Fréttablaðið - 29.09.2004, Page 8

Fréttablaðið - 29.09.2004, Page 8
8 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Sumar forsendurnar voru rangar en innrásin réttmæt, sagði Blair: Baulað á forsætisráðherrann BRETLAND, AP „Ég veit að þetta málefni hefur klofið þjóðina. Ég skil fullkomlega hvers vegna margir eru ósammála ákvörðun- inni,“ sagði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, þegar hann fjallaði um innrásina í Írak og þær deilur sem hún hefur valdið í bresku samfélagi. Hann sagð- ist þó engan veginn geta beðist afsökunar á því að taka þátt í að steypa Saddam Hussein af stóli í Írak. Ræðu Blairs á þingi Verka- mannaflokksins var beðið með eftirvæntingu. Viðbrögðin voru að sumu leyti eftir því. Sumir and- stæðingar innrásarinnar bauluðu á forsætisráðherrann og gripu fram í fyrir honum meðan hann hélt ræðuna. Ræðuna flutti Blair í skugga þess að hryðjuverkamenn hóta að myrða breskan gísl og ekki bætti úr sök að tveir breskir hermenn létust í fyrirsát íraskra víga- manna í gær. Blair viðurkenndi að sumar upplýsingar sem innrásin var byggð á hefðu reynst rangar og kvaðst geta beðist afsökunar á því. Það breytti því þó ekki að Bretar ættu að ljúka verkefninu sem þeir hefðu hafið og styðja við bakið á írösku þjóðinni í end- uruppbyggingu lands þeirra. ■ Ráðherravaldið mikið á Íslandi Fyrirkomulag við skipan dómara í hæstarétt er margvíslegt í nágrannalöndunum. Samanburðurinn er flókinn en þó verður ekki betur séð en að ráðherra hafi meira vald hér á landi en tíðkast annars staðar. DÓMARAR Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dóms- málaráðherra, en dómsmálaráð- herra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til sam- anburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráð- herra byggir tillögu sína á útnefn- ingu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára – einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráð- herra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðn- ar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttar- dómara í Finnlandi að tillögu dóms- málaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök val- nefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefnd- inni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakk- landi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráð- herra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dóm- stólaráðs sem hefur áður gert til- lögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breyt- ingar á norska dómskerfinu frá 1999. gs@frettabladid.is Varað við hungursneyð: Milljónir í hættu SUÐUR-AFRÍKA, AP Hungursneyð vofir yfir tveimur milljónum íbúa Lesótó, Malaví og Svasílands að sögn forsvarsmanna Matvæla- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. Búist er við því að fólkið verði farið að líða skort áður en kemur að næstu uppskeru, í apríl. „Snemma á næsta ári verður líf nærri tveggja milljóna manna í hættu. Alþjóðasamfélagið hefur áður hjálpað mörgum þessara ein- staklinga við að komast af. Við getum ekki snúið baki við þeim nú,“ sagði Mike Sackett, svæðis- stjóri Matvælaáætlunarinnar í sunnanverðri Afríku. ■ SVONA ERUM VIÐ FJÁRHAGUR HINS OPINBERA Á FYRRI HELMINGI ÁRS 2004 Í MILLJÖRÐUM KRÓNA Ríkissjóður Sveitarfélög 1. Rekstrartekjur 134,0 41,5 2. Rekstrargjöld og fjárfesting 139,5 44,4 Heimild: Hagstofan. – hefur þú séð DV í dag? Milljónir í vasa prests vegna Kára- hnjúka Ólga innan kirkjunnar KÝR Í tölum Hagþjónustu landbúnaðarins kem- ur fram að