir það nútímasamfélag sem við lifum í. Við lifum svo margskiptu lífi, til dæmis fjölskyldulífi, vinnulífi og frítíma- lífi. Við lifum ekki bara sundruðu ytra lífi, heldur einnig því innra. Þar sem verk mín endurspegla á hverjum tíma þann veraldlega og andlega raunveruleika sem ég lifi í eru þau ótvírætt mótuð af þessum straumum.“ Isle er fædd í Nanortalik á Grænlandi og ólst þar upp til tíu ára aldurs. Þá flutti hún til Danmerkur þar sem hún bjó til 24 ára aldurs er hún flutti aftur til Grænlands. Þar hefur hún búið síðan að undanskild- um árum sem hún hefur verið er- lendis við nám, meðal annars í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Helsinki, Nova Scotia í Kanada og Colorado í Bandaríkjunum. Hún segir hinn ríkulega grænlenska sagnaheim hafa haft mótandi áhrif á sig og það hafi best komið í ljós þegar hún var við nám í Kanada. Sagnahefðin „Þar fengum við oft það verkefni að vinna út frá menningarhefðum okkar,“ segir Isle, „og ég man sér- staklega eftir einu slíku þar sem ég vann út frá sögu um tvær gamlar konur sem voru alltaf að rífast. Þær voru elstu meðlimir tveggja fjöl- skyldna sem bjuggu á sama stað og þurftu hvor á annarri að halda til þess að komast af við óblíðar að- stæður. Eitt sinn gerði svo mikla óáran að fjölskyldurnar þurftu að yfirgefa staðinn þar sem þær höfðu búsetu. Höfuð fjölskyldnanna sögðu gömlu konunum að þær yrðu skildar eftir. „Þið rænið okkur allri orku með þessu stöðuga ósætti ykkar og rifrildi,“ sögðu þeir. Þær áttu engra kosta völ. Þær urðu að vinna saman til þess að komast af. Smám saman lærðu þær að meta hæfileika og eiginleika hvor hjá annarri og sáu að þær bættu hvor aðra upp. Það er grundvallarboðskapur í þessum sögum eins og í flestum grænlenskum sögum. Ástæðan er sú að í gegnum aldirnar hefur verið erfitt að komast þar af og fólk þurft að vinna saman, finna leiðir til þess að lifa saman í sátt og samlyndi. Það gætir einnig nokkurrar naumhyggju í sagnahefð okkar. Þar er aðeins sagt það sem þarf að segja til þess að boðskapurinn komist til skila – og það er komið beint að kjarnanum.“ Ólíkir menningarheimar Isle játar að það sama einkenni hennar verk. „Ég tala aldrei í kring- um hlutina, heldur kem beint að efninu. Þau hafa því átt það til að vera talin agressíf. Eitt af mínum verkum ber heitið Faðir og dóttir. Þetta eru tveir misstórir skúlptúrar þar sem formið er hnífsblað. Ég hafði aðeins lokið við stærri skúlpt- úrinn þegar ég sýndi það fyrst á sýningu og það brugðust margir ókvæða við og fannst ég fara yfir strikið. Þegar ég hafði bætt minni skúlptúrnum við verkið urðu við- brögðin mildari. Þarna kom kannski best í ljós mismunurinn á græn- lenskri og evrópskri menningar- hefð. Í Evrópu er hnífurinn tákn um árás. Í Grænlandi er hann lífsnauð- synlegur til þess að komast af. Á sýningunni hér á landi er Isle aðeins með verk unnin á þessu ári, engin eldri verk. Hvers vegna? „Þegar ég er að vinna fæ ég ótal hugmyndir. Þegar ég hef síðan lokið við verkið sem er í vinnslu vil ég losna við það sem fyrst til þess að byrja á því næsta. Þess vegna á ég svo auðvelt með að selja verkin mín og gefa. Ef ég er hins vegar að vinna verk sem eiga að fara á sýn- ingu kem ég þeim til foreldra minna til þess að losna við að hafa þau fyrir augunum.“ Kjarninn Mótífin í verkum Isle hafa löngum verið vinir, kunningjar og fjöl- skyldumeðlimir. Þekktasta grímu- verkið hennar er mynd af föður hennar, tveir skúlptúrar á sýning- unni eru hún og móðir hennar og þannig mætti lengi telja. „Tengsl í fjölskyldum eru merkileg,“ segir Isle. „Fyrir utan mig og bróður minn, sem búum á Grænlandi, býr öll fjölskyldan í Danmörku. Engu að síður verða tengsl mín við hana sterkari eftir því sem árin líða. Ég kann betur að meta jákvæða þætti í fari foreldra og systkina en áður og á auðveldara með að líta framhjá þeim þáttum sem mér líkaði ekki, sjá þá í öðru ljósi, jafnvel þannig ljósi að ég tjái það í verkum mínum. Þau eru kjarninn í lífi mínu og verkum.“ sussa@frettabladid.is SUNNUDAGUR 12. september 2004 17 Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is VERÐ FRÁ 12.240 KR. FYRIR 5 TÓNLEIKA, eða 2.040 kr. á mánuði í sex mánuði í sætaröð 21–28 og 14.280 kr. í sætaröð 1–20 eða 2.380 kr. á mánuði í 6 mánuði sé greitt með Visa kreditkorti. 23. & 24. SEPTEMBER Það besta af hvíta tjaldinu 28. & 29. OKÓTBER Töfrar óperunnar og tónaljóðsins 5.-8. JANÚAR Vínartónleikar 17. & 18. MARS Galdrar og goðsagnir 6. & 7. MAÍ Philharmonic Rock Night Græna áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands er ferðalag vítt og breitt um heim tónlistarinnar, frá háklassík til poppsins og allt þar á milli. Fáðu þér áskrift að öruggu sæti og betra verði hjá Sinfóníuhljómsveitinni í vetur. Gallabuxur, kjól og hvítt TÖFRAHEIMURTÓNLISTARINNAR aðeins 2.040 kr. á mánuði Græn tónleikaröð Einsöngvari: Gary Williams. „Einn besti sveiflusöngvari Breta fyrr og síðar“ – Times Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. „Er á leið á vit mikilla afreka“ – Independent Það sem Íslendingum finnst skemmtilegast að hlusta á. Einleikari: Liene Circene. „Einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram“ – Jónas Sen Modest Mússorgskíj, Deep Purple, Gustav Mahler, Pink Floyd, Led Zeppelin og Queen. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Einn helsti brautryðjandi grænslenskrar nýlistar sýnir nú verk sín í Listasafni Sigurjóns Rætur tveggja menningarheima ISLE HESSNER Brautryðjandi í grænlenskri nútímalist FAÐIR OG DÓTTIR Form sem sumir sjá sem agressíft, aðrir sem lífsnauðsynlegt til að komast af.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.