Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 2
2 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Columbia Ventures semur við Industria: Tengja þúsundir heimila á Írlandi VIÐSKIPTI Kenneth Peterson hefur fyrir hönd fyrirtækis síns, Col- umbia Ventures, undirritað samning við Industria, íslenskt fyrirtæki, um uppbyggingu á stafrænu fjarskiptakerfi á Ír- landi. Guðjón Már Guðjónsson er framkvæmdastjóri Industria. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að um væri að ræða stærs- ta samning sem íslenskt fyrir- tæki á sviði fjarskipta hefði gert um útflutning á hugviti. Um er að ræða uppbyggingu á stafrænu sjónvarps-, síma- og breiðbandskerfi í einum bæ á Írlandi. Þar verða öll heimili tengd við kerfið og stendur til að nýta reynslu þess verkefnis til frekari uppbyggingar á Ír- landi og annars staðar. „Industria býr yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði og hefur ekki aðeins þróað hug- og vélbúnað heldur einnig hug- myndafræðina á bak við hvern- ig nýta megi þessa fjarskipta- tækni,“ segir Kenneth Peterson. Peterson segir að umfang samningsins ráðist af því hver- su vel takist til á Írlandi. „Á sex næstu mánuðum komumst við að því hvernig fólk tekur þessu. Ég er mjög vongóður um að þetta verði stórt verkefni,“ seg- ir hann. „Ég get því ekki sagt til um hve háar upphæðir um er að ræða en þetta er verkefni upp á margar milljónir Bandaríkja- dala,“ bætir hann við. Guðjón Már segir að fyrstu heimilin verði tengd við fjar- skiptanetið í byrjun desember. ■ Ákærður fyrir sex aðrar líkamsárásir Maður sem sló annan mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði fyrir um mánuði síðan er ákærður fyrir sex aðrar líkamsárásir. DÓMSMÁL Hálfþrítugur þekktur of- beldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkams- árásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Ákæra á hend- ur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veit- ingastaðnum A. Hansen í Hafnar- firði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sér- staklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmd- ur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fang- elsisdóm en fullnustu refsingar- innar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 15. október vegna ax- arárásarinnar en hann gekk rak- leiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér. hrs@frettabladid.is Iceland Express: Hópupp- sögn til hag- ræðingar UPPSAGNIR Fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum hjá Iceland Express var sagt upp störfum í gær. Starfs- fólkið verður nær allt endurráðið hjá breska fyrirtækinu Astraeus. Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, segir breytingar ekki hafa áhrif á heildarkjör fólks- ins en vinnutíminn breytist. Hann segir ekki ljóst hvort fólkið greiði skatta hér á landi eða Bretlandi. Tvísköttunarsamningar séu í gangi og hann telji fólkinu það val- frjálst. Ólafur segir breytingarnar gerðar til að samræma vinnutíma flugmanna og flugfreyja. Þeir vinni eftir breskum reglum en þær íslenskum. Breytingarnar séu gerðar nú þar sem samningur Flugfreyjufélagsins renni út 31. október. Hann sé að mestu sniðinn að flugfreyjum Icelandair og henti ekki Iceland Express. ■ Þá yrðum við flottasti smáíbúða- lánasjóður í heimi. Mikil hreyfing er á fasteignamarkaði í kjölfar nýrra íbúðalána bankanna. Hlutur Íbúalánasjóðs hefur minnkað. Fólk grípur tækifærið og fjármagnar lán sín hjá bönkunum. SPURNING DAGSINS Hallur, stendur til að breyta nafni Íbúðalánasjóðs í