Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 8
8 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Sumar forsendurnar voru rangar en innrásin réttmæt, sagði Blair: Baulað á forsætisráðherrann BRETLAND, AP „Ég veit að þetta málefni hefur klofið þjóðina. Ég skil fullkomlega hvers vegna margir eru ósammála ákvörðun- inni,“ sagði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, þegar hann fjallaði um innrásina í Írak og þær deilur sem hún hefur valdið í bresku samfélagi. Hann sagð- ist þó engan veginn geta beðist afsökunar á því að taka þátt í að steypa Saddam Hussein af stóli í Írak. Ræðu Blairs á þingi Verka- mannaflokksins var beðið með eftirvæntingu. Viðbrögðin voru að sumu leyti eftir því. Sumir and- stæðingar innrásarinnar bauluðu á forsætisráðherrann og gripu fram í fyrir honum meðan hann hélt ræðuna. Ræðuna flutti Blair í skugga þess að hryðjuverkamenn hóta að myrða breskan gísl og ekki bætti úr sök að tveir breskir hermenn létust í fyrirsát íraskra víga- manna í gær. Blair viðurkenndi að sumar upplýsingar sem innrásin var byggð á hefðu reynst rangar og kvaðst geta beðist afsökunar á því. Það breytti því þó ekki að Bretar ættu að ljúka verkefninu sem þeir hefðu hafið og styðja við bakið á írösku þjóðinni í end- uruppbyggingu lands þeirra. ■ Ráðherravaldið mikið á Íslandi Fyrirkomulag við skipan dómara í hæstarétt er margvíslegt í nágrannalöndunum. Samanburðurinn er flókinn en þó verður ekki betur séð en að ráðherra hafi meira vald hér á landi en tíðkast annars staðar. DÓMARAR Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dóms- málaráðherra, en dómsmálaráð- herra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til sam- anburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráð- herra byggir tillögu sína á útnefn- ingu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára – einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráð- herra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðn- ar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttar- dómara í Finnlandi að tillögu dóms- málaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök val- nefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefnd- inni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakk- landi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráð- herra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dóm- stólaráðs sem hefur áður gert til- lögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breyt- ingar á norska dómskerfinu frá 1999. gs@frettabladid.is Varað við hungursneyð: Milljónir í hættu SUÐUR-AFRÍKA, AP Hungursneyð vofir yfir tveimur milljónum íbúa Lesótó, Malaví og Svasílands að sögn forsvarsmanna Matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. Búist er við því að fólkið verði farið að líða skort áður en kemur að næstu uppskeru, í apríl. „Snemma á næsta ári verður líf nærri tveggja milljóna manna í hættu. Alþjóðasamfélagið hefur áður hjálpað mörgum þessara ein- staklinga við að komast af. Við getum ekki snúið baki við þeim nú,“ sagði Mike Sackett, svæðis- stjóri Matvælaáætlunarinnar í sunnanverðri Afríku. ■ SVONA ERUM VIÐ FJÁRHAGUR HINS OPINBERA Á FYRRI HELMINGI ÁRS 2004 Í MILLJÖRÐUM KRÓNA Ríkissjóður Sveitarfélög 1. Rekstrartekjur 134,0 41,5 2. Rekstrargjöld og fjárfesting 139,5 44,4 Heimild: Hagstofan. – hefur þú séð DV í dag? Milljónir í vasa prests vegna Kára- hnjúka Ólga innan kirkjunnar KÝR Í tölum Hagþjónustu landbúnaðarins kem- ur fram að meðalaldur kúabænda sé 47 ár og að meðaltali séu innt af hendi tvö árs- verk á hverju kúabúi. Kúabændur: Afkoma versnar LANDBÚNAÐUR Hagur kúabænda versnaði milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í ár- legri skýrslu Hagþjónustu land- búnaðarins um uppgjör búreikn- inga. Skoðaður var rekstur 193 sérhæfðra kúabúa, en til að falla undir þá skilgreiningu þurfa búin að vera með 70 prósent búgreina- tekna sinna af afurðum nautgripa. Hagnaður kúabúa dróst saman um 5 prósent milli áranna 2002 og 2003, en skýringin er að mestu tal- in felast í því að meðalafurðir búa hafi dregist saman sem nemi um 3 þúsund lítrum á hvert bú. Tekjur búa, fyrir laun eigenda, voru árið 2002 tæpar 2 milljónir króna árið 2002, en voru í fyrra tæpar 1,9 milljónir króna. ■ Sameining hreppa: Tvennar kosning- ar fram undan SVEITARSTJÓRNARMÁL Tvennar sam- einingarkosningar munu fara fram laugardaginn 20. nóvember næstkomandi og er utankjörfund- aratkvæðagreiðsla vegna þeirra þegar hafin. Annars vegar verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfé- laga í Austur-Húnavatnssýslu: Bólstaðarhlíðarhrepps, Sveins- staðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps. Hins vegar verður atkvæða- greiðsla um sameiningu fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheið- ar. Það eru Hvalfjarðarstrandar- hreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skil- mannahreppur. Sveitarfélög á Íslandi eru nú 103 talsins en þau voru 104 í upp- hafi árs og fækkar um tvö 1. nóv- ember þegar sameining Austur- Héraðs, Norður-Héraðs og Fella- hrepps tekur gildi. Ef báðar sam- einingartillögurnar sem kosið verður um nú hljóta samþykki verða sveitarfélögin 95 og hefur þeim þá fækkað um níu á einu ári. ■ FRÁ GRUNDARTANGA Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Hvalfirði, og jafn margra í Austur- Húnavatnssýslu, í nóvember. Í HÆSTARÉTTI Lauslegur samanburður á fyrirkomulagi við skipan í hæstarétt í nokkrum nágrannalönd- um bendir til að vald ráðherra sé mikið á Íslandi. TONY BLAIR Í RÆÐUSTÓL Forysta Verkamannaflokksins vill nota flokksþingið sem stökkpall fyrir hugsanleg- ar kosningar eftir áramót. Því á að leggja áherslu á innanríkismál en staða mála í Írak hamlar því. ■ EVRÓPA FÓRUST VIÐ FJALLAKLIFUR Feðgar fórust við fjallaklifur í svissnesku Ölpunum. Lík mann- anna fundust á mánudag en þeirra hafði verið saknað í rúma viku. Feðgarnir eru fjarri því fyrstu fjallgöngumennirnir til að láta lífið í svissnesku Ölpunum í ár, því frá maíbyrjun hafa fund- ist lík 66 fjallgöngumanna. VILJA EKKI TYRKI Meirihluti Frakka er andvígur því að Tyrk- land fái aðild að Evrópusamband- inu, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Helsta áhyggjuefni Frakka er að aðild Tyrkja kunni að leiða til mikilla mannflutninga vestur á bóginn í leit að atvinnu og betri lífsskilyrðum. HENTI HANDSPRENGJU AÐ FÓLKI Fjöldi manns slasaðist þegar drukkinn maður henti hand- sprengju að fólki sem hann átti í rifrildi við í iðnaðarborginni Rostov við ána Don í suðurhluta Rússlands. Ung kona missti fót- legg vegna sára og fjöldi fólks varð fyrir minniháttar meiðsl- um. VEIKUR RÁÐHERRA Ekkert varð af því að Norður-Írlandsmálaráð- herrann, Paul Murphy, flytti flokkssystkinum sínum ræðu um stöðu mála á Norður-Írlandi á flokksþingi breska Verkamanna- flokksins. Áður en til þess kom var hann fluttur veikur á sjúkra- hús. Honum varð að sögn óglatt þar sem hann sat meðal annarra ráðherra flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.