Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 15
Enn af „sýndarverkfalli“ Nú er komið að því sem við öll hræddumst, kennarar komnir í verkfall og börnin heima með til- heyrandi vanda fyrir útivinnandi foreldra. Ég skrifaði og Fréttablað- ið birti þann 15. febrúar sl. greinina „Sýndarverkfall verkfall sem skilar betri árangri?“. Reyndi í henni að skýra út nýtt hugtak, „sýndarverk- fall“. Hugmyndin er að í stað verk- falla, ef á annað borð komi til þess neyðarúrræðis, verði farið í „sýnd- arverkfall“ (eða Virtual strike). Með sýndarverkfallsleiðinni semji vinnuveitendur og verkalýðsfélög um, að komi til þess að starfsmenn leggi niður vinnu, fari í verkfall, beri starfsmönnum samt sem áður skylda til að koma til starfa og vinna launalaust. En vinnuveitand- inn skuldbindur sig jafnframt að skila allri sölu af þeirri framleiðslu og þjónustu sem framleidd er í sýndarverkfallinu í ákveðinn sjóð. Sjóðurinn getur verið t.d. líknar- sjóður eða styrkur til ákveðins verkefnis. Kosturinn við þessa leið er að hún veldur sáralitlum óróa annars staðar í samfélaginu. Verk- föll myndu styttast til muna, vara jafnvel aðeins í nokkrar klukku- stundir í stað vikna eða mánaða. All- ir aðilar sæju hag sínum best borg- ið með því að semja strax. Hjá hinu opinbera eins og í skól- um verða ekki til neinar tekjur. Því þarf eitthvert annað úrræði, t.d. að tvöfalda gjöldin sem viðkomandi stofnun hefur af starfsemi sem leggst af komi til verkfalls. Í kennaraverkfallinu er leikur- inn ójafn. Kennarar hafa 800 millj- ónir í verkfallssjóði sem þeir greiða félögum sínum úr í verkfalli ein- hverja þúsundkalla á dag. Sveitar- félögin spara hins vegar launa- kostnað við að semja ekki. Þannig hafa báðir aðilar hag af því að draga verkfallið á langinn. Kennarar með digra sjóði fá laun án framlags og sveitarfélögin spara útgjöld. Börn og foreldrar sitja heima með sárt ennið, eru í raun einu gjaldendur eða fórnarlömb verkfallsins. Hefði ekki verið betra að setjast niður og semja um sýndarverkfall? Kennarar og sveitarfélögin hefðu átt að semja um að kæmi til verkfalls þá héldi skólastarf óhindr- að áfram en sveitarfélögin greiddu tvöföld útgjöld í sérstakan sjóð og kennarar létu einnig greiðslur úr verkfallssjóð sínum renna í sjóðinn. Sjóðurinn yrði nýttur í þarft verk- efni sem samkomulag væri um. Báðir aðilar sæju hag sínum best borgið með því að semja strax. Verk- föll myndu styttast til muna, vara jafnvel aðeins í nokkrar klukku- stundir, í stað þess að dragast á lang- inn eins og flest bendir til í dag. Ef við höfum efni á að vera í verkfalli höfum einnig efni á að semja. En allavega skora ég á aðila að koma sér að samningaborðinu sem fyrst. Orð eru jú til alls fyrst. Við töpum öll á að halda þessari vit- leysu áfram. Höfundur er viðskiptafræðingur. 15MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 Útlendingar á vinnu- markaði Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss, skrifar: Stundum heyrast fullyrðingar um að út- lendingar taki vinnu frá Íslendingum og að ekkert sé fylgst með því hvaða er- lendir ríkisborgarar koma og vinna. Mig langar í þessu samhengi að rekja helstu skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að ráða erlenda ríkisborgara til star- fa.Hér er miðað við þá sem eru frá lönd- um utan EES-svæðisins þar sem EES- borgarar þurfa ekki að sækja um sér- stakt atvinnuleyfi (undanskildir eru þó borgarar þeirra ríkja sem fengu aðild á þessu ári). Ef fyrirtæki hyggst ráða starfsmann frá landi utan EES-svæðisins þarf að sækja um tímabundið atvinnu- leyfi fyrir starfsmanninn. Fyrst þarf að uppfylla nokkur skilyrði sem koma fram í 7. grein laga um atvinnuréttindi útlend- inga. Mikilvægustu ákvæðin eru að kunnáttumenn fáist ekki til starfans inn- anlands, atvinnuvegi