Smáíbúðalánasjóð? GRAMM AF HASSI Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á eitt gramm af hassi þegar hún stöðv- aði mann á bifreið í Hafnarfirði í gær. Var manninum sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Reykingar: Bannaðar á matsölustöðum HEILBRIGÐISMÁL Reykingabann á veitingahúsum kann að verða samþykkt á Alþingi í vetur. Drög að frumvarpi til tóbaksvarnalaga, þar sem gert er ráð fyrir banninu, er tilbúið í heilbrigðisráðuneytinu og Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra hyggst leggja frumvarp- ið fram í haust. Talið er að í frumvarpinu sé eingöngu átt við matsölustaði en ráðherrann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að ganga skrefinu lengra og banna einnig reykingar á krám og skemmtistöðum. Talið er að af- staða þingmanna til frumvarpsins falli ekki eftir flokkslínum og hart verði tekist á um það í haust. Kristbjörg Kristinsdóttir, eig- andi Kaffibrennslunnar, sem er veitingastaður í miðborg Reykja- víkur, líst illa á það sem hún hefur heyrt af frumvarpsdrögunum. ,,Það ætti að duga að skilja á milli reyk- og reyklausra svæða, eins og gert er í dag. Svo eru nokkur veitingahús í miðbænum sem eru reyklaus. Ég skil ekki af hverju þarf alltaf að setja alla í sömu körfu? Fólk getur sjálft valið þarna á milli eins og staðan er í dag.“ ■ Sauðfjárbændur: Tekjusam- dráttur LANDBÚNAÐUR Meðaltekjur sauð- fjárbúa rýrnuðu um sem nemur 397 þúsund krónum milli áranna 2002 og 2003. Í tölum Hagþjónustu landbún- aðarins kemur fram að tekjur sauðfjárbúa, fyrir laun eiganda, hafi lækkað úr 979 þúsund krón- um árið 2002 í 837 þúsund krónur árið 2003. Lækkunin nemur 14 prósentum. Skoðuð var afkoma 86 sauð- fjárbúa þar sem nær allar bú- greinatekjur eru frá sauðfjáraf- urðum. Framleiðsla búanna jókst um 7,9 prósent milli áranna, en verri afkoma er sögð til komin af lægra afurðaverði til bænda. ■ Á KAFFIHÚSI Samkvæmt frumvarpsdrögum er gert ráð fyrir reykingabanni á veitingastöðum. Kaffihús og krár sleppa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR KENNETH PETERSON OG GUÐJÓN MÁR GUÐJÓNSSON Undirrituðu í gær samning um tengingu þúsunda heimila á Írlandi við háhraðanet og uppbyggingu á fjarskiptakerfi sem tvinnur saman sjónvarp, síma og net. ■ Við húsleit heima hjá manninum fannst hagla- byssa undir baðkerinu. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Maðurinn vildi ekki láta lesa upp fyrir sig ákærurnar í dómi og tók sér frest til að tjá sig um þær og reyndi þannig að koma í veg fyrir að blaðamenn heyrðu ákæruefnin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ákæra: Kýldi lög- reglumann DÓMSMÁL Maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni en hann er sakaður um að hafa kýlt lögreglu- mann með krepptum hnefa í and- litið í maí í fyrra. Maðurinn mætti ekki í Héraðsdóm Reykjaness þegar átti að þingfesta málið í gær. Árásin var gerð á heimili mannsins á Suðurnesjum en lög- reglumaðurinn var við skyldu- störf. Afleiðingar höggsins voru mar í andliti og laus tönn sem þurfti að fjarlægja. ■ Nordisk Panorama: Íslensk verðlaun VERÐLAUN Mynd Rúnars Rúnars- sonar, Síðasti bærinn í dalnum, var í gærkvöld verðlaunuð sem besta stuttmynd- in á kvikmynda- hátíðinni Nordisk Panorama sem hefur staðið yfir hér í Reykjavík frá á fimmtudag. Í flokki heimild- armynda voru tvær myndir v e r ð l a u n a ð a r, danska myndin Rocket Brothers og finnska myndin Father to son. Sjá síðu 30 ÚR MYNDINNI Jón Sigurbjörnsson leikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.