meðalaldur kúabænda sé 47 ár og að meðaltali séu innt af hendi tvö árs- verk á hverju kúabúi. Kúabændur: Afkoma versnar LANDBÚNAÐUR Hagur kúabænda versnaði milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í ár- legri skýrslu Hagþjónustu land- búnaðarins um uppgjör búreikn- inga. Skoðaður var rekstur 193 sérhæfðra kúabúa, en til að falla undir þá skilgreiningu þurfa búin að vera með 70 prósent búgreina- tekna sinna af afurðum nautgripa. Hagnaður kúabúa dróst saman um 5 prósent milli áranna 2002 og 2003, en skýringin er að mestu tal- in felast í því að meðalafurðir búa hafi dregist saman sem nemi um 3 þúsund lítrum á hvert bú. Tekjur búa, fyrir laun eigenda, voru árið 2002 tæpar 2 milljónir króna árið 2002, en voru í fyrra tæpar 1,9 milljónir króna. ■ Sameining hreppa: Tvennar kosning- ar fram undan SVEITARSTJÓRNARMÁL Tvennar sam- einingarkosningar munu fara fram laugardaginn 20. nóvember næstkomandi og er utankjörfund- aratkvæðagreiðsla vegna þeirra þegar hafin. Annars vegar verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfé- laga í Austur-Húnavatnssýslu: Bólstaðarhlíðarhrepps, Sveins- staðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps. Hins vegar verður atkvæða- greiðsla um sameiningu fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheið- ar. Það eru Hvalfjarðarstrandar- hreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skil- mannahreppur. Sveitarfélög á Íslandi eru nú 103 talsins en þau voru 104 í upp- hafi árs og fækkar um tvö 1. nóv- ember þegar sameining Austur- Héraðs, Norður-Héraðs og Fella- hrepps tekur gildi. Ef báðar sam- einingartillögurnar sem kosið verður um nú hljóta samþykki verða sveitarfélögin 95 og hefur þeim þá fækkað um níu á einu ári. ■ FRÁ GRUNDARTANGA Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Hvalfirði, og jafn margra í Austur- Húnavatnssýslu, í nóvember. Í HÆSTARÉTTI Lauslegur samanburður á fyrirkomulagi við skipan í hæstarétt í nokkrum nágrannalönd- um bendir til að vald ráðherra sé mikið á Íslandi. TONY BLAIR Í RÆÐUSTÓL Forysta Verkamannaflokksins vill nota flokksþingið sem stökkpall fyrir hugsanleg- ar kosningar eftir áramót. Því á að leggja áherslu á innanríkismál en staða mála í Írak hamlar því. ■ EVRÓPA FÓRUST VIÐ FJALLAKLIFUR Feðgar fórust við fjallaklifur í svissnesku Ölpunum. Lík mann- anna fundust á mánudag en þeirra hafði verið saknað í rúma viku. Feðgarnir eru fjarri því fyrstu fjallgöngumennirnir til að láta lífið í svissnesku Ölpunum í ár, því frá maíbyrjun hafa fund- ist lík 66 fjallgöngumanna. VILJA EKKI TYRKI Meirihluti Frakka er andvígur því að Tyrk- land fái aðild að Evrópusamband- inu, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Helsta áhyggjuefni Frakka er að aðild Tyrkja kunni að leiða til mikilla mannflutninga vestur á bóginn í leit að atvinnu og betri lífsskilyrðum. HENTI HANDSPRENGJU AÐ FÓLKI Fjöldi manns slasaðist þegar drukkinn maður henti hand- sprengju að fólki sem hann átti í rifrildi við í iðnaðarborginni Rostov við ána Don í suðurhluta Rússlands. Ung kona missti fót- legg vegna sára og fjöldi fólks varð fyrir minniháttar meiðsl- um. VEIKUR RÁÐHERRA Ekkert varð af því að Norður-Írlandsmálaráð- herrann, Paul Murphy, flytti flokkssystkinum sínum ræðu um stöðu mála á Norður-Írlandi á flokksþingi breska Verkamanna- flokksins. Áður en til þess kom var hann fluttur veikur á sjúkra- hús. Honum varð að sögn óglatt þar sem hann sat meðal annarra ráðherra flokksins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.