landsins skorti vinnuafl eða aðrar sérstakar ástæður mæli með leyfisveitingu. Það þarf að leita fyrst til svæðisvinnumiðlunar, sem auglýsir starfið innanlands og á EES- svæðinu, og stéttarfélag á svæðinu í við- komandi starfsgrein þarf að skila inn umsögn. Að uppfylltum þessum og öðr- um skilyrðum er hægt að skila inn um- sókn um atvinnuleyfi. Atvinnuleyfi er fyrst veitt til eins árs og launþeginn byrj- ar að greiða skatta frá fyrsta degi. Við- komandi þarf að kaupa sjúkratryggingu, þar sem aðgangur að heilbrigðiskerfinu fæst ekki fyrr en eftir samfellda sex mánaða dvöl. Eftir fjögurra ára sam- fellda búsetu er hægt að sækja um bú- setuleyfi (græna kortið). Það er fyrst þá sem hinn erlendi ríkisborgari öðlast full réttindi í félagslega kerfinu og rétt til at- vinnuleysisbóta. Það má síðan bæta við þetta að tölur um atvinnuleysi frá Vinnumálastofnun sýna að hlutfallstölur um atvinnuleysi eru umtalsvert lægri meðal erlendra ríkisborgara en heildar- tölurnar sýna. Þannig að staðreyndirnar sýna að erlendir ríkisborgarar flytja hvor- ki til landsins til þess að nýta sér kosti velferðarkerfisins út í ystu æsar né til þess að taka vinnu frá íslenskum ríkis- borgurum. Er Danskurinn að hlut- ast til um íslenskt inn- anríkismál? Matthías Kristinsson skrifar: Hver er þessi Sveinn Andri Sveinsson sem er að reyna að hafa áhrif á ráðn- ingu hæstaréttardómara? Er það sá sami og reyndi að hafa áhrif á forseta- kosningarnar og sagðist mundu ganga á hönd Margréti Þórhildi Danadrottningu ef Ólafur Ragnar Grímsson yrði kosinn forseti? Ef þetta er sami maðurinn má ætla að hann sé þegar orðinn danskur ríkisborgari. Og þá er mér spurn: Hvað er Danskurinn að hlutast til um íslenskt innanríkismál? Skilningsleysi á þjón- ustu leigubifreiðastjóra Guðmundur Bogason, stjórnarmaður í Bifreiðastjórafélaginu Frama, skrifar í framhaldi af umfjöllun í Fréttablaðinu: Starfsemi leigubifreiða er í eðli sínu staðbundin, en til þess að hún sé með eðlilegum hætti á stað eins og Reykja- nesbæ, og hægt sé að halda þar uppi góðri almannaþjónustu, verða að vera staðsettar þar nægilega margar leigu- bifreiðar. Ef svæðaskipting verður af- numin munu langflestir leigubílar þar leita þangað sem mest von er í vinnu, en það er á höfuðborgarsvæðinu, en þar er fyrir yfirdrifið nóg af leigubílum til að sinna þessari þjónustu. Það mun einnig verða sterk tilhneiging hjá leyf- ishöfum í Reykjanesbæ að sækja inn á stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og bíl- um á Suðurnesjum mun því fækka og jafn líklegt að leigubílastöðvar þar muni leggjast af, þegar bílunum fækk- ar. Ekki verður hægt að sinna þjónustu þar frá stöðvum í Reykjavík nema að mjög takmörkuðu leyti, því ekki er lík- legt að það sé t.d. mikil hagræðing í því að senda leigubíl af höfuðborgar- svæðinu til að flytja fólk á milli húsa í Keflavík. Það er því örugglega af um- hyggju fyrir almenningi á Suðurnesjum fyrst og fremst, sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggst gegn tillögum samgönguráðuneytisins um samein- ingu svæðanna. BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN KRISTINN ÞÓR JAKOBSSON SKRIFAR UM AÐFERÐIR Í VINNUDEILUM Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket.is Nú borgar sig að parketleggja allt sem hægt er! -Alltaf mikið úrval, frábært verð og góð þjónusta! Stærsti sýningarsalur með gólfefnum á landinu E i n n t v e i r o g þ r í r 2 8 7 .0 3 3 Krókháls Vesturlandsvegur Hestháls Lyngháls H ál sa b ra u t Bæjarháls Dragháls Fossháls H ál sa b ra ut Norðurljós ÁTVR Vífilfell ALLRA, ALLRA SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR afslátturaf undirlagi og listum 25% PA R K E T Ú T S A L A afslætti Afgangarmeð allt að 70